Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 56
■ ■ KVIKMYNDIR  18.00 Kvikmyndin Historias mini- mas verður sýnd á argentínskri kvik- myndaviku í Lögbergi, Háskóla Íslands.  20.00 Kvikmyndin El hijo de la novia verður sýnd á argentínskri kvik- myndaviku í Lögbergi, Háskóla Íslands. ■ ■ TÓNLEIKAR  19.30 Þýska söngkonan Ute Lemper syngur tónlist eftir Kurt Weill, Jacques Brel, Astor Piazolla og sjálfa sig með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Há- skólabíói.  20.00 Drengjakór Kaupmanna- hafnar heldur tónleika í Hallgrímskirkju.  21.00 Ensk-írska söngkonan Bird verður með tónleika á Draugabarnum, Stokkseyri, þar sem hún kynnir nýjan disk. Hljómsveitin Nilfisk hitar upp.  22.00 Upphitunartónleikar Bang Gang fyrir Evróputúr 2004 verða haldnir á Gauki á Stöng. Sigurvegarar Músíktil- rauna, Mammút, sjá um upphitun. 28 7. maí 2004 FÖSTUDAGUR Leikfélagið Hugleikur frumsýn-ir í kvöld í Tjarnarbíói fyrsta íslenska leikverkið um kleinur. Reyndar er þetta ekki eitt leik- verk, heldur fimm, og svo fjallar það ekki eingöngu um kleinur, heldur um mann sem heitir Siggi og er smiður. „Þetta eru fimm einþáttungar sem fjalla um ævi hans frá vöggu til grafar,“ segir Þórunn Guð- mundsdóttir, sem er höfundur ein- þáttunganna fimm. Hún bætir því við að kleinur séu mikill áhrifa- valdur í lífi þessa manns. „Þetta ágæta íslenska bakkelsi hefur afgerandi áhrif á lífshlaup hans oftar en einu sinni og á margan hátt.“ Þórunn Guðmundsdóttir er einn öflugasti höfundur Hugleiks. Fyrir tveimur árum sýndi félagið söngleik hennar, Kolrössu, við miklar vinsældir í Tjarnarbíói. Þórunn hefur einnig lagt sig sér- staklega eftir einþáttungsform- inu. Með Kleinum fer hún bil beggja, skrifar einþáttunga sem tengjast saman gegnum Sigga og kleinurnar. „Þessi maður er svolítið sér- kennilegur og fólk kannski veit ekki alveg hvernig það á taka hon- um. Hann er svolítið umhverfis- blindur,“ segir Þórunn. Sævar Sigurgeirsson leikur Sigga í öllum þáttunum og á öllum æviskeiðum, en með önnur hlut- verk fara valinkunnir Hugleikarar. Kleinur komu einnig við sögu í síðustu sýningu Hugleiks, Sirkus, sem sýnd var nú seinni part vetr- ar. „Þær komu við sögu þar, en á aðeins annan hátt því þar átti að ráða niðurlögum bandaríska hers- ins hér á landi. Það var kona sem ætlaði að berjast með oddi og egg og kleinum gegn því liði.“ Þórunn kom til liðs við Hugleik fyrir níu árum, byrjaði sem flautuleikari í leikhúshljómsveit en fór síðan að leika. Fyrir fimm árum tók hún síðan til við að skrifa, þótt það hefði aldrei hvarflað að henni áður. „Þetta er bara svo frjótt og skemmtilegt félag að maður fer að gera hluti sem mann óraði ekki fyrir.“ ■ ■ LEIKSÝNING Undir áhrifum af kleinum MÁLÞING: Viljum við erfðabreytt matvæli? Verndun og ræktun (VOR) - félag framleiðenda í lífrænni ræktun, Neytendasamtökin og áhugahópur neytenda standa að málþingi um erfðabreytt matvæli. Málþingið verður haldið á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún laugar- daginn 8. maí kl. 13.30-16.30. Verslunin Yggdrasill býður upp á lífrænar veitingar. Aðgangseyrir er 500 krónur. Frummælendur: Guðfinnur Jakobsson, bóndi í lífrænni ræktun Gunnar Á. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna Þórður Halldórsson, garðyrkjubóndi, formaður VOR Að framsögum loknum verða umræður. Fundarstjóri er Svanborg R. Jónsdóttir kennari. hvað?hvar?hvenær? 4 5 6 7 8 9 10 MAÍ Föstudagur ■ ■ LEIKLIST  19.00 Sorgin klæðir Elektru eftir Eugene O’Neill í Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins.  20.00 Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson á litla sviði Þjóðleik- hússins.  20.00 Söngleikurinn Chicago á stóra sviði Borgarleikhússins.  21.00 Vesturport sýnir Brim eftir Jón Atla Jónasson í Hafnarfjarðarleikhús- inu. ■ ■ LISTOPNANIR  17.00 Sigríður Ásgeirsdóttir gler- listakona opnar sýningu á steindu gleri í Þjóðarbókhlöðunni.  20.00 Aaron Mitchell opnar i Klink og Bank, Brautarholti 1, sýningu sína “Spines”. Sýningin verður opin miðviku- daga til sunnudaga kl. 14-18. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Íslenski fáninn verður með ball á NASA við Austurvöll.  Stuðbandalagið frá Borgarnesi verð- ur með dansleik á Kringlukránni.  Spilafíklarnir á Celtic Cross.  SSSól á Players í Kópavogi.  Einóma, Adrone/Fonetik, Im- anti/Midijokers, Dj Richard Cuellar, Tómaz THX og Exos koma fram á 360 gráðu kvöldi á skemmtistaðnum Kapítal.  Hinn eini sanni Örvar Kristjánsson heldur uppi Kanaríeyjastemningu á Café Catalina.  Dúettinn Acoustics skemmtir á Ara í Ögri.  Palli og Biggi í Maus verða á 22.  Eyjapeyinn Hermann Ingi jr. skemmtir gestur Búálfsins í Breiðholti. ■ ■ FUNDIR  09.15 Í hverju felast verðmætin? nefnist málþing útskriftarnema á þroska- þjálfabraut, sem verður haldið í salnum Skriðu í Kennaraháskóla Íslands.  14.00 Carlos Lopes er frummæl- andi á lokadegi málþings um þróunar- mál og málefni Afríkuríkja, sem haldið er á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. LISTSÝNING Kanadíski listamaðurinn Aaron Mitchell opnar í kvöld klukkan átta sýningu í húsakynn- um Klink og Bank. Sýninguna kallar hann „Spines“, eða hryggjarsúlur. „Ég sýni þarna bækur sem ég hef staflað upp í sömu lögun og hryggjarsúla mannsins. Síðan er ég með teikningar þar sem ég er að rannsaka tengslin á milli hryggjarsúlu mannsins og manns- hugans,“ segir Mitchell. Mitchell kom hingað til lands árið 2000 frá Toronto í Kanada. Hann hefur stundað bæði kennslustörf og starfað sem lista- maður á Akureyri, þar sem hann rekur nú listamiðstöð ásamt eigin- konu sinni, Nínu Magnúsdóttur. ■ HRYGGLAGA BÓKASTAFLI Aaron Mitchell opnar í kvöld sýninguna „Spines“ í húsakynnum Klink og Bank. Hrygglengja hugans ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR Hugleikur frumsýnir í Tjarnarbíói í kvöld nýtt leikverk eftir Þórunni, sem ber heitið Kleinur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.