Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.05.2004, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 20.05.2004, Qupperneq 18
Norðmenn eru hættir að reisa ál- ver. Það stafar af því, að álút- flutningur frá Noregi ber ekki lengur nægan arð. Hvernig stendur á þessu? Hvað hefur breytzt? Álframleiðsla Norðmanna þótti bera nægan arð á sínum tíma. Hún var tímabær og við- ráðanleg aðferð til þess að koma orkunni í fallvötnum Noregs í verð. Fossar landsins bjuggu þá og búa enn yfir mikilli orku, og framsýnir heimamenn og erlend- ir vinir þeirra, þar á meðal Einar Benediktsson skáld, einsettu sér að beizla þessa orku: láta fossana vinna fyrir fólkið og lyfta lífs- kjörum þess. Fyrst var orkan notuð heima fyrir til að raflýsa landið og knýja aflstöðvar at- vinnulífsins, og síðan vaknaði þörfin fyrir að flytja orkuna út. Eina færa leiðin til þess, þetta var um og eftir aldamótin 1900, var að baka orkuna inn í iðnaðar- afurðir, sem hægt var að flytja til annarra landa með hagfelldum hætti. Þess vegna varð ál fyrir valinu, af því að það er lauflétt í flutningum. Önnur hráefni til álf- ramleiðslunnar, einkum báxít, þurftu norsku álverin þó að flytja inn frá útlöndum. Það kost- aði sitt og dró úr arðsemi álfram- leiðslunnar frá því, sem verið hefði, ef hægt hefði verið að vinna báxítið úr nálægri norskri jörð. Á móti fengu álverin orku á sérkjörum undir markaðsverði. Það hefði að ýmsu leyti verið hagfelldara fyrir Norðmenn að flytja raforkuna út beint úr foss- unum í stað þess að baka hana inn í ál. En það var ekki hag- kvæmt í hundrað ár vegna þess, að of mikill hluti orkunnar hefði farið til spillis, hefði hún verið flutt um kapla milli staða. Kapl- arnir láku, og orkutapið var fjár- hagsleg frágangssök. Þess vegna voru álverin reist. En nú eru Norðmenn sem sagt hættir að byggja álbræðslur. Ný tækni gerir þeim nú kleift að flytja fallvatnsorkuna beint til Svíþjóðar og þaðan til megin- lands Evrópu um kapla án til- finnanlegs orkutaps. Þannig fæst hærra verð en ella fyrir orkuna í Evrópu. Það er auðvitað hagur Norðmanna, að orkan skili þeim sem mestum arði. Til þess þurfa þeir ekki lengur á áli að halda, af því að álbræðslurnar nýta orkuna miður en orkukaup- endur á meginlandinu. Norð- menn láta nú öðrum eftir að byggja ný álver í löndum, þar sem skilyrði til álframleiðslu eru betri en í Noregi og þar sem um- hverfismengun af völdum stór- iðju stendur ekki verulega í heimamönnum, ekki enn. Þetta eru lönd eins og Ísland, Rússland og Kína. Beinn útflutningur raforku um kapla hefur þar að auki þann kost umfram álbræðslu til út- flutnings, að orkumarkaður heimsins er yfirleitt stöðugri en álmarkaðurinn til langs tíma lit- ið. Orkuverðssveiflur eru minni en sveiflurnar í álverði, og af- koma orkufyrirtækja er því jafn- an stöðugri og tryggari frá ári til árs en afkoma álbræðslna. Þetta skiptir norskan þjóðarbúskap að vísu ekki miklu máli, þar eð skerfur áls til útflutningsfram- leiðslu Norðmanna er tiltölulega lítill, og álverðssveiflur stuðla því ekki nema að litlu leyti að sveiflum í gjaldeyrisöflun Nor- egs. Öðru máli gegnir um lönd, sem hafa gert útflutning áls að mikilvægri gjaldeyristekjulind, því að þar hneigjast álverðs- sveiflur til að framkalla tilfinn- anlegar sveiflur í útflutnings- tekjum og þá um leið í gengi gjaldmiðilsins og kalla með því móti óvelkomnar afkomusveiflur yfir aðra óskylda atvinnuvegi. Hið sama á við um ýmis önnur lönd, sem hafa sérhæft sig í framleiðslu hráefna til útflutn- ings: þar er öldugangurinn í efnahagslífinu yfirleitt meiri en annars staðar og vöxturinn minni. Ísland liggur að sönnu fjær raforkuneti Evrópu en Noregur: leiðin héðan til Skotlands er lengri en leiðin frá Noregi til Sví- þjóðar. En þetta er í fyrsta lagi spurning um byggingarkostnað í byrjun, eða kapallagningarkostn- að réttara sagt. Leiðin frá Íslandi til væntanlegra orkukaupenda á Skotlandi og Englandi er á hinn bóginn styttri en landleiðin þangað frá Noregi, nema Norð- menn kjósi þá einnig að leggja kapal frá Noregi til Englands. Að því hlýtur að koma fyrr en síðar, að Íslendingar geti með hagkvæmum hætti flutt orku úr fallvötnum Íslands um streng beint til Evrópu án þess að baka hana inn í ál eða annað slíkt. Auk- in vistgjöld til umhverfisverndar í Evrópu munu flýta fyrir með því að skáka óhreinni orku út af markaðinum. Innan tíðar flytjum við orkuna líklega í gegn um gervihnött. ■ Í skemmtilegri smágrein í Morgunblaðinu í gær rifjar HannesHólmsteinn Gissurarson upp atvik í Sölku Völku Halldórs Lax-ness þegar Bogesen kaupmaður lét skrúfa tréfótinn af Beinteini í Króknum af því að Beinteinn skrifaði ekki í réttum anda í sunnan- blöðin. Eins og Hannes segir líkir veruleikinn stundum eftir listinni. Velta má því fyrir sér hvort ríkisstjórnin sé ekki komin í hlutverk Bogesens með því að taka útvarpsleyfin (tréfótinn) af Norðurljósum (Beinteini)? Í dæmisögu Hannesar var það að vísu Baugur sem að venju var í hlutverki vonda kaupmannsins. Gallinn við þá líkingu er að við- skiptavinir og skjólstæðingar Baugs hafa alltaf áfrýjunarmöguleika ef þeir eru ósáttir. Þeir geta átt viðskipti við önnur fyrirtæki ef þeim líkar ekki við Baug. Og enginn er neyddur til að greiða fyrir fjöl- miðla Norðurljósa. Aftur á móti verða þeir sem eru ósáttir við ákvarðanir ríkisstjórnar eða Alþingis að bíða kosninga til að fá leið- réttingu sinna mála. Vegna þess hvernig kaupin gerast á eyri stjórn- málanna getur stundum verið erfiðara að fá mál lagfærð í kjörklef- anum en í kjörbúðunum. Og fyrir fjölmiðla ríkisins er greitt sam- kvæmt valdboði en ekki eftir frjálsri ákvörðun einstaklinganna. Einkennilegt er annars hve margir gamlir og góðir málsvarar ein- staklingsfrelsis og frjálsrar verslunar virðast hafa tapað áttum á undanförnum mánuðum. Þegar loksins er búið að innleiða hér á landi það frjálsræði í atvinnulífi og viðskiptum, sem var keppikefli frjáls- lyndra manna um langt árabil, hafa sumir þeirra allt á hornum sér. Minnir síbyljan um samþjöppun eignarhalds í íslensku viðskiptalífi stundum á skrif sósíalista um auðvaldið á kreppuárunum. Þar létu menn trúarsetningar og sannfæringu ráða ferðinni en ekki rök og yf- irvegun. Að sumu leyti minnir umræðan um Baug á herferðina gegn Kveldúlfi, fyrirtæki Thorsaranna, á fjórða áratugnum. Í vikunni sem leið var haldin ráðstefna á vegum Félags viðskipta- og hagfræðinga þar sem rætt var um það hvort ástæða væri til að hafa áhyggjur af þróun í íslensku viðskiptalífi. Er athyglisvert að þeir sérfróðu menn sem þar töluðu voru allir sammála um að svo væri ekki. Svokallaðar „viðskiptablokkir“ væru fleiri en nokkru sinni fyrr hér á landi, fjölbreytni ríkti í atvinnulífinu og ekki væri þörf á frekari afskiptum ríkisvaldsins af markaðnum. Þetta virðist hafa farið fram hjá höfundi Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins sem síðastliðinn sunnudag var í fullri alvöru að velta fyrir sér möguleik- anum á því að örfáir menn eignuðust allt Ísland. Virtist hann sakna þess tíma þegar tveir þjóðkunnir sósíalistar fóru um landið „á rauðu ljósi“ og spurðu hverjir ættu Ísland. Virðist tími til kominn að rit- stjóri þess blaðs, sem einu sinni var brjóstvörn einstaklingsfrelsis á Íslandi, eignist og lesi á ný eitthvert stafrófskver um einkenni og eðli frjálsra viðskipta í markaðsþjóðfélagi. ■ 20. maí 2004 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Meiri fjölbreytni í atvinnulífinu en nokkru sinni fyrr. Ástæðulausar áhyggjur Að flytja út orku ORÐRÉTT Við Davíð? Við viljum ekki, að Ísland breyt- ist í Óseyri við Axlarfjörð, að Baugur komi í stað Bogesens, að við þurfum að deila hlutskipti með Beinteini á Króknum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson fær- ir sögusvið Sölku Völku eftir Halldór Laxness til nútímans. Morgunblaðið 19. maí. Orðið gott Ég var 16 ára þegar Davíð varð forsætisráðherra og þeir eru víst til sem finnst að ég eigi að krjúpa niður á hnén og þakka leiðtoganum fyrir allar mínar gjafir en ég verð að segja að mér finnst þetta orðið gott. Mikael Torfason ritstjóri gerir upp við forsætisráðherra. DV 19. maí. Tregur skólameistari Það er eins og þú skiljir ekki að þú ert einhver ömurlegasta per- sóna sem ég og fjölskylda mín hef- ur kynnst fyrr og síðar. Þú situr sem skólastjóri í framhaldsskóla og beitir þar geðþóttavaldi og veit- ist að ungmennum við skólann og velferð þeirra með ofríki og fauta- gangi. Framkoma þín bendir til þess að þú sért ekki heill heilsu. Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, í bréfi til Þor- varðar Elíassonar, skólameistara Verslun- arskólans. Skólameistarinn hengdi bréfið upp á kennarastofu skólans. DV 19. maí. Vandlifað Hvernig getur það verið „undar- legur herleiðangur“ af hálfu dómsmálaráðherra að lesa upp í heild bréf að ósk þingmannsins? Leiðarahöfundur Morgunblaðsins telur að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir geti ekki kallað það „undarlegan herleiðangur“ þegar lesið var upp á Alþingi bréf um meintan fjárstuðning Jóns Ólafssonar við hana, þar sem hún hafi sjálf hvatt dóms- málaráðherra til að lesa bréfið. Morgunblaðið 19. maí. FRÁ DEGI TIL DAGS Einkennilegt er annars hve margir gamlir og góðir málsvarar einstaklingsfrelsis og frjálsrar verslunar virðast hafa tapað áttum á undanförnum mánuðum. Þegar loksins er búið að innleiða hér á landi það frjálsræði í at- vinnulífi og viðskiptum, sem var keppikefli frjálslyndra manna um langt árabil, hafa sumir þeirra allt á hornum sér. ,, Klappað fyrir Moore Michael Moore frumsýndi mynd sína Fahrenheit 9/11 í Cannes í vikunni við góðar undirtektir. Klöppuðu frumsýning- argestir myndinni og höfundinum lof í lófa í allt að tuttugu mínútur í lokin, en það mun nýtt klappmet á h á t í ð i n n i . Myndin er hörð ádeila á Bush Bandaríkjaforseta og fjölskyldu hans, sem Moore telur að beri alla ábyrgð á ógöngum Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Sumir hafa talað um myndina sem heimildarmynd en eins og gagnrýnendur stórblaða og fréttastofa austan hafs og vestan hafa bent á er mun nær að kalla hana áróðursmynd enda er hún einhliða í allri umfjöllun sinni. Markhópur hennar virðist vera vinstrisinnar sem eru fyrir fram and- stæðingar bandarískrar utanríkisstefnu, þannig að Moore er ekki bein- línis í landvinningum. Gjáin ekki einsdæmi Viðskiptablaðið birtir í gær fróðlega úttekt á þjóðarvilj- anum í nokkrum málum á síðustu árum samkvæmt skoðanakönn- unum Gallups. Kemur í ljós að oft hefur þjóðin verið á móti málum sem fengu brautargengi vegna afstöðu Alþingis eða stjórnvalda. Þjóðin var t.d. andvíg aðild að Evrópska efnahagssvæðinu sumarið 1992 en skipti um skoðun um haustið. Þá hefur þjóðin oft stutt mál sem ekki hafa fengið hljómgrunn hjá stjórnvöld- um. Má nefna stuðning við hvalveiðar, sölu á lettvíni og bjór í matvörubúðum, aðildarviðræður við Evrópusambandið og aðskilnað ríkis og kirkju. Telur Við- skiptablaðið þetta sýna að „gjá“ milli þjóðar og þings myndist svo oft að hún ein og sér geti ekki verið nægileg rök fyr- ir ákvörðun forseta lýðveldisins að senda mál til þjóðaratkvæðagreiðslu með því að neita að undirrita lög frá Al- þingi. degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 En nú eru Norðmenn sem sagt hættir að byggja álbræðslur. Ný tækni gerir þeim nú kleift að flytja fallvatnsorkuna beint til Sví- þjóðar og þaðan til megin- lands Evrópu um kapla án tilfinnanlegs orkutaps. Þannig fæst hærra verð en ella fyrir orkuna í Evrópu. ,, Í DAG STÓRIÐJA OG ORKUMÁL ÞORVALDUR GYLFASON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.