Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 116 stk. Keypt & selt 24 stk. Þjónusta 55 stk. Heilsa 8 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 8 stk. Tómstundir & ferðir 8 stk. Húsnæði 28 stk. Atvinna 22 stk. Tilkynningar 6 stk. Kvenfatnaður í miklu úrvali NÝJAR VÖRUR DAGLEGA! NÝBÝLAVEGUR 12. KOPAVOGUR. SÍMI 554 4433 Opnunartími virka daga 10-18 og laugardaga 10-16 Skrautlegir plasthlutir BLS. 7 Góðan dag! Í dag er föstudagur 7. maí, 128. dagur ársins 2004. Reykjavík 4.38 13.24 22.13 Akureyri 4.08 13.09 22.13 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á Það er engin slorlykt sem mætir manni í fiskbúðinni Fylgifiskum, heldur tælandi angan af nýkokkuðum sælkeraréttum úr framandi og kunnuglegu sjávarfangi. „Það þýðir samt ekkert að vera pempía ætli mað- ur að vinna í fiskbúð,“ segir eigandinn og Suðurnesjamærin Guðbjörg Glóð Logadótt- ir, sem komin er af fiskum og fjölskyldu úr fiskbransanum í Keflavík. Nýverið opnaði hún og hennar fólk útibú Fylgifiska í sæl- keragötunni Skólavörðustíg. „Vegna þess að við höfum trú á miðbænum og vildum kom- ast í nánd við fólk sem er á röltinu, í góðum félagsskap við Heilsuhúsið, Grænan kost og Ostabúðina. Auk þess vantaði matvöru- verslun á þessar slóðir,“ segir Guðbjörg Glóð og bætir við að móttökurnar hafi ein- kennst af gleði íbúanna sem eru kátir að fá svo góða granna í hverfið sitt, en nýja búðin býður m.a. léttari áherslur en á Suðurlands- brautinni; súpur í hádeginu, rétti sem fólk getur borðað strax eða gripið með sér, auk þess sem alltaf er boðið upp á dýrindis sushi á föstudögum. Guðbjörg Glóð segist ekki hafa orðið vör við minnkandi fiskát landsmanna. „Fisk- neysla hefur hins vegar breyst úr því að vera fábrotinn hversdagsmatur. Nú er fisk- máltíð valin þegar fólk vill gera vel við sig í hollum og bragðgóðum mat. Fiskur er því orðinn betri matur og sannarlega ekki rusl- fæði á borðum þegar fiskur á í hlut. Við selj- um mikið af steinbít, rauðsprettu og silung, og svo selst þorskurinn alltaf vel. Þá eigum við eftir að nýta hvalinn miklu betur, sem og hámerategundir og fullt af djúpsjávarfisk- um.“ Fylgifiskar bjóða upp á úrval innfluttra fisktegunda eins og sverðfisk, túnfisk, krabbakjöt og rækjur. Þessa dagana er fisk- borðið að breytast ört og verða sumarlegra, en Guðbjörg Glóð segir vinsælt að koma við á leið í sumarbústað og kaupa fisk á grillið. Fylgifiskar gefa lesendum afar girnilega uppskrift að sumarlegum sælkerafiski. Pressið hvítlauk út í ólífuolíuna og bætið við rósmarín og rifnum berki sítrónanna. Blandið saman sinnepi og teriyaki. Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar, smyrjið með smávegis af olíu og setjið á heitt grillið. Strá- ið Maldon-salti yfir, rétt áður en bera á kart- öflurnar fram. Smyrjið olíu á laxasneiðarnar, kryddið og setjið á grillið. Penslið af og til með olíu. Þegar laxinn er rétt að verða tilbú- inn (forðist að grilla of lengi), smyrjið þá sinnepsblöndunni á fiskinn, og endurtakið tvisvar. Blandið saman afgöngum af sinneps- blöndunni og olíunni, og kreistið út í safa úr einni sítrónu. Notið sem dressingu. Gott er að bera fram á góðri salatblöndu. ■ Guðbjörg Glóð Logadóttir í Fylgifiskum: Engar pempíur í fiskbúð tiska@frettabladid.is Flottir skór eru aðal- málið í dag og galla- buxur eru jafnvel hann- aðar með það í huga að skórnir njóti sín sem best. Þessar buxur og skór úr eX koma ein- staklega vel út saman og eru dæmi um það hvernig unga fólkið vill spóka sig um í sumar. Ástralska tískuvikan stendur nú yfir í Sydney. Þar sýna hönnuðir frá Ástralíu og Asíu vor- og sum- arlínuna sína og má segja að létt- leikinn sé allsráðandi. Hér má sjá módel frá sýningu hönnuðarins Daniel Yam frá Singapore. Appel- sínugulur og túrkísblár eru greini- lega meðal tískulitanna í sumar, hvort sem litið er til Evrópu eða Asíu. Annars þóttu pelsar og skinnföt áberandi í upphafi tískuvikunnar og var þeim teflt gegn sumarlegri og léttari fötum. Azzollini notaði slár úr loðfeldi yfir örsmá bikini og Pleasure State notaði síða pelsa yfir nær- föt. Emily Cheong vafði loðskinns- treflum utan um þau módel sem sýndu kvöldklæðnað. Vertu smart á ströndinni, hvort sem er í svalri gjólunni í Naut- hólsvík eða hita- svækju við Miðjarð- arhafið í sumar. Í Accessorize í Kringlunni fást strandtöskur, hattar, strandskór og fleira sem allt er í stíl. Þótt þú gerir ekki annað en að skoða sumarvör- urnar í búð- argluggun- um og láta þig dreyma um betri tíð ætti það að nægja til að létta lundina í norðan- garranum. Tískuvikunni í Indlandi lauk í Nýju-Delhí á mánudag en for- svarsmenn hennar eru himinlif- andi með hvernig til tókst. Sjá þeir fram á að hagnaður ind- versks tískuiðnaðar af hátíðinni verði mun meiri en búist var við, þar sem áhugi kaupenda reyndist mikill. Hönnuðurinn Rag Raghavendra Rathore skrifaði til að mynda upp á samning við tíu nýjar versl- anir. Guðbjörg Glóð hefur trú á miðbænum, en nýlega opnaði hún girnilegt útibú Fylgifiska á Skólavörðustíg. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR TÍSKUNA Volvo N 720 tankbíll. Var notaður sem vatnsbíll Með dælu og sk. ‘05. Tilbúinn í vinnu. Uppl. 892 3783. Til sölu Tabbert Comtesse 515 hjólhýsi. Ásamt fortjaldi. Verð 1100 þús. Uppl. í s. 892 5870. Til sölu. Þennan litla prins vantar heim- ili hjá góðu fólki, hann er hreinræktað- ur, ættbókarfærður Silki Terrier fæddur 14. febrúar 2004. Nánari uppl. í síma 482 2522. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Grillaður lax og kartöfluskífur með rósmarín og sítrónu 4 x 250 g laxasneiðar 2 hvítlauksrif 2 sítrónur 1 msk. dijon-sinnep Maldon-salt og nýmalaður pipar 4 msk. ólífuolía 1 msk. teriyaki 2 msk. ferskt rósmarín 4 stórar bökunarkartöflur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.