Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.05.2004, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 20.05.2004, Qupperneq 6
6 20. maí 2004 FIMMTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 73.37 -0.16% Sterlingspund 130.75 0.85% Dönsk króna 11.83 0.02% Evra 88.05 0.00% Gengisvísitala krónu 123,41 0,08% Kauphöll Íslands Fjöldi viðskipta 235 Velta 3.668 milljónir ICEX-15 2.666 -0,85% Mestu viðskiptin Actavis Group hf. 660.953 Landsbanki Íslands hf. 565.754 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 304.693 Mesta hækkun Flugleiðir hf. 8,50% Straumur Fjárfestingarbanki hf 0,78% Landsbanki Íslands hf. 0,62% Mesta lækkun Marel hf. -2,27% Burðarás hf. -2,01% Össur hf. -0,88% Erlendar vísitölur DJ * 10.061,1 0,9% Nasdaq * 1.929,6 1,7% FTSE 4.471,8 1,3% DAX 3.872,3 2,2% NK50 1.372,5 0,1% S&P * 1.102,3 1,0% * Bandarískar vísitölur kl. 17. VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir listamaðurinn sem hefurhætt við að bjóða sig fram til forseta? 2Hversu mikið kostaði rannsókn Sam-keppnisstofnunar á tryggingafélögunum? 3Hvaða fótboltalið var krýnt Evrópu-meistari félagsliða í gær? Svörin eru á bls. 38 ÍRAK Utanríkisráðuneytið hefur komið á framfæri formlegum mótmælum við bandarísk stjórn- völd vegna misþyrminga banda- rískra hermanna á íröskum föng- um. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra greindi frá því við ut- andagskrárumræðu um stöðu mála í Írak á Alþingi í gær að bandaríski sendiherrann hér á landi hefði verið kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu þar sem honum voru afhent mótmæli stjórnvalda. Hart var tekist á í utandag- skrárumræðunni sem fór fram að ósk Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Beindi Steingrímur þeirri spurningu til utanríkisráðherra hvort stjórnvöld hefðu mótmælt formlega misþyrmingum á föngum í Írak af hálfu bandarískra h e r - manna o g h v o r t stjórnvöld hefðu endurskoð- að stuðning sinn við hernað í Írak. Steingrímur sagði að blekkingum hefði verið beitt til að afla stuðnings við innrásina og nefndi máli sínu til stuðnings að engin gereyðingarvopn hefðu fundist og ekki væri vitað um nein tengsl milli stjórnar Saddams Hussein og al Kaída frá því fyrir innrásina. Fór hann fram á afsökunarbeiðni frá utanríkis- ráðherra og forsætisráðherra til íslensku og írösku þjóðarinnar vegna stuðnings stjórnvalda hér við herförina. Halldór Ásgrímsson sagði að misþyrmingar bandarískra her- manna á íröskum föngum væru óverjanlegar og það blasti við hverjum manni að ástandið í Írak væri ekki með besta móti. „Það veldur vissulega áhyggjum að upplýsingar fremstu leyniþjón- ustu heims hafi ekki verið á rökum reistar,“ sagði Halldór og bætti við að það hlyti að hafa áhrif til lengri tíma þegar taka þyrfti afdrifaríkar ákvarðanir. Alls tóku 10 þingmenn þátt í umræðunum, auk málshefj- anda og utan- ríkisráðherra, þar á meðal Davíð Oddsson forsætisráðherra, sem sakaði stjórnar- andstöðuna um van- þekkingu í málinu. ■ borgar@frettabladid.is Samræmd vísitala EES: Hærri hér milli mánaða VERÐBÓLGA Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjunum hækkði um 0,3 prósent frá mars til apríl. Samræmda vísitalan fyr- ir Ísland hækkaði meira, um 0,5 prósent. Verðbólgan næstu tólf mánuði á undan er hins vegar lægri á Íslandi en að meðaltali í EES-ríkjunum. Ársverðbólgan mældist 1,8 prósent á Íslandi í samræmdri mælingu, en tvö pró- sent í EES-ríkjunum að meðaltali. Mesta verðbólgan síðasta árið á svæðinu var í Grikklandi, 3,1 prósent, en minnst var hún í Finn- landi, þar sem var verðhjöðnun. ■ Norðurlöndin: Vilja hærri skatt á áfengi NORRÆN SAMVINNA Norrænu Evrópu- sambandsríkin hyggjast beita sér fyrir hærri lágmarksskatti á áfengi og gegn rýmri innflutningsreglum. Þetta kom fram á fundi fjármála- ráðherra Norðurlandanna. Þá var ákveðið að koma á fót sér- stakri samráðsnefnd, norrænni netskattstofu, sem ætluð er til þess að auðvelda fólki að ráða fram úr sameiginlegum vandamálum sem snerta fleiri en eitt Norðurland- anna, að því er fram kemur í frétt- um frá fjármálaráðuneytinu. Einnig eigi að koma upp sameiginlegri vef- gátt um skattamál sem hýst verði á Íslandi. ■ Misþyrmingum í Írak mótmælt formlega Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt misþyrmingum á íröskum föngum með formlegum hætti. Hart var tekist á um stuðning stjórnvalda við Íraksstríðið í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Formaður VG vill að ráðherra biðji þjóðina afsökunar. RÁÐHERRAR BIÐJIST AFSÖKUNAR Á STUÐNINGI VIÐ ÍRAKSSTRÍÐ Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi stefnu íslenskra stjórnvalda í málenum Íraks harkalega í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær. Hann sagði að ráðherra ríkisstjórnarinnar ættu að biðja þjóðina afsökunar á stuðningi sínum við stríðið. Í HALDI BANDARÍSKA HERSINS Myndir af misþyrmingum í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak hafa vakið mikinn óhug. Yfirgnæfandi meirihluti íslensku þjóðarinnar telur að sú ákvörðun ís- lenskra stjórnvalda að styðja innrás- na í Írak hafi verið röng, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Samkvæmt könnuninni telja 84% að rangt hafi verið af stjórnvöldum að styðja innrásina en 16% að stjórn- völd hafi tekið rétta ákvörðun. Hringt var í 800 manns og var þeim skipt hlutfallslega jafnt eftir kyni og búsetu. SPURT VAR: „Telur þú að það hafi verið rétt eða röng ákvörðun hjá íslenskum stjórnvöldum að styðja innrásina í Írak?“ 84% Á MÓTI STEFNU STJÓRNVALDA NEI 16% JÁ 84% ALÞINGI „Þetta er sænska leiðin. Hún afléttir refsiábyrgð þeirra sem leiðast út í vændi en setur ábyrgðina á herðar kaupandans, sem í krafti peninga getur valið það hvort hann kaupir vændi eða ekki,“ segir Kolbrún Halldórsdótt- ir, Vinstri grænum og einn flutn- ingsmanna vændisfrumvarpsins, sem nú hefur verið afgreitt úr allsherjarnefnd Alþingis. Samkvæmt breytingartillögum frumvarpsins skal hver sem lætur af hendi eða lofar að láta af hendi greiðslu eða annan ávinning fyrir vændi, sæta sektum eða allt að eins árs fangelsi og hver sem hef- ur tekjur af milligöngu um vændi annarra skal sæta allt að fjögurra ára fangelsi. Jónína Bjartmarz, Framsókn- arflokki og varaformaður allsherj- arnefndar, myndaði nýjan meiri- hluta með stjórnarandstöðunni þegar vændisfrumvarpið var af- greitt úr allsherjarnefnd. Aðrir stjórnarliðar gagnrýndu að fleiri gestir yrðu ekki kallaðir til. Kol- brún segir það fyrirslátt. „Málið hefur verið til umfjöll- unar í allan vetur og fjöldi gesta hefur þegar komið við sögu. Það er pólitískur ágreiningur um málið og það er sama hvaða fleiri gestir koma að málinu, ágreiningur verð- ur alltaf til staðar,“ segir hún. ■ VÆNDISFRUMVARP RÆTT Jónína Bjartmarz, varaformaður allsherjar- nefndar, myndaði meirihluta með stjórnar- andstöðunni þegar vændisfrumvarpið var afgreitt úr allsherjarnefnd Alþingis. Nýr meirihluti í allsherjarnefnd afgreiðir vændisfrumvarp: Mælir með sænsku leiðinni

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.