Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 50
46 19. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR Önnur breiðskífa Noruh Jones,Come Away With Me, seldist öllum að óvörum í milljónum ein- taka og kom stúlkunni rækilega á kortið. Næsti lagaskammtur er unninn úr sama vinalega deiginu. Þeir sem náðu tengingu við fyrri plötuna eiga bókað eftir að gera það líka núna. Norah færir sig upp á skaftið í lagasmíðum og á hlut í fleiri lög- um en áður. Hún er fær sem slík og lög hennar eru ekkert síðri að gæðum en lög þeirra stórsnillinga sem hún tekur upp á sína arma, þó svo að þar séu menn á borð við Duke Ellington og Tom Waits. Einnig virðist hún hafa umvafið sig góðu fólki og er í dag í raun- inni bara forsprakki sveitarinnar The Handsome Band. Þar innan- dyra eru góðir menn og konur, þar á meðal afbragðs lagahöfund- ur að nafni Lee Alexander. Svo kíkir Dolly Parton í heim- sókn í laginu Creepin’ In. Hún er hress að vanda þó svo að hún virki svolítið eins og skrattinn úr sauðarleggnum á plötunni. Noruh virðist líða vel í sveita- söngvadjass sínum og aðdáendum hennar á eflaust áfram eftir að líða vel með henni. Eins og fyrri platan er þessi ólíkleg til þess að ganga fram af nokkrum manni. Hún á því eflaust eftir að vera jafn lengi á endurtekningu og fyrri platan var fyrir þá sem þurfa að bíða eftir þjónustu síma- kerfis Norðurljósa. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist NORAH JONES: Feels like home Meira af því sama 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 TOPP 20 - X-IÐ 97.7 - VIKA 8 „Are You Gonna Be My Girl“ JET „Y’all Want A Single“ KORN „Megalomaniac“ INCUBUS „I Miss You“ BLINK 182 „Last Train Home“ LOSTPROPHETS „Mad World“ GARY JULES „I Hate Everything About You“ 3 DAYS GRACE „Reptilia“ THE STROKES „A Selfish Need“ MAUS „Take Me Out“ FRANZ FERDINAND * Listinn er valinn af umsjónarmönnum stöðvarinnar. Vinsælustulögin BJÖRN BRÓÐIR kl. 4 og 6 M. ÍSL. TALI BJÖRN BRÓÐIR kl. 4 M. ENSKU TALI THE HAUNTED MANSON kl. 4, 6 og 8 kl. 5.30, 8, og 10.30LOVE ACTUALLY kl. 3.40 M/ÍSL TALILOONEY TUNES kl. 3.45 M/ÍSL TALIFINDING NEMO kl. 8.15 & 10 B. i. 14 ára Eingöngu Sýnd Í VIP kl. 5 THE LAST SAMURAI kl. 6HONEY SÝND kl. 5.45, 8 og 10 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 10 kl. 3.45 og 5.50UPTOWN GIRLSkl. 4 & 8 Lúxus kl. 5 & 9LORD OF THE RINGS HHH Kvikmyndir.com HHH H.J Mbl. B.Ö.S Fínasta skemmtun Fréttablaðið SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 SÝND kl. 10 B.i. 14 kl. 10 B.i. 12 áraTHE HUMAN STAIN kl. 5.50 og 8KALDALJÓS kl. 5.50 og 10 B.i. 16 áraMYSTIC RIVER kl. 6HEIMUR FARFUGLANNA FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ 3 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA HHH Kvikmyndir.com HHH H.J Mbl. B.Ö.S Fínasta skemmtun Fréttablaðið Mögnuð mynd með Óskarsverðlauna- höfunum Ben Kingsley og Jennifer Conelly SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 SÉRSTÖK SÍMAFORSÝNING kl. 8 SÝND kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 B. i. 16 ára HHH1/2 SV MBL HHHH Kvikmyndir.com HHH ÓHT RÁS 2 4 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA SÝND kl. 8 og 10.40 Síminn býður 2 fyrir 1 gegn framvísun tilboðsmiða KORN Verðandi Íslands- vinir í Korn verma nú annað sætið á X-inu. 118 mörk í tveimur leikjum Tvö lið í annarri deild ind-versku knattspyrnunnar í Goa voru rekin úr keppni á dögunum eftir að þau skoruðu grunsamlega mörg mörk á einum degi. Liðin tvö skoruðu í heildina 118 mörk og voru yfirmenn deildarinnar vissir um að brögð hefðu verið í tafli eft- ir leikina. Félagið Curtorim Gym vann San- golda Lighting 61-1 og Wilfred Leisure vann Dona Paula 55-1. Dagblaðið The Asian Age segir að leikmenn liðanna hafi breytt leikjunum í gamanleiki. Fótboltasamtökin í Goa fylgjast með rekstri þeirra 153 fótbolta- félaga sem eru starfrækt í hérað- inu. Öll liðin fjögur eru í rannsókn, grunuð um að hafa ákveðið úrslitin fyrirfram. Svipað atvik átti sér stað fyrir 15 árum síðan í Vestur-Bengal þegar 114 mörk voru skoruð í tveimur leikjum. Framtíð félaganna verður ákveð- in á sérstökum fundi. Víst er að lið- in tvö sem skoruðu flest mörkin verða rekin úr keppni. Sigurvíman hefur því enst mjög stutt. ■ Drottningarn- ar dauðar? TÓNLIST Þá er það orðið ljóst að saga rokksveitarinnar Queens of the Stone Age er öll. Að minnsta kosti ef söngvarinn Josh Homme er jafn ákveðinn í því að drepa sveitina. Homme og bassaleikarinn Nick Oliveri tjáðu sig í sitt hvoru lagi við NME og sögðu sína hlið á sam- starfsslitunum. Þeir hafa verið félagar frá tán- ingsaldri og segir Homme að sam- starfsslitin séu það erfiðasta sem hann hafi þurft að ganga í gegnum en að það hafi verið mikilvægara að halda vináttunni en að halda sveit- inni á lífi. En kannski er ekki öll von úti því Oliveri segist vilja setjast niður með félaga sínum og reyna að fá hann til þess að gera aðra plötu. Homme sagði í fréttatilkynningu í síðustu viku að ástæðan fyrir slit- unum væru atburðir sem hefðu átt sér stað síðustu 18 mánuði. Þeir væru þess eðlis að hann sæi sér ekki fært að vinna lengur með Oli- veri. Þetta kom flatt upp á bassaleik- arann sem segir þá félaga ekki hafa verið að rífast. Svo bætti hann því við að hann myndi glaður ganga í veg fyrir hríðskotabyssu til þess að vernda vin sinn.■ Leikkonan Scarlett Johanns-son, sem vann nýverið Bafta- verðlaunin bresku fyrir leik sinn í Lost in Translation, segir stráka á hennar aldri vera of óþroskaða fyrir sig. Stúlkan er 19 ára og segist frekar laðast að karlmönnum sem séu nær þrí- tugu. Hún segist hafa þurft að hafa frumkvæðið í öllum sínum ástarsamböndum til þessa og viðurkennir að vera orðin leið á því. Leikkonan Debra Messing,sem leikur Grace í sjón- varpsþáttunum vinsælu Will&Grace, hefur lofað að- dáendum þátt- anna að þeir verði fram- leiddir í tölu- verðan tíma til viðbótar. Bandarískir sjónvarps- áhorfendur eru byrjaðir að örvænta eftir að margir af vinsælustu sjónvarpsþáttum landsins eru að hverfa af skjánum. Þar má nefna Sex and the City, Friends og Frasier sem dæmi. www.undur.is MÁLVERK? QUEENS OF THE STONE AGE Vinskapurinn virðist enn vera til staðar, en samt virðist söngvarinn staðráðinn í því að drepa sveitina. Skrýtnafréttin FÓTBOLTI ■ Tveimur indverskum fótboltaliðum var hent úr keppni á dögunum fyrir að skora samtals 118 mörk á einum degi. INDVERSKUR FÓTBOLTI Þeir eru víst mjög hrifnir af því að skora mörk, fótboltastrákarnir á Indlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.