Fréttablaðið - 20.05.2004, Page 29

Fréttablaðið - 20.05.2004, Page 29
Ég tel einboðið að forseti Ís- lands skjóti fjölmiðlafrumvarp- inu til þjóðarinnar í almenna at- kvæðagreiðslu, afgreiði Alþingi duttlunga forsætisráðherra sem lög. Ekki aðeins vegna þess að frumvarpið brýtur gegn stjórnarskránni og alþjóða- samningum, svo sem tjáningar- frelsinu, eignarétti og jafnræð- isreglu, heldur einnig vegna þess að ef hann skrifar undir þetta furðufrumvarp, eftir allt havaríið sem á undan er gengið, verður málskotsrétturinn hér eftir endanlega álitinn dauður bókstafur og ónothæfur fyrir þá forseta sem síðar munu gegna embættinu. Fullljóst má telja að Ólafur Ragnar Gríms- son hafi ekki áhuga á að afnema þennan rétt forsetans. Í umræðunni hafa lög- skýrendur Valhallar þurft að beita hreint ævintýralegum loftfimleikum við að snúa út úr stjórnarskránni á þann veg að forsetinn hafi ekki vald til að skjóta lögum til þjóðarinnar, þótt það standi þar samt skýr- um og auðskiljanlegum stöfum öllum þeim sem á annað borð hafa lært að lesa. En vegna þessarar umræðu verður ákvæðið hér eftir talið óvirkt láti forsetinn þennan óskapnað yfir þjóðina ganga. Lögspekingar framtíðarinn- ar munu þá vitna til þessa at- burðar sem sönnunar þess að ákvæðið sé dautt og að Ólafur Ragnar hafi grafið það með skóflu Davíðs Oddssonar. Því hefur forseti ekki annan kost í stöðunni en að hafna því að skrifa undir lögin og treysta þjóðinni fyrir að skera úr um það, enda erum við fullfær um það. Það dylst engum að frum- varpið er til höfuðs einum at- hafnamanni. Þannig lög eru ólög og forsetinn á auðvitað ekki að leggja blessun sína yfir slíkt ofræði og ofbeldi. Enn fremur felst engin áhætta í því fyrir hann að neita að skrifa undir lögin því fái þjóðin tækifæri til að segja hug sinn í málinu mun hún hafna þeim, eins og kannan- ir sýna, og ekki er ólíklegt að þá verði heldur brátt um okkar þaulsetna ráðherra á valdastóli. Að lokum: Dellan um að for- setinn sé vanhæfur í málinu er auðvitað endaleysa og þvæla en ef svo er þá á hann auðvitað ekki að skrifa undir lögin heldur fela þjóðinni það. ■ Forsetinn getur ekki undirritað fjölmiðlalögin 21FIMMTUDAGUR 20. maí 2004 AF NETINU EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Ekki á rökum reist Þröstur Emilsson skrifar: Í ljósi umræðu sem orðið hefur, meðal annars á Alþingi, vegna tölvupósts sem ég sendi Stef- áni Jóni Hafstein árið 2002 vil ég taka eftirfar- andi fram: Mér er nú ljóst að upplýsingar, sem ég á þeim tíma lagði trúnað á og fram koma í téðum tölvupósti, voru ekki á rökum reistar. Ég harma að Björn Bjarnason, sem fékk afrit af þessum tölvupósti, skuli nú rúmum tveimur árum seinna, draga þessi skrif inn í umræðu um fjölmiðlafrumvarp forsætisráðherra. Að þessu sögðu tel ég það hafa verið mistök að skrifa umrætt tölvubréf og senda það. Ég bið hlutaðeigandi velvirðingar. Fleira hef ég ekki um þetta mál að segja. Gegn ákveðnu fyrirtæki Sama hvað mönnum finnst um samkeppn- isreglur, Baug, Samkeppnisstofnun, fjöl- miðlana, Jón Ásgeir, Ólaf Ragnar eða Davíð Oddsson þá held ég að flestum sé það ljóst í dag að fjölmiðlafrumvarpið er lagt fram fyrst og fremst til höfuðs ákveðnu fyrirtæki og ákveðnum mönnum. Forsætis- ráðherra hefur sýnt fram á það sjálfur með orðum sínum og aðgerðum aftur og aftur. Sigurður Hólm Gunnarsson á skodun.is Úrslitin krufin Nú þegar Evróvisjónkeppninni er lokið er brýnt að kryfja úrslitin. Aldrei þessu vant var íslenska þjóðin ekki felmtri slegin að kepp- ni lokinni. Menn vissu í hvað stefndi. En að ári hlýtur markmiðið að vera að standa bet- ur að vígi. Eða hvað? Ísland, með lagið Hea- ven, fékk heil 16 stig. Norðmenn og Danir gáfu okkur stig, þó heimtur væru með allra lélegasta móti. Mónakó birtist sem óvæntur bandamaður í myrkri með fimm stig en Sví- ar sviku. Og ef einhver dugur er í stjórnvöld- um ætti að slíta stjórnmálasambandi við þessa þjóð fyrir vikið. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttirá tikin.is Endurtekið efni Sagan af Jesú er yfirleitt kennd hér á landi sem einstakt atvik í veraldarsögunni. Stað- reyndin er samt sú að sagan er hefðbund- in goðsögn um son guðs sem kemur til jarðar að fórna sér til að frelsa okkur mennina. Segja má að fjöldi sona guða hafi stundað þessa taumlausu fórnariðju í gegnum goðsögur fornaldar. Frelsarinn á vantru.net Drusluleg stjórnmál Stjórnmál síðustu tveggja vikna hafa verið hálf drusluleg á Íslandi. Dómsmála- ráðherra okkar Íslendinga hefur náð nýjum hæðum í óskammfeilni sinni gagnvart þjóðinni og neitar að fara eftir tilmælum sér skynsamari manna, enda er hann einn þeirra allra staðföstustu í ríkisstjórn stríðs- herranna á Íslandi. Á sama tíma var frum- varp samþykkt á alþingi til höfuðs útlend- ingum. Strax í kjölfarið setti forsætisráð- herra vor enn eitt metið í geðvonsku sinni þegar hann setti fram svo óvandað fjöl- miðlafrumvarp að önnur eins sóun á papp- ír hefur vart sést á hinu háa Alþingi. Sjónarmið á politik.is Smánarblettur Aðild Íslands að árásarstríði gegn öðrum þjóðum er smánarblettur á þjóðinni. Með því að ákveða slíkt hefur ríkisstjórn Íslands tekið sér vald sem hún ætti ekki að hafa. Þess vegna ættu ráðamenn þjóðarinnar að sjá sóma sinn í að segja af sér. Sverrir Jakobsson á murinn.is Staðið sig vel Það er skoðun mín að Innkauparáð [Reykjavíkurborgar] hafi staðið vel undir væntingum á því rúma ári sem ráðið hefur starfað. Mörg erfið mál hafa komið fyrir ráðið á þessu tímabili og hefur þá stund- um þurft að sækja ráðgjöf til lögmanna borgarinnar en sú ráðgjöf hefur reynst ráð- inu vel. Það er skoðun mín að huga þurfi vel að þessum málaflokki í framtíðinni, t.d með því að sjá til þess að lög og reglur varðandi innkaupamál borgarinnar séu í takt við líðandi stund. Margt má örugglega betur gera en ég tel þó að allt það góða fólk sem vinnur að innkaupamálum hjá Reykjavíkurborg sé ávallt að reyna að gera sitt besta fyrir borgina okkar. Jóhannes Tómas Sigursveinsson á vg.is/postur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.