Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 65
FÖSTUDAGUR 7. maí 2004 ■ FRUMSÝNDAR UM HELGINA Leikstjórinn og handritshöfund-urinn Stephen Sommers blés nýju lífi í gömlu Universal-múmí- una með The Mummy árið 1999. Þessi gamla hryllingsmynda- fígúra tók sig býsna vel út í nýju myndinni þar sem hún gerði Rachel Weisz og Brendan Fraser lífið leitt. The Mummy sló í gegn enda tókst Sommers ákaflega vel að blanda saman gríni og spennu í hressilegri poppkorns sumar- mynd með gamalli þrjúbíó stemn- ingu í anda Indiana Jones. Velgengninni fylgdi hann eftir með The Mummy Returns árið 2001 og ári síðar fékk einn vondi kallinn í The Mummy Returns, The Scorpion King, að njóta sín í sinni eigin mynd. Sommers hefur nú gefið múmíunni Imhotep frí en sækir þó enn í smiðju Universal- kvikmyndaversins og stefnir nú öllum helstu óvættum gömlu Uni- versal-hryllingsmyndanna saman í eina mynd sem ber nafn aðal- persónunnar og blóðsugubanans Van Helsing. Van Helsing er erkióvinur Dra- kúla greifa en Sommers stefnir honum nú ekki aðeins gegn tann- hvassa greifanum heldur einnig Úlfmanninum og óskapnaði dr. Frankensteins þannig að það ætti að vera heilmikill handa- gangur í öskjunni. Van Helsing var kominn vel yfir miðjan ald- ur þegar hann kom fyrst fram á sjónarsviðið í skáldsögu Bram Stoker, Dracula, en Sommers hefur kosið að yngja hann hressilega upp, þannig að nú er Van Helsing orðinn heilmikill töffari og minnir um margt á Indiana Jones með barðastóran hatt og ýmis tól og tæki til að kála blóðsugum og öðru hyski. Og til þess að taka af allan vafa á því að Van Helsing sé aðaltöffari sumarsins er X-Men töffaranum Hugh Jackman teflt fram í hlutverkinu. Þessi nýi Van Hels- ing starfar fyrir leynifélag á veg- um Vatíkansins og sér um að upp- ræta óvætti sem herja á mann- kynið í skjóli nætur. Myndin byrj- ar á eltingarleik hans við kleif- hugann dr. Jekyll og hr. Hyde en síðan beinir hann stikum sínum að erkióvininum Drakúla í Transyl- vaníu. Samband blóðsugunnar og ban- ans er síðan öllu flóknara en geng- ur og gerist í myndum um Dra- kúla og Van Helsing því nú er Van Helsing maður án fortíðar og von- ast til að finna lykilinn að fortíð sinni í fórum greifans illa. Í elt- ingarleik sínum við greifann um Transylvaníu kynnist Van Helsing sígaunaprinsessunni Anna Valer- ious en hún er sjálf á eftir Dra- kúla með það fyrir augum að kála honum. Hún er síðasti meðlimur ættar sem Drakúla hefur lagt í einelti öldum saman og takist henni ekki að koma fleyg í hjarta blóðsugunnar er öll ætt hennar dæmt til eilífrar vítisvistar. Þannig að það er mikið í húfi hjá bæði skúrkum og hetjum þessar- ar fyrstu stóru ævintýramyndar sumarsins. ■ << VAN HELSING Internet Movie Database 5.4 /10 Rottetomatoes.com 33% = Rotin Metacritic.com 45 /100 YOU GOT SERVED >> Internet Movie Database 1.6 /10 (1. sæti, verstu myndir allra tíma) Rottetomatoes.com 17% = Rotin Metacritic.com 33/100 Entertainment Weekly C+ Los Angeles Times 3 stjörnur (af fimm) Blóðdrykkja, hvítlaukur, krossar og stuð VAN HELSING Er orðinn öllu meiri töffari en aðdáendur Drakúla eiga að venjast. Það veitir þó ekki af þar sem nú þarf kappinn ekki aðeins að takast á við blóðsugugreifann heldur einnig varúlf og óskapnað dr. Frankensteins. Leikarinn Colin Farrell hefurtekið að sér annað aðalhlut- verkið í mynd um Pocahontas sem heitir The New World. Mynd- in, sem er byggð á sannsöguleg- um atburðum, á reyndar að vera öllu heitari í ástarsenunum en Disney-teiknimyndin var. Til dæmis verður sú staðreynd ekki fegruð að Pocahontas var bara 11 ára gömul þegar Smith og herlið hans mættu á svæðið. Hermaður- inn var þá 42 ára. Ekki verður svo litið framhjá þeirri staðreynd að Pocahontas dó 20 ára gömul úr stórubólu. Farrell mun leika enska her- manninn John Smith sem ferðast til Norður-Ameríku og verður ást- fanginn af indíánaprinsessunni Pocahontas. Ekki hefur enn tekist að finna stúlku í aðalhlutverkið og eru framleiðendur í stökustu vand- ræðum þar sem tökur eiga að hefjast í júlí. Christopher Plummer hefur tekið að sér hlutverk ensks her- foringja. ■ POCAHONTAS Óhætt er að fullyrða að staðreyndir hafi verið fegraðar í teiknimynd Disney. Þar kom t.d. hvergi fram að indíánaprinsessan var bara 11 ára þegar hún kynntist John Smith. Farrell með 11 ára Pocahontas ■ KIKMYNDIR ■ FRUMSÝND Í DAG KATE BECKINSALE Leikur sígaunaprinsessuna Anna Valerious sem gengur í lið með Van Helsing í baráttunni við Drakúla og hyski hans. Beckinsale er öllu vön í vampírufræðunum en hún er nýbúin að klæða sig úr latexgallanum sem hún skartaði í Underworld. Þar lék hún blóðsugu en nú hefur dæmið snúist við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.