Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 10
10 7. maí 2004 FÖSTUDAGUR UNNIÐ VIÐ FANGABÚÐIR Bandarískur hermaður vinnur hér við upp- setningu vírgirðingar utan um svæði við Abu Ghraib-fangelsi í útjaðri Bagdad þar sem þúsundir fanga verða vistaðar. STJÓRNMÁL Samfylkingin segir það ekki rétt að flokkurinn hafi sér- staklega óskað eftir nákvæmlega 500 þúsund króna framlögum frá fyrirtækjum fyrir síðustu alþing- iskosingar líkt og kom fram í Rík- isútvarpinu í gær. Í umræðum um opið bókhald flokkanna á Alþingi fyrr í vikunni var Samfylkingin gagnrýnd fyrir að greina ekki frá því hvað hún hefði fengið í framlög frá fyrir- tækjum þrátt fyrir að hafa lofað því fyrir kosningar. Helgi Hjörvar þingmaður sagði ástæðuna vera þá að flokkurinn greindi einungis frá framlögum sem væru hærri en 500 þúsund krónur og þar sem flokkur- inn hefði ekki fengið nein slík framlög hefði ekki verið frá neinu að greina. Ríkisútvarpið fullyrti í gær að Samfylkingin hefði beinlínis óskað eftir nákvæmlega 500 þúsund króna framlögum til þess að vera undir þeim mörkum sem flokkur- inn lofaði að gefa upp. Í tilkynn- ingu frá Samfylkingunni segir að á meðal heimilda sem Ríkisútvarpið hafi stuðst við hafi verið bréf sem Samfylkingin sendi Íslenskri erfðagreiningu. Samfylkingin seg- ir að hvergi í bréfinu komi fram að flokkurinn hafi óskað eftir ná- kvæmlega 500 þúsund krónum. „Fullyrðing fréttamanns er því röng, en til þess fallin að hlustend- ur telji flokkinn vísvitandi vilja leyna því hvaðan hann fær fjár- framlög,“ segir í tilkynningunni. ■ HEILBRIGÐISMÁL Samningaviðræð- ur standa nú yfir milli Heilsu- gæslunnar og Landspítala - há- skólasjúkrahúss um að LSH yfir- taki alla þá rannsóknarvinnu sem farið hefur fram á heilsugæslu- stöðvunum til þessa. Að sögn Guð- mundar Einarssonar, forstjóra Heilsugæslunnar, er ekki komin niðurstaða í viðræðurnar, en lík- legt er talið að af þessum flutningi verði. Þær sex rannsóknarstofur sem nú eru starfræktar á heilsugæslu- stöðvunum verða ekki lagðar nið- ur, en starfssvið þeirra mun breytast. Þar verða áfram tekin sýni, svo sem blóðsýni, að sögn Guðmundar. Hins vegar verða þau unnin á LSH. Sjö meinatæknum sem starfað hafa á rannsóknarstofunum hefur verið boðið starf á spítalanum. Sagði Guðmundur að sú hagræð- ing sem af þessu hlytist gæti skil- að allt að 50 milljóna króna sparn- aði á ársgrundvelli, að því er áætl- að væri. Hann sagði að einnig hefði ver- ið inni í myndinni að stofna eina miðlæga rannsóknarstofu, en menn hölluðust frekar að fyrr- nefnda kostinum, það er að flytja starfsemina á spítalann. Kristín Hafsteinsdóttir, for- maður Meinatæknafélags Íslands, sagði að mikil óánægja væri með- al umræddra sjö meinatækna vegna málsins. „Þeim er ekki beinlínis sagt upp, heldur eru þær færðar inn á annan vinnustað og lækkaðar tals- vert mikið í launum,“ sagði Krist- ín. „Það er ekki einu sinni hægt að berjast gegn því, í mesta lagi hægt að fá smá mýkingu á högg- ið.“ Hún sagði að allar konurnar gegndu starfi yfirmeinatækna á rannsóknarstofunum og væru með sitt aðstoðarfólk. Það gæfi auga leið að þær myndu lækka í launum, en reynt yrði með öllum ráðum að koma í veg fyrir það. Ákveðinn hefði verið fundur þann 11. þessa mánaðar og þá yrði far- ið yfir stöðu launamála. Þær fengju ekki rétt til biðlauna í eitt ár, því heilsugæslan hefði verið undir Reykjavíkurborg þar til fyrir 14 árum. Rétturinn tæki ekki gildi fyrr en fólk hefði unnið hjá ríkinu í 15 ár eða lengur. „Það er kvíðaefni þegar svona er gert,“ sagði Kristín. jss@frettabladid.is Áskorun Öryrkjabandalagsins: Ríkið standi við sam- komulag ÁSKORUN Öryrkjabandalag Íslands átelur harðlega að rúmir fjórir mánuðir hafi nú liðið án þess að þorri öryrkja hafi fengið greiddar þær bætur sem samið var um í að- draganda síðustu alþingiskosn- inga, en aðalfundur stjórnar bandalagsins fundaði í fyrradag. Skorar fundurinn á alþingis- menn að standa við það samkomu- lag sem gert var og kynnt ræki- lega fyrir kosningar. Að öðrum kosti þurfi Öryrkjabandalagið enn eina ferðina að leita viður- kenningar dómstóla á þeim van- efndum sem um ræðir. ■ Háskóli Íslands: Samið við Vinnueftirlitið SKÓLAMÁL Vinnueftirlitið og Há- skóli Íslands undirrituðu í gær samstarfssamning um rannsókna- stofu í vinnuvernd. Markmið samningsins er að efla rannsóknir og fræðslu á sviði vinnuverndar en fram til þessa hafa rannsóknir af þessu tagi fyrst og fremst verið stundaðar í rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins. Rannsóknastofa í vinnuvernd mun hafa það hlutverk að eiga frumkvæði að og sinna þverfag- legum rannsóknum á sviði vinnu- verndar í samstarfi við rann- sókna- og heilbrigðisdeild Vinnu- eftirlitsins og ýmsar aðrar deildir Háskóla Íslands. ■ ALÞINGI Heildarkostnaður ríkis- og sveitarfélaga við veiðar á ref og mink frá 1995 til 2004 nemur um 765 milljónum króna, samkvæmt svari umhverfisráðherra við fyrir- spurn Gunnars Birgissonar, Sjálf- stæðisflokki, um refa- og minka- veiðar. Kostnaðurinn skiptist þannig að til refaveiða hafa farið 460 milljónir og til veiða á mink rúmlega 300 milljónir. Í svarinu kemur fram að kostn- aður við refaveiðar hefur árlega verið á bilinu 40 til 60 milljónir, en kostnaður við veiðar á minki hefur aukist á tímabilinu og vaxið úr rúmum 20 milljónum árið 1995, upp í um 45 milljónir á síðasta ári. Á því tímabili sem skoðað var hefur áætluð stærð refastofnsins vaxið úr um 3.000 refum upp í rúm 7.500 dýr haustið 2001. Upplýsing- ar um stærð minkastofnsins liggja ekki fyrir og reyndist því ómögu- legt að gefa yfirlit yfir þróun stofnsins á tímabilinu. Í niðurstöð- um nefndar um minkastofninn, sem nýlega skilaði tillögum til um- hverfisráðuneytisins um aðgerðir gegn stofninum, er talið að stofn- inn sé að allt að 35.000 dýr að hausti, en jafnframt bent á að nefndar hafi verið hærri tölur. ■ Heildarkostnaður við veiðar á ref og mink: Um 765 milljónir MINKA- OG REFAVEIÐAR Áætluð stærð refastofnsins hefur vaxið úr um 3.000 refum upp í rúm 7.500 dýr og talið er að minkastofninn sé allt að 35.000 dýr að hausti. KOSTNAÐUR VIÐ VEIÐAR (í milljónum króna) Ár Refur Minkur Samtals 2003 56,5 45,2 101,7 2002 58,3 40,6 98,9 2001 57,0 41,0 98,0 2000 54,3 35,4 89,7 1999 57,3 31,2 88,5 1998 46,7 31,6 78,3 1997 40,9 30,0 70,9 1996 48,8 27,6 76,4 1995 40,2 22,2 62,4 Samtals 460,0 304,8 764,8 Samfylkingin gagnrýnir fréttaflutning Ríkisútvarpsins: Ekki vísvitandi að blekkja fólk HELGI HJÖRVAR Þingmaður Samfylkingarinnar sagði Samfylkinguna ekki hafa fengið nein framlög hærri en 500 þúsund krónur. Flutningur rannsókna skilar 50 milljónum Í undirbúningi er að flytja allar rannsóknir, sem nú eru unnar á heilsugæslustöðvum á Reykja- víkursvæðinu, til Landspítala - háskólasjúkrahúss. Er áætlað að sá flutningur geti skilað sparnaði upp á um 50 milljónir króna. Mikil ólga er meðal meinatækna vegna málsins. RANNSÓKNIR Flutningur rannsókna frá heilsugæslustöðvum til Landspítala er talinn skila um 50 milljónum í sparnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.