Fréttablaðið - 07.05.2004, Page 29

Fréttablaðið - 07.05.2004, Page 29
Gosbrunnar setja svip á garðinn BLS. 12 Sumarbústaður í miðju íbúðahverfi 2 Landnemar við Elliðavatn 4 Prímúlur vinsælustu garðablóm veraldar 4 Elsta tré Hafnarfjarðar 6 Krydd í sumarhúsalóðina 6 Burknar og rósir á sumarbústaðalóðir 6 Lystigarður við Grundarstíg 8 Garðyrkjubækur eru þarfaþing 10 Skraut gefur garðinum sterkan svip 10 Uppáhaldsblóm Spaugstofubræðra 12-13 Gosbrunnar í görðum 12 Jarðarber má rækta með natni 14 Elsta tré í Reykjavík 15 GARÐAR BLÓM RÓSIR ÁBURÐUR TRÉ PRÍMÚLUR SUMARHÚS HEGGUR BÆKUR GOSBRUNNAR BURKNAR SILFURREYNIR TÖFRATRÉ SKRAUT HÖFUÐKLUKKA ROÐAFÍFILL LYSTIHÚS SKÓGARSNOTRA BÓNDARÓS ÍGULRÓS Verðlaunagarður: Útiveran er svo gefandi „Maðurinn minn heitinn var sá sem skipulagði og sá um garðinn í upphafi. Ég ætlaði mér aldrei að vera í garðinum en svo þróuðust málin þannig að ég fékkst varla inn á kvöldin,“ segir Erna Jónsdótt- ir á Seltjarnarnesi, sem hefur tvisvar fengið verð- laun fyrir garðinn sinn. Í seinna skiptið var hann valinn fallegasti garðurinn á Seltjarnarnesi og segir Erna að það hafi komið henni mikið á óvart. „Fólk sagði við okkur að hérna myndi aldrei neitt gróa út af rokinu og kuldanum. Annað kom í ljós og í garðinum er mikil gróðursæld og gott skjól,“ segir Erna. Hún segir fjölskylduna hafa notað garðinn mjög mikið og á sumrin hafi þau gjarnan setið og borðað þar allar máltíðir dagsins. Garðurinn var hvorki sérstaklega hannaður né teiknaður upp. Hann þróaðist eftir því sem þeim hjónum datt í hug hverju sinni og þau hugsuðu fyrst og fremst um notagildi hans. „Tvisvar hafa menn hringt bjöllunni hérna hjá mér og spurt hvernig ég fari að því að halda gras- inu svona fallegu,“ segir Erna og hlær en segist ekki hafa afgerandi svar við þeirri spurningu. Ekki segist hún eyða mjög miklum tíma við vinnu í garðinum en tekst þó á við verkin jafnóðum. „Ég er skipulögð með garðverkin og passa að láta þau ekki hlaðast upp því þá verður vinnan of mikil. Langbest að gera hlutina jafnóðum.“ Garð- inn sér Erna alveg um sjálf nema einu sinni á ári fær hún mann til að klippa trén. Að öðru leyti eru verkin öll í hennar höndum en þau felast mest í því að slá og klippa. Stærsta verkið hennar í ár er þó vinnan við garðhúsgögnin. „Ég er einna stoltust af garðmublunum mínum. Þær voru orðnar ansi veðraðar og ég tók mig til í vetur og réðst á þær með juðara og bar svo olíu á viðinn,“ segir Erna. Mublunum er haganlega kom- ið fyrir þar sem gengið er út í garðinn og hægt að sitja þar og njóta kaffibolla í rólegheitunum og horfa út yfir garðinn. „Útiveran er svo gefandi og hvergi betra að vera en í garðinum þegar maður þarf að hlaða batteríin.“ ❃ [ Efni ] Erna Jónsdóttir klippir lerkið í keiluform á sumrin. Himalayaeinirinn (til hægri) er óvenjustór. M yn d/ G VA Garðyrkjubækur eru fullar af fróð- leik og góðum ráðum fyrir fagfólk og hinn almenna garðeiganda. [ GARÐYRKJUBÆKUR ] Þarfaþing á þessum árstíma Góðar bækur um garðrækt eru þarfaþing á flestum heimilum. Þeir sem hafa yfir einhverjum lendum að ráða til blóma- og trjáræktar leita sér þar fróðleiks og hugmynda og hinir sem engan eiga garðinn geta alltaf látið sig dreyma. Við leit- uðum upplýsinga hjá Máli og Menningu um þær íslensku garð- yrkjubækur sem nú eru á markað- inum og fengum þær ánægjulegu upplýsingar að Stóra garðabókin eftir Ágúst H. Bjarnason væri á dúndurtilboði þessa dagana, 4.990 krónur og hefði lækkað úr 9.990. Þetta er alfræði garðeigandans og Ágúst var ekki einn í ráðum því meðritstjórar eru þeir Óli Valur Hanson og Þorvaldur Kristinsson. Aðra bók er vert að nefna. Hún heitir Villigarðurinn og er eftir Þor- stein Úlfar Björnsson. Lítil bók og undirtitill hennar er Garðyrkjuhand- bók letingjans. Hún kostar 878 krónur og í henni er fullt af mynd- um. Enn ein áhugaverð bók um þessi efni heitir Garðverkin eftir Stein Kárason. Þar eru hagnýt ráð um ræktunarstörf í görðum, gróður- húsum, sumarbústaðalöndum og leiðbeiningar um lífræna ræktun. Verð hennar er 3.980. Vídeóspóla eftir Stein Kárason er líka til. Það heitir Klipping og um- hirða trjáa og runna og eins og nafnið ber með sér birtir það ráð- leggingar við að hemja trjágróður. Auk þessar eru margar erlendar bækur til á markaði sem vissulega má sækja góðar hugmyndir í um skipulag og uppsetningar. Með hlýn- andi loftslagi eru líka æ fleiri teg- undir sem til skamms tíma þrifust ekki á Íslandi, að skjóta hér rótum. ❃

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.