Fréttablaðið - 19.02.2004, Page 31

Fréttablaðið - 19.02.2004, Page 31
27FIMMTUDAGUR 19. febrúar 2004 Spaugstofan hefur gert nýjansamning við ríkissjónvarpið um að halda áfram með þættina næsta vetur. Um leið fagna félagarnir Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þor- láksson, Sigurður Sigurjónsson, Pálmi Gestsson og Örn Árnason tuttugu ára samstarfi sínu. „Þættir Spaugstofunnar fóru fyrst í loftið árið 1989. En í raun byrjuðum við árið 1985 með fjóra þætti sem hétu Spaugstofan. Það er kannski meg- inrótin að því að við ákváðum að endurnýja samninga. Okkur fannst tilhlýðilegt að enda samstarfið á afmælisárinu,“ segir Örn. Hann segir afmælisáróður ein- kenna þáttaröðina á næsta ári. „Það er ekki ákveðið í hvaða formi það verður eða hvort það verður á sviði eða á skjánum. Allavega verð- ur kaka.“ Örn segir grunninn að löngu og farsælu samstarfi vera gagnkvæm virðing fyrir skoðunum hvors ann- ars, skipulagning og hafa gaman að því sem verið sé að gera. „Áhorfendur sjá fljótlega ef maður tekur með sér fjárhagsá- hyggjur heimilanna. Lykilinn er að skilja utan aðkomandi eril eftir úti og gleyma sér um stund.“ Hann segir mikið fjör ríkja í samstarfinu. „Við hlæjum að mistökunum hjá okkur. Stundum eru þau svo fáránleg að við engjumst af hlátri yfir því hvað við getum verið vitlausir.“ Örn er beðinn að líta yfir farinn veg og velja eitthvað eftirminnilegt tímabil í sögu Spaugstofunnar. „Ég svara nú eins og leiðinlegur leikari, hvert tímabil sem ég tek mér fyrir hendur er það skemmtilegasta. Við reynum að gera okkar besta hverju sinni. Stundum heppnast það og stundum ekki. Þetta er svipað og með lægðirnar, maður veit aldrei hvenær þær koma. Sem betur fer erum við svo lánsamir að eiga fólk í þjóðlífinu sem er duglegt að blása okkur andann.“ ■ Sjónvarp SPAUGSTOFUMENN ■ Hafa endurnýjað samning sinn við RÚV og munu fagna 20 ára samstarfi á næsta ári. Spéspeglar samfélagsins í tuttugu ár NATALIA WIUM Hún og Ástþór Magnússon Wium forseta- frambjóðandi giftu sig á Þingvöllum nú um helgina. Saman stefna þau á Bessa- staði. Hver? Ég er frekar opin og hress manneskja þótt ég geti kannski verið örlítið feimin stundum. Ég hef áhuga á mannúðar- málum og vonast til að fá tækifæri til að leggja mitt af mörkum í framtíðinni til að hjálpa fólki sem á undir högg að sækja. Hvar? Ég eyði hveitibrauðsdögunum á nýja heimili mínu á Vogarseli 1 í Reykjavík. Hvaðan? Ég er frá Rússlandi en flutti til Íslands fyrir rúmum þremur árum. Hvað? Ég nam lögfræði við háskólann í St. Pét- ursborg en mig langar að starfa að ferðamálum og mun hefja nám við Ferðamálaskóla Íslands í haust til að læra meira um Ísland og starfa sem leiðsögumaður. Hvernig? Mér finnst lögfræði ekki nógu lifandi og skapandi starf. Mig langar að fræðast meira um Ísland og Íslendinga og Ferðamálaskólinn er kjörið tækifæri til að gera það. Hvers vegna? Ísland er mitt heimaland núna og mig langar að leggja mitt af mörkum til að kynna það besta frá Íslandi. Sem leið- sögumaður mun ég kynna land og þjóð. Hvenær? Mér finnst mjög spennandi að vera ný- gift og hef áhuga á að gera fallegt og hlýtt heimili með eiginmanni mínum. Ég hef einnig áhuga á tísku, ferðalögum og íþróttum. ■ Persónan ■ Þetta gerðist 1473 Stjörnufræðingurinn Nikulás Kóperníkus fæðist. 1945 Bandarísk sjóhersveit tekur land á Iwo Jima, sem er upphafið að mánaðarlöngum bardaga í seinni heimsstyrjöldinni við japanska herinn. 1959 Bretland, Grikkland og Tyrkland samþykkja að veita eyþjóðinni Kýpur sjálfstæði. 1985 Coca-Cola kynnir kirsuberjakók í fyrsta skipti. 1986 Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkir að banna þjóðarmorð eftir 37 ára samþykktarferli. 1997 Deng Xiaoping, formaður kín- verska kommúnistaflokksins sem stefndi að umbóta- og slökunar- stefnu á sviði efnahagsmála í Kína, andast. 2003 Tæplega hundrað áhorfendur þungarokkhljómsveitarinnar Great White látast eftir að blyssýning kemur af stað eldsvoða í West Warwick í Bandaríkjunum. ...mikið úrval Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 37 02 02 /2 00 4 25%afsláttur af nýjum úlpum fyrir börn og fullorðna í 3 daga! HÁÞRÝSTI ÞVOTTATÆKI Verð frá kr. 8.900,- SPAUGSTOFAN Sigurður Sigurjónsson sér um að skipa félögum sínum í hlutverk. „Honum tekst misjafnlega upp og skemmst er að minnast hvernig ég leit út í gervi Svanhildar í Kastljósinu,“ segir Örn og hlær.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.