Fréttablaðið - 19.02.2004, Side 34

Fréttablaðið - 19.02.2004, Side 34
Reykjavík Fashion er heititískusýningar sem haldin verður á Hótel Borg næsta laug- ardag, en margir efnilegir fata- hönnuðir taka þátt. Þeirra á meðal eru Ingibjörg Ingadóttir og Svava Grímsdóttir. Þær stofnuðu Evuklæði fyrir um tveimur árum og segja að sam- starfið hafi eiginlega byrjað af sjálfu sér. „Við höfum saumað á okkur sjálfar síðan við vorum unglingar, skipst á hugmyndum og haft sama fatastílinn,“ segir Ingibjörg. „Við fiktuðum okkur áfram. Mamma kenndi mér grunnatriðin og Svava fór á nokk- ur námskeið. Svo fór fólk að taka eftir föt- unum okkar og biðja okkur um að gera hitt og þetta. Þetta þróaðist út frá því. Vinnufélag- arnir fóru að biðja mig um húfur og það endaði með því að ég bjó til fullt af húf- um og sýndi þeim. Þær seldust allar. Þetta fannst okkur rosa- lega sniðugt, að einhver vildi kaupa það sem við værum að gera. Þannig að við ákváðum bara að drífa í þessu.“ „Við erum búnar að hertaka bíl- skúrinn heima hjá mér. Við mikinn fögnuð heimilisfólksins,“ segir Svava hlæjandi. „Bíl- arnir og hjólin eru úti en við inni með s a u m a v é l a r n a r. Fyrst vorum við mikið með peysur, úr flís og fleira. Svo komu jól og áramót og þá vildi fólk allt í einu fá e i n h v e r s p a r i f ö t . Við vorum alltaf meira í þessu grófa og erum ekk- ert fyrir bleikt og blúndur. Enda gerum við bara það sem okkur finnst skemmtilegt.“ Föt frá Evu- klæðum fást nú í verslun- inni Anas í Firðinum, en Svava segir að eigandi búð- arinnar hafi haft samband við þær síðasta haust. „Það hef- ur gengið mjög vel. Undanfarið höfum við svo verið mjög upp- teknar af sýningunni sem er framundan. En aðalmálið er að hafa þetta skemmtilegt, fá að vera með og sjá hvað hinir eru að gera.“ „Það er líka gott fyrir okkur að kynnast öðrum hönnuðum,“ segir Ingibjörg. „Við uppgötv- uðum til dæmis heila heildsölu sem við viss- um ekki að væri til. Þannig að við erum að læra og komast í sambönd. Enda erum við algjörir græningjar.“ audur@frettabladid.is tíska o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur t ísku Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: tiska@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. LITRÍKT FRÁ SPÁNI Agatha Ruiz de la Prada er þekkt fyrir lit- ríka hönnun eins og sjá mátti á tískusýn- ingu í Madrid á dögunum. N Ý J A R V Ö R U R Sími 5 88 44 22 VORTÍSKAN 2004 www.hm.is Undirfataverslun. Síðumúla 3 Sími: 553 7355 opið virka daga kl: 11-18 Laugard. kl: 11-15 ÚTSÖLULOK Laugardag 21. febrúar 30-60% afslátturHraunbæ 119 (nýja verslunarkjarnanum í Árbæ) sími 567 7776 OPIÐ LAUGARDAGA KL. 11:00 -16:00 OPIÐ SUNNUDAGINN 22. FEBRÚAR KL. 13:00-17:00 Í TILEFNI AF ÁRBÆJARDEGI VETRARHÁTÍÐAR. Dömubolir - herrabolir barnanærföt Margir litir, glæsilegt úrval, ítölsk gæði. Útsalan enn í fullum gangi 40 - 70% afsláttur. ÚTSALA - ÚTSALA Eddufelli 2, s. 557 1730 Bæjarlind 6, s. 554 7030 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og lau. kl. 10-16T Í S K U V E R S L U N Nýjar flottar mussur St. 36-56 Alpahúfur kr. 990 Hekluð sjöl kr. 1.690 Mikið úrval af plastskartgripum SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Húfur og sjöl INGIBJÖRG INGADÓTTIR OG SVAVA GRÍMSDÓTTIR Hönnuðirnir að baki Evuklæðum. DÖKKGRÁR KJÓLL ÚR SILKI OG HERÐASLÁ Siffonpilsin eru þægileg og henta hvort sem er undir styttri pils eða yfir buxur. Bolina er jafnframt hægt að nota undir peys- ur og toppa af ýmsu tagi. Treflana er hægt að nota sem utanyfirflík eða við fínni föt RAUTT PILS ÚR TAISILKI „Þar er efnum blandað saman sem fyrr. Við notum sama efnið en sitt- hvort mynstrið. Topp- urinn og ermarnar eru úr svörtu teygjujersey og sama silki og er í pilsinu.“ Reykjavík Fashion: Gerum bara það sem okkur finnst skemmtilegt JAKKI ÚR ULLARFLÍS OG GRÓFU FLAUELI „Við erum alltaf að hanna á okkur sjálfar og höfum reynt að hanna á konur en ekki stelpur.“ GRÆN ERMAPEYSA Úr ull og móhári.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.