Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 18
Þegar Egill Helgason byrjaði með Silfrið sitt á Stöð 2 í haust semleið var auglýsing Brimborgar „Öruggur staður til að vera á“jafnan leikin áður en þátturinn hófst. Þetta var vel við hæfi í ljósi þess að Egill hafði – eftir því sem hann segir sjálfur og ekki hefur ver- ið mótmælt – verið hrakinn af Skjá 1 af því að skoðanir hans og vinnu- brögð fylgdu ekki einhverjum pólitískum viðhorfum hjá stjórnendum stöðvarinnar. Egill tók hatt sinn og staf og færði sig yfir á Stöð 2. Hann nýtti sér það sem helsti brautryðjandi frjálshyggju á Íslandi, Hannes Hólm- steinn Gissurarson, kallar hnyttilega „áfrýjunarmöguleika“ í grein í Morgunblaðinu í gær. Svo einkennilega vill til að um leið og Hannes Hólmsteinn leggur áherslu á að frelsið sé dreifing valdsins, val um marga kosti, tekur hann sér fyrir hendur að verja dæmalausa atlögu að tjáningarfrelsinu í mynd fjölmiðlafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Jafnvel lærisveinum Hannesar Hólmsteins í Frjálshyggjufélaginu blöskrar þegar þeir hlusta á málflutning síns gamla kenniföður eins og lesa mátti í snjallri grein eftir ungan mann, Sævar Guðmundsson, í sama tölublaði Morg- unblaðsins. „Sú mótsagnakennda röksemd er notuð af Hannesi og stuðningsmönnum frumvarpsins að til þess að vernda tjáningarfrelsið þurfi að koma í veg fyrir að ákveðnir aðilar tjái sig með rekstri ljós- vakamiðils,“ skrifar Sævar. Þeir sem sóttu sellufundi íslenskra sósíalista meðan sú hreyfing var og hét fyrr á árum kannast við hugsunina – eða öllu heldur hugsunar- villuna – í lykilspurningu Hannesar Hólmsteins í vörninni fyrir fjöl- miðlafrumvarpið: „Ef Jón Ásgeir Jóhannesson á alla fjölmiðlana ís- lensku, hvar á þá sá að taka til máls opinberlega, sem vill gagnrýna hann eða fyrirtæki hans, Baug?“ Svarið er einfaldlega að frelsið – frjáls markaður og frjáls sam- keppni – mun koma í veg fyrir að allir fjölmiðlar safnist á hendur eins manns. Það er alltaf áfrýjunarmöguleiki í frjálsu markaðsþjóðfélagi. Það eina sem gæti breytt því væri að stjórnlyndir ráðamenn breyttu lögum og bönnuðu ákveðnum mönnum að halda úti fjölmiðlum. En jafn- vel í slíkum tilvikum ætti að mega treysta því að réttarríkið – sem hið frjálsa þjóðfélag grundvallast á – sæi til þess að lög er tálmuðu tjáning- arfrelsi yrðu dæmd úr leik. Í frjálsu þjóðfélagi er vissulega hægt að nota – eða misnota vilji menn frekar nota það hugtak – fjölmiðla í þágu ákveðinna skoðana eða þröngra sérhagsmuna. En þó að ráðamönnum mislíki einhverjar skoð- anir í fjölmiðlum – og það jafnvel með góðum og gildum rökum – hafa þeir hvorki lagalegan né siðferðislegan rétt til að taka fjölmiðlana af eigendum sínum og færa þá í hendur annarra sem hafa skoðanir sem þeim eru þóknanlegar. Um það grundvallaratriði er tekist á í deilunni um fjölmiðlafrumvarpið. Sævar Guðmundsson segir réttilega í áðurnefndri grein í Morgunblaðinu að skringilegt sé að horfa upp á menn, sem þykist verja frelsið, tala eins og þeir hafi vit og þroska til að ákveða hver megi eiga hvað, og hvernig menn megi nota fjölmiðla sína. Fjölmiðlafrumvarpið er af ætt forsjárhyggju og það sæmir ekki jafn ágætum forgöngumanni frjálsræðis og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni að gerast málsvari þeirrar forneskju sem í því birtist. ■ Pétur Blöndal alþingismaður sagði í morgunþætti Stöðvar 2 í gær að það gerði tvo erlenda lög- fræðinga og fræðimenn sem töl- uðu á fundi um fjölmiðlafrum- varpið í fyrradag ótrúverðuga að þeir hefðu komið hingað í boði og á kostnað Norðurljósa. Sjónarmið Péturs á vissulega rétt á sér og ánægjulegt að sjá hjá stjórnar- þingmanni prinsippfestuna og sið- vendnina sem þarna birtist gagn- vart hagsmunatengingum. Hvorki þeir Filip van Elsen né Floyd Abrams eru hins vegar menn af því tagi sem selja orðspor sitt eins og menn eru fljótir að átta sig á ef þeim er slegið upp á Netinu. Þarna eru á ferðinni algerlega ótvíræðir þungavigtarmenn úr sitt hvorri heimsálfunni, Evrópu og Amer- íku. Það vekur hins vegar athygli að báðir þessir menn, hvor úr sinni áttinni, komast að því að fjöl- miðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar sé á gráu svæði gagnvart alþjóða- lögum og mannréttindareglum – og gangi miklu lengra en nokkrar reglur sem þekkjast í hinum vest- ræna heimi. Hér heima hafa virtir lögfræð- ingar látið þá skoðun í ljós að lík- legt sé að frumvarpið brjóti gegn atvinnufrelsisákvæðum og jafnvel tjáningarfrelsisákvæðum stjórnar- skrárinnar. Sú skoðun hefur vissu- lega verið véfengd af öðrum lög- mönnum, sem ekki síður þykja eiga talsvert undir sér. Það breytir ekki því, að um þetta er nokkur vafi. Halldór Ásgrímsson sagði í Kastljósi Sjónvarps í síðustu viku að það kæmi ekki til greina að setja lög sem brytu í bága við stjórnar- skrána, nóg væri komið af slíkum mistökum og menn myndu nú við- hafa sérstaka gát í þessu máli. At- hyglisvert er að í þau fyrri skipti sem ríkisstjórnin braut stjórnar- skrá studdist hún við lögfræðileg álit lærðra manna – og er vonandi að ráðherrar og þingmenn hlusti nú á fleiri sjónarmið í þessum efn- um en áður. Ein rökin fyrir setningu fjöl- miðlalaganna eru að verið sé að uppfylla þjóðréttarlegar skuld- bindingar sem menn hafa undir- gengist í tengslum við tilmæli Evr- ópuráðsins. Fram hefur komið að það sé nokkuð sérkennileg túlkun á orðinu „skuldbinding“ að kalla þessi tilmæli skuldbindingu, jafn- vel þó það henti í röksemdafærsl- unni með frumvarpsgerðinni. Hitt er sönnu nær að Ísland hefur þjóð- réttarlegar skuldbindingar gagn- vart EES-samningnum og um þær er ekki hægt að deila. Eitt það at- hyglisverðasta í málflutningi Fil- ips van Elsens á fundi Norðurljósa í fyrradag var einmitt afdráttar- laus skoðun hans um að frumvarp- ið bryti gegn EES. Hann benti sér- staklega til reglna um frjálst flæði fjármagns og hins svokallaða staðfesturéttar sem skilgreindur er í 31. gr. samn- ingsins. En þar segir í meginreglu: „Innan ramma ákvæða samnings þessa skulu engin höft vera á rétti ríkisborgara aðildarríkis EB eða EFTA-ríkis til að öðlast staðfestu á yfirráðasvæði einhvers annars þessara ríkja“. Samkvæmt þessum belgíska sérfræðingi í evrópskum samkeppnis- og fjölmiðlalögum er í fjölmiðlafrumvarpinu verið að setja upp tilbúin höft sem tak- marka staðfesturétt og fjárfest- ingu á óeðlilegum grundvelli – þ.e.a.s. að það eru ekki lögmætar ástæður fyrir takmörkuninni. Nú má til sanns vegar færa að Filip van Elsen var hér á vegum Norður- ljósa og Pétur Blöndal hefur bent á að því beri að taka hann með fyrir- vara. Þá ber svo við að íslenskur lögmaður, Stefán Geir Þórisson, hafði áður bent á nákvæmlega sama hlut og gert um það fyrir- spurn til Davíðs Þórs Björgvins- sonar á lögmannafundi á dögunum, en Davíð Þór er einn af höfundum bæði fjölmiðlaskýrslunnar og frumvarpsins. Stefán Geir ítrekaði sjónarmið sín og áhyggjur í gagn- merkri Morgunblaðsgrein á mið- vikudagsmorgun. Það athyglis- verða við eftirgrennslan Stefáns Geirs á lögmannafundinum var að Davíð Þór viðurkenndi að ekert ráðrúm hefði gefist til að kanna EES-hliðina á þessum aðgerðum. Séu einungis þessir lagatækni- legu þættir málsins hafðir í huga, að stjórnvöld eiga á hættu að brjóta stjórnarskrá lýðveldisins og ákvæði EES-reglna ef lögin fara óbreytt í gegn, er fullt tilefni – og tækifæri – fyrir stjórnvöld til að staldra við. Það þýðir ekki að stjórnvöld hafi tapað einhverjum slag eða forsætisráðherra hafi verið beygður. Það þýðir einfald- lega að menn hafi áhuga á góðri stjórnsýslu og sé umhugað um löggjafarvald sitt. Ríkisstjórnin hefur áður sent vafamál til ESA til umsagnar og ekki verið minnkun í því. Nú er fullt tilefni til að íhuga slíkar leiðir þó menn hafi í kjána- legu þjóðrembustolti hafnað því að fá umsögn um frumvarpið frá Evrópuráðinu. Ef nýlegar illsakir sem forustumenn Sjáfstæðis- flokksins hafa troðið við ESA út af ríkisábyrgðarmáli Íslenskrar erfðagreiningar koma í veg fyrir að menn geti leitað þangað, þá þarf í það minnsta að setja af stað umfangsmikla vinnu í að kanna hvort og hvernig þetta nýja frum- varp stangast á við raunverulegar þjóðréttarlegar skuldbindingar. Davíð Oddsson og ríkisstjórn hans ættu því að líta á þá þjóðréttar- legu óvissu sem komin er í ljós sem kærkomið tækifæri til að fresta málinu á meðan það er skoðað og hugsanlegir agnúar skornir af málinu þannig að friður geti skapast um það. ■ 7. maí 2004 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Vörn fjölmiðla felst í frjálsum markaði og samkeppni. Að taka hatt sinn og staf Fullt tilefni til frestunar ORÐRÉTT Er ekki enn prentfrelsi? Ef Jón Ásgeir Jóhannesson á alla fjölmiðlana íslensku, hvar á þá sá að taka til máls opinber- lega, sem vill gagnrýna hann eða fyrirtæki hans, Baug? Hannes Hólmsteinn Gissurarson pró- fessor ver fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar í nafni frjálshyggjunnar. Morgunblaðið 6. maí. Öðruvísi mér áður brá Hannes Hólmsteinn Gussurar- son er ekki frjálshyggjumaður. Sævar Guðmundsson, stjórnarmaður í Frjálshyggjufélaginu, segir prófess- orinn notast við ýmis rök og fullyrð- ingar sem ekki séu samrýmanleg þeirri stefnu sem hann hafi löngum kennt sig við. Morgunblaðið 6. maí. Hverjir ýta körlunum? Það er hreinlega til skammar hvernig hæfileikaríkar konur hafa mátt þola það að körlum sé ýtt á fremstu fjöl meðan þær sjálfar hafa fengið að bíða í skugganum. Kristján Hreinsson skáld um hina lífseigu leiklistarklíku. DV 6. maí. Bilun í hugbúnaði Maddaman er því miður óað- gengileg vegna bilunar í hug- búnaði. Maddaman biðst vel- virðingar á uppákomunni. Orðsending frá stjórnendum vefsíð- unnar maddaman.is eftir að þar birt- ist umdeildur pistill framsóknar- mannsins Jóns Einarssonar þar sem vikið var að afa nafngreinds alþing- ismanns. Maddaman.is. Svona gera menn ekki... Nasistamál Maddömunnar kom upp á Alþingi... Menn þóttu merkja það á Davíð Oddssyni forsætisráðherra að hann hefði hvítnað upp við þessi orð. Skömmu síðar sást til hans á tali við litlu Fram- sóknarmennina Birki Jón Jóns- son og Dagnýju Jónsdóttur á göngum þingsins. Örstuttu síð- ar var búið að skjóta niður Maddömuvefinn... Óþekktur heimildarmaður DV með augu og eyru opin í þinghúsinu. DV 6. maí. FRÁ DEGI TIL DAGS Svarið er einfaldlega að frelsið - frjáls markaður og frjáls samkeppni - mun koma í veg fyrir að allir fjölmiðlar safnist á hendur eins manns. Það er alltaf áfrýj- unarmöguleiki í frjálsu markaðsþjóðfélagi. ,, Kaupendur finnast Þeir sem hafa áhyggjur af því að ljósvaka- miðlar Norðurljósa, svo sem Stöð tvö, Sýn, Bylgjan og PoppTíví, leggi upp laupana við samþykkt fjölmiðlafrumvarps Davíðs Oddssonar virðast geta sofið rólegir. Í Morgun- blaðinu í gær segir Gunnar Jóhann Birgis- son hæstaréttarlög- maður, stjórnarfor- maður Skjás eins, að „kaupendur muni finn- ast“. Minnir hann á að Skjár einn hafi á sínum tíma reynt að eignast Norðurljós en ekki fengið þegar Baugur kom til skjalanna. Gunnar Jóhann getur þess ekki að auðvitað munu kjörin á sjón- varpsstöðinni verða viðráðanlegri nú en áður enda eigendur í engri samningsstöðu þegar búið verður að setja lög sem banna þeim að eiga fyrirtækið. Fyrirmyndarstöð? Og Morgunblaðið er blessunarlega ekki að rifja upp sorgarsöguna frá því í fyrra þegar eigendur Skjás eins blésu í herlúðra og opnuðu nýja áskriftarsjónvarpsstöð í sam- keppni við Stöð tvö. Þá áttu aldeilis að verða tímamót. En hvernig skyldi sá rekst- ur hafa gengið? Hverjar voru viðtökur áhorfenda? Var efnið fjölbreytt? Veit nokk- ur hvað varð um Skjá tvo? Hættir Silfrið? Egill Helgason ætti að gæta tungu sinnar þessa dagana. Hann hefur verið að gagn- rýna Davíð Oddsson og fjölmiðlafrumvarp- ið og fengið fyrir það ákúrur frá málsmet- andi mönnum. Stutt er síðan eigendur Skjás eins tóku Silfrið hans af dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar og ráku hann. Eitt- hvað þótti hann hafa talað ógætilega um stjórnmál og ekki valið sem heppilegasta gesti. Egill fékk þá inni með þáttinn sinn á Stöð tvö, þar sem hann blómstrar. En hætt er við að gamanið kárni ef hans fyrri vinnuveitendur eignast nú Stöð tvö og sam- eina hana Skjá ein- um eins og þeir boða. Er líklegt að Markús Örn bjóði Egil velkominn? Nú reynir á ímyndunar- aflið! Í DAG Fjölmiðlafrumvarpið BIRGIR GUÐMUNDSSON degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.