Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 29
Gosbrunnar setja svip á garðinn BLS. 12 Sumarbústaður í miðju íbúðahverfi 2 Landnemar við Elliðavatn 4 Prímúlur vinsælustu garðablóm veraldar 4 Elsta tré Hafnarfjarðar 6 Krydd í sumarhúsalóðina 6 Burknar og rósir á sumarbústaðalóðir 6 Lystigarður við Grundarstíg 8 Garðyrkjubækur eru þarfaþing 10 Skraut gefur garðinum sterkan svip 10 Uppáhaldsblóm Spaugstofubræðra 12-13 Gosbrunnar í görðum 12 Jarðarber má rækta með natni 14 Elsta tré í Reykjavík 15 GARÐAR BLÓM RÓSIR ÁBURÐUR TRÉ PRÍMÚLUR SUMARHÚS HEGGUR BÆKUR GOSBRUNNAR BURKNAR SILFURREYNIR TÖFRATRÉ SKRAUT HÖFUÐKLUKKA ROÐAFÍFILL LYSTIHÚS SKÓGARSNOTRA BÓNDARÓS ÍGULRÓS Verðlaunagarður: Útiveran er svo gefandi „Maðurinn minn heitinn var sá sem skipulagði og sá um garðinn í upphafi. Ég ætlaði mér aldrei að vera í garðinum en svo þróuðust málin þannig að ég fékkst varla inn á kvöldin,“ segir Erna Jónsdótt- ir á Seltjarnarnesi, sem hefur tvisvar fengið verð- laun fyrir garðinn sinn. Í seinna skiptið var hann valinn fallegasti garðurinn á Seltjarnarnesi og segir Erna að það hafi komið henni mikið á óvart. „Fólk sagði við okkur að hérna myndi aldrei neitt gróa út af rokinu og kuldanum. Annað kom í ljós og í garðinum er mikil gróðursæld og gott skjól,“ segir Erna. Hún segir fjölskylduna hafa notað garðinn mjög mikið og á sumrin hafi þau gjarnan setið og borðað þar allar máltíðir dagsins. Garðurinn var hvorki sérstaklega hannaður né teiknaður upp. Hann þróaðist eftir því sem þeim hjónum datt í hug hverju sinni og þau hugsuðu fyrst og fremst um notagildi hans. „Tvisvar hafa menn hringt bjöllunni hérna hjá mér og spurt hvernig ég fari að því að halda gras- inu svona fallegu,“ segir Erna og hlær en segist ekki hafa afgerandi svar við þeirri spurningu. Ekki segist hún eyða mjög miklum tíma við vinnu í garðinum en tekst þó á við verkin jafnóðum. „Ég er skipulögð með garðverkin og passa að láta þau ekki hlaðast upp því þá verður vinnan of mikil. Langbest að gera hlutina jafnóðum.“ Garð- inn sér Erna alveg um sjálf nema einu sinni á ári fær hún mann til að klippa trén. Að öðru leyti eru verkin öll í hennar höndum en þau felast mest í því að slá og klippa. Stærsta verkið hennar í ár er þó vinnan við garðhúsgögnin. „Ég er einna stoltust af garðmublunum mínum. Þær voru orðnar ansi veðraðar og ég tók mig til í vetur og réðst á þær með juðara og bar svo olíu á viðinn,“ segir Erna. Mublunum er haganlega kom- ið fyrir þar sem gengið er út í garðinn og hægt að sitja þar og njóta kaffibolla í rólegheitunum og horfa út yfir garðinn. „Útiveran er svo gefandi og hvergi betra að vera en í garðinum þegar maður þarf að hlaða batteríin.“ ❃ [ Efni ] Erna Jónsdóttir klippir lerkið í keiluform á sumrin. Himalayaeinirinn (til hægri) er óvenjustór. M yn d/ G VA Garðyrkjubækur eru fullar af fróð- leik og góðum ráðum fyrir fagfólk og hinn almenna garðeiganda. [ GARÐYRKJUBÆKUR ] Þarfaþing á þessum árstíma Góðar bækur um garðrækt eru þarfaþing á flestum heimilum. Þeir sem hafa yfir einhverjum lendum að ráða til blóma- og trjáræktar leita sér þar fróðleiks og hugmynda og hinir sem engan eiga garðinn geta alltaf látið sig dreyma. Við leit- uðum upplýsinga hjá Máli og Menningu um þær íslensku garð- yrkjubækur sem nú eru á markað- inum og fengum þær ánægjulegu upplýsingar að Stóra garðabókin eftir Ágúst H. Bjarnason væri á dúndurtilboði þessa dagana, 4.990 krónur og hefði lækkað úr 9.990. Þetta er alfræði garðeigandans og Ágúst var ekki einn í ráðum því meðritstjórar eru þeir Óli Valur Hanson og Þorvaldur Kristinsson. Aðra bók er vert að nefna. Hún heitir Villigarðurinn og er eftir Þor- stein Úlfar Björnsson. Lítil bók og undirtitill hennar er Garðyrkjuhand- bók letingjans. Hún kostar 878 krónur og í henni er fullt af mynd- um. Enn ein áhugaverð bók um þessi efni heitir Garðverkin eftir Stein Kárason. Þar eru hagnýt ráð um ræktunarstörf í görðum, gróður- húsum, sumarbústaðalöndum og leiðbeiningar um lífræna ræktun. Verð hennar er 3.980. Vídeóspóla eftir Stein Kárason er líka til. Það heitir Klipping og um- hirða trjáa og runna og eins og nafnið ber með sér birtir það ráð- leggingar við að hemja trjágróður. Auk þessar eru margar erlendar bækur til á markaði sem vissulega má sækja góðar hugmyndir í um skipulag og uppsetningar. Með hlýn- andi loftslagi eru líka æ fleiri teg- undir sem til skamms tíma þrifust ekki á Íslandi, að skjóta hér rótum. ❃
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.