Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 2
2 7. maí 2004 FÖSTUDAGUR „Já, það kemur nýtt afl núna.“ Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður hefur tekið við formennsku í stjórnmálasamtökunum Nýju afli af Guðmundi G. Þórarinssyni. Spurningdagsins Jón, eruð þið nógu aflmiklir? Norðurljós fá ekki lengri frest Norðurljós segja nauðsynlegt að fá frest til 17. maí til að skila allsherjarnefnd athugasemdum um fjölmiðlafrumvarpið. Aukinn frestur ekki veittur, segir formaður nefndarinnar. ALÞINGI „Nefndin var upplýst um það hvernig lagasetningu væri al- mennt háttað í öðrum löndum í Evrópu og hvaða sjónarmið væru höfð til grundvallar. Það var áhuga- vert að hlusta á það sem kom fram og það var heilmikið rætt, enda stóð fundurinn lengi. Höfuðtil- gangurinn er að tryggja að frum- varpið fái málefnalega meðferð,“ segir Bjarni Benediktsson, formað- ur allsherjarnefndar Alþingis. Allsherjarnefnd fjallaði um frumvarp um eignarhald á fjöl- miðlum á fundi sínum í gær. For- svarsmenn Norðurljósa voru boð- aðir á fundinn, ásamt tveimur er- lendum sérfræðingum í fjölmiðla- rétti, sem héldu erindi á ráðstefnu Norðurljósa í fyrradag um frelsi fjölmiðla. Þá var fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra ennfremur boðuð á fund allsherjarnefndar, sem lauk ekki fyrr en í gærkvöld. Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, segir að umræðurnar hafi verið gagnlegar og nefndarmenn hafi nálgast málið með opnum huga. Hann segir að bréf hafi borist í fyrradag þar sem forsvarsmönn- um Norðurljósa var boðið að koma á framfæri skriflegum athuga- semdum og umsögn um frumvarp- ið fyrir daginn í dag. „Við óskuðum eftir því að fá frest til 17. maí, en höfum ekki fengið svar. Fresturinn sem við höfum dugar ekki, enda málið gríð- arlega umfangsmikið,“ segir Skarphéðinn. Formaður allsherjar- nefndar segir að ekki sé ætlunin að veita lengri frest. „Aukinn frestur er almennt ekki veittur þegar óskað er eftir skrif- legum athugasemdum. Það er ljóst að Norðurljós munu ekki skila at- hugasemdum sínum fyrir helgina og við náum því ekki að funda aft- ur með þeim á laugardaginn. En við fundum væntanlega með þeim strax eftir helgina. Nefndin er rétt að hefja þá yfirferð sem þarf til að fjalla um frumvarpið,“ segir Bjarni. Floyd Abrams, bandarískur sér- fræðingur í fjölmiðlarétti, var meðal þeirra sem fundaði með alls- herjarnefnd og sagði hann að nefndarmenn hefðu hlustað vel á þau sjónarmið sem komu fram og spurt margra spurninga. „Ég er ánægður með að hafa fengið tækifæri til að ræða við þingnefndina og greina henni frá minni skoðun. Frumvarpið er auð- vitað á byrjunarstigi og það kom skýrt fram. Ég lagði til að við myndum leggja fram álit þar sem skýrt yrði frá því í smáatriðum hvernig þessum málum væri hátt- að í hverju Evrópuríki fyrir sig,“ sagði Abrams. bryndis@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Vaxtahækkunarferli Seðlabankans er hafið. Bankinn hækkar vexti á þriðjudag um 20 punkta eða 0,2 prósent. Stýrivextir Seðlabankans hækkuðu síðast síð- ari hluta árs 2000. Vaxtalækkunar- ferli hófst í ársbyrjun 2001 og hafa vextir verið stöðugir undanfarið ár. Vaxtahækkun nú er mánuði fyrr á ferðinni en flestir höfðu búist við en vart er hægt að segja að hún komi á óvart. Birgir Ísleifur Gunn- arsson seðlabankastjóri segir að við útgáfu Peningamála Seðlabank- ans hafi komið fram að verðbólgu- spáin sem þá var birt kallaði á hækkun vaxta. „Framvindan síðan og þær tölur sem við erum að fá í hendurnar hafa sannfært okkur um að rétt sé að stíga skrefið núna.“ Birgir Ísleifur segir að hvert sem litið sé megi greina bólgu. „Verðbólgan mældist meiri tvö síðustu skipti en við höfðum reiknað með.“ Auk þess hafi lækk- un á gengi krónunnar áhrif á hækk- un innfluttra vara. Við ákvörðun vaxtahækkana þarf að hyggja að því að kæla ekki hagkerfið of snemma og tapa við það verðmætum. Hækkunin nú er ekki mikil og má lesa sem skilaboð til markaðarins um framhaldið. „Þetta er varfærið skref sem við stígum og má búast við að þetta ferli verði í smáum en fleiri skref- um fremur en færri og stærri.“ ■ Yasser Arafat: Óttast um öryggi sitt PALESTÍNA, AP Yasser Arafat, leið- togi Palestínumanna, lét í gær vígbúa höfuðstöðvar sínar til að hamla hugsanlegri árás Ísraels- manna á sig. Hann lét koma fyrir bílflökum fyrir framan höfuðstöðvarnar og styrkti bygginguna með steypubitum í von um að það gerði Ísraelum erfiðara fyrir, ákveddu þeir að ráða hann af dögum. Stutt er síðan Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagð- ist ekki bundinn af loforði sínu við George W. Bush Bandaríkja- forseta um að ráða Arafat ekki af dögum. Arafat er sagður mjög áhyggjufullur eftir að Ísraelar réðu Ahmed Yassin, trúarlegan leiðtoga Hamas, af dögum í mars. ■ Dæmdur í átta mánaða fangelsi: Reyndi að smygla kókaíni DÓMSMÁL Maður var dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af þrjá óskilorðsbundna, fyrir innflutn- ing á tæplega 120 grömmum af kókaíni og fyrir eigu rúmlega fimm gramma af hassi. Í dómi Héraðsdóms Reykja- ness kemur fram að maðurinn hafi keypt kókaínið í Amsterdam til einkaneyslu. Hann var atvinnu- laus þegar hann náðist og forfall- inn fíkniefnaneytandi. Maðurinn fór í meðferð í kjölfar handtöku og hefur síðan verið í fastri vinnu. Þar sem ekki þótti sannað að mað- urinn hygðist selja kókaínið frest- ast refsing fimm mánaða refsing- arinnar haldi hann skilorð í þrjú ár. ■ Breytingar samþykktar á áfengislögum: Aldursmörk lækkuð í 18 ár ALÞINGI Meirihluti allsherjarnefnd- ar Alþingis samþykkti á fundi sín- um í gær breytingar á áfengislög- um sem kveða á um að aldursmörk til kaupa og neyslu á léttvíni og bjór verði færð úr 20 árum niður í 18 ára aldur. Stefnt er að af- greiðslu málsins á þingi í vor og að ný lög taki gildi 1. janúar 2005. Þingmenn allra flokka lögðu fram frumvarp um breytingar á áfengislögum. Í greinargerð með því segir að breytingarnar séu í samræmi við það sem fyrir löngu hafi gerst hjá flestum nágranna- þjóðum okkar. Auk þess sé verið að samræma réttindi og skyldur unga fólksins. ■ Illa þefjandi íbúð: 200 dýr á heimilinu BANDARÍKIN, AP Nágrannar Jamie Verburgt skilja vart hversu mörg- um dýrum henni tókst að troða inn í íbúð sína í fjölbýlishúsi í Mil- waukee. Eftir að nágrannarnir höfðu kvartað undan miklum fnyk sem lagði frá íbúð hennar fór lög- regla á vettvang og fann 200 dýr í íbúðinni. „Lyktin var ótrúleg,“ sagði dýra- eftirlitsmaðurinn William Mitchell og kvaðst hafa tárast vegna fýlunn- ar. Meðal dýranna í íbúðinni voru 70 endur, sporðdrekar, bjöllur sem lifa á kjöti, snákar, rottur og skjaldbök- ur auk krókódíla. ■ Kröfur heyrast um afsögn varnarmálaráðherrans: Herjað á Rumsfeld WASHINGTON, AP Pistla- og leiðara- höfundar nokkurra bandarískra dagblaða og einn öldungadeildar- þingmaður krefjast þess að Don- ald Rumsfeld segi af sér embætti eða að forsetinn leysi hann frá störfum vegna þess hversu illa hefur verið tekið á misþyrming- um íraskra fanga. „Ef hann segir ekki af sér ætti forsetinn að reka hann,“ sagði demókratinn Tom Harkin og sagði slíkt jákvætt fyrir landið, öryggi hermanna og ímynd Bandaríkj- anna á alþjóðlegum vettvangi. Scott McClellan, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði hins vegar að ráðherrann myndi halda áfram störfum. „Forsetinn kann að meta störf Rumsfelds og hefur mikla trú á leiðtogahæfileikum hans,“ sagði McClellan. Alþjóða Rauði krossinn skýrði frá því í gær að hann hefði marg- sinnis farið þess á leit við banda- rísk stjórnvöld að gripið yrði til aðgerða vegna misþyrminga á föngum í fangelsinu Abu Ghraib. Talsmaður hans sagði að beiðnun- um hefði verið vel tekið. ■ VEXTIR HÆKKAÐIR Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabanka- stjóri segir vaxtahækkun nú varfærið skref. Hagtölur að undanförnu hafi sann- fært bankann um að rétt sé að byrja að kæla hagkerfið. Þensluskeiðið formlega hafið: Seðlabankinn hefur vaxtahækkunarferli FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA NORÐURLJÓS Á FUND ALLSHERJARNEFNDAR Forstjóri og stjórnarformaður Norðurljósa voru boðaðir á fund allsherjarnefndar Alþingis í gær, ásamt erlendum sérfræðingum í fjölmiðlarétti. „Við fórum fram á frest til að skila athuga- semdum, en höfum ekki fengið svar,“ sagði Skarphéðinn B. Steinarsson stjórnarformaður. DONALD RUMSFELD Varnarmálaráðherrann fer fyrir þingnefnd í dag til að svara spurningum um misþyrmingar fanga. ALCAN HAGNAST Álframleiðand- inn Alcan, sem meðal annars rek- ur álverið í Straumsvík, hagnað- ist um andvirði 7,8 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi. Á fyrsta ársfjórðungi í fyrra tæpaði fyrirtækið nær tveimur milljörðum króna. ■ Viðskipti ■ Bandaríkin ■ Miðausturlönd SEX NAGLAR Í HÖFUÐIÐ Banda- rískur verkamaður fékk sex nagla í höfuðið þegar hann féll á félaga sinn sem var að vinna með naglabyssu. Naglarnir skutust í höfuð mannsins og náðu tveir inn í heila. Hann mun þrátt fyrir þetta ná sér að fullu þvert á það sem menn áttu von á. NEITAR AÐ VITNA Annar tveggja rússneskra njósnara sem voru handteknir í Katar vegna morðs- ins á fyrrverandi leiðtoga tsjet- sjenskra aðskilnaðarmanna neit- ar að svara spurningum dómara. Hann segist hafa verið pyntaður af lögreglu. Rússar segja njósn- arana aðeins hafa safnað upplýs- ingum um hryðjuverkamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.