Fréttablaðið - 20.05.2004, Qupperneq 30
22 20. maí 2004 FIMMTUDAGUR
■ AFMÆLI
Þennan dag árið 1973 senduBretar sjóher sinn til að
vernda togara sína í þorska-
stríðinu þar sem deilt var um út-
færslu landhelgi Íslands í 50 mílur.
Þrjár freigátur, Kleópatra,
Plymouth og Lincoln, sigldu með-
fram bresku togurunum. Bresku
sjómennirnir höfðu hótað því að
þeir færu ekki aftur til sjós án
verndar sjóhersins gegn íslensk-
um herskipum. Bresku togararnir
höfðu siglt á íslensku svæði síðan
Íslendingar færðu landhelgina átta
mánuðum fyrr úr þremur mílum í
50.
Ákvörðun um að senda út sjó-
herinn var tekin þremur dögum
fyrr. Togaraeigendurnir og sjó-
mennirnir höfðu verið ósammála
um hvort þiggja ætti hjálp frá
hernum eður ei. Eigendur togar-
anna óttuðust að nærvera sjó-
hersins myndi takmarka veiðarnar
eins og gerst hafði í fyrra þorska-
stríðinu þrettán árum fyrr. ■
■ ANDLÁT
Guðrún Ásta Torfadóttir, Dalbraut 14,
áður til heimilis í Heiðargerði 16,
Reykjavík, lést sunnudaginn 16. maí.
Gróa Finnsdóttir, Hrafnistu í Hafnarfirði,
áður til heimilis á Strandgötu 85, Hafn-
arfirði, er látin. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey.
Knútur Ármann rafvirkjameistari, Breið-
vangi 8, Hafnarfirði, lést mánudaginn 17.
maí.
Stefán Stefánsson, útgerðarmaður og
skipstjóri, Dalvík, lést laugardaginn 15.
maí.
Pétur Jónasson gítarleikari er 45 ára.
Heimir Már Pétursson upplýsinga-
fulltrúi er 42 ára.
Ólafur H. Kristjánsson, aðstoðarþjálfari
danska fótboltaliðsins AGF, er 36 ára.
Listamaðurinn ÁsmundurSveinsson fæddist á þessum
degi árið 1893. Af því tilefni
verður í dag opnuð yfirlitssýning
á verkum hans í Ásmundarsafn-
inu við Sigtún. „Við höfum haft
það að venju að opna sýningar í
kringum 20. maí til að minnast
fæðingardags listamannsins,“
segir Ólöf K. Sigurðardóttir sýn-
ingarstjóri. „Verkin eru frá því
að Ásmundur lauk námi í Svíþjóð
og til síðustu verka hans.“
Maðurinn og efnið er titill sýn-
ingarinnar. „Í mörgum verkum
Ásmundar er athyglisvert að
skoða hvernig hugmyndin að
listaverkunum og efnið sem hann
velur að nota verkar á hvort ann-
að. Sum verkin eru til í ýmsum
útgáfum eftir því hvort hann
hefur notast við tré, brons eða
gifs við listsköpunina. Þessi verk
eru frá fyrri hluta ferils Ás-
mundar og er athyglisvert að
bera þau saman við verkin frá
seinni hluta ævi hans en þá vinn-
ur hann mikið í járn.
Ásmundur sem fæddist á
Kolsstöðum í Dalasýslu var
frumkvöðull í íslenskri högg-
myndalist. „Hann lærði í Stokk-
hólmi hjá þekktum sænskum
myndhöggvara sem hét Carls
Milles. Hann var einnig þrjú ár í
París og það hefur örugglega
haft talsverð áhrif á Ásmund að
kynnast því sem var að gerast í
myndlistinni þar á þessum tíma.
Hann kom í raun með 20. öldina í
höggmyndalist hingað heim en
nýtti svo sínar íslensku rætur í
verkin. Hann notaði mikið form
úr íslenskri náttúru og eins sótti
hann mikið í sagnahefðina bæði í
þjóðsögur og Íslendingasögurn-
ar.“
Íslensk alþýða var Ásmundi
einnig hugleikin. „Íslenskt verka-
fólk að störfum eru fyrirmynd
hans í ýmsum verkum. Margir
kannast við Vatnsberann í Öskju-
hlíðinni og Járnsmiðinn á Snorra-
braut en staðsetning verkanna
um allt land er í takt við þær hug-
myndir Ásmundar um að listin
eigi ekki að vera fyrir fáa út-
valda heldur hluti af daglegu lífi
allrar alþýðu.“
Ásmundur Sveinsson lést hinn
9. desember 1982 og ánafnaði
Reykjavíkurborg verk sín og
húsnæði. Maðurinn og efnið
verður opnuð við Sigtún klukkan
13 í dag og eru allir velkomnir. ■
TÍMAMÓT
ÁSMUNDUR SVEINSSON
■ Maðurinn og efnið, sýning á verkum
han, verður opnuð í dag í tilefni af
fæðingardegi listamannsins.
CHER
Söngkona Cher er hvorki meira né minna
en 58 ára í dag.
20. MAÍ
KLEÓPATRA
Var eitt þeirra herskipa sem gerð voru út í
þorskastríðinu.
Bretar verja togara sína
Í minningu frumkvöðuls
íslenskrar höggmyndalistar
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi.
SVEINN SVERRIR SVEINSSON,
Reynigrund 71, Kópavogi,
áður Stafholti, Vestmannaeyjum,
Sigríður R. Júlíusdóttir,
Júlíus Sveinsson Freydís Fannbergsdóttir,
Sveinn S. Sveinsson Margrét J. Bragadóttir,
Ragnar Sveinsson Gunnhildur M. Sæmundsdóttir,
Birgir Sveinsson Steinunn Ingibjörg Gísladóttir,
Finnbogi Jónsson,
barnabörn og langafabörn.
sem lést 13. maí sl., verður jarðsunginn frá Hjallakirkju Kópavogi
föstudaginn 21. maí kl. 13.30
■ ÞETTA GERÐIST
2000 Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, og Cherie kona hans eign-
ast fjórða barn sitt, Leo.
1980 Peter Criss hættir sem trommari
rokkhljómsveitarinnar Kiss.
1972 Stjórnarskrá Kamerún er staðfest
og landið verður þar með lýð-
veldi.
1941 Þýskir hermenn ráðast á Krít.
1926 Thomas Edison segir að Banda-
ríkjamenn taki þöglu myndirnar
fram yfir þær töluðu.
1902 Kúba fær sjálfstæði frá Spáni.
1506 Kristófer Kólumbus deyr í örbirgð
á Spáni.
Það er frí mér til heiðurs í til-efni dagsins og ég ætla að fara
í sund og á línuskauta með fimm
ára syni mínum,“ segir Jóhanna
Kristín Malmquist, kynningar-
stjóri Austurlands 2004, sem er 29
ára í dag. „Ég þarf hugsanlega að
eyða parti af deginum í vinnu og
svo er ég búin að panta að borða
góðan mat hjá mömmu í Neskaup-
stað.
Jóhanna hélt síðast svona al-
vöru veislu á 25 ára afmælisdag-
inn sinn, en þann sama dag varð
mamma hennar stúdent. En eftir-
minnilegasta afmælið var þegar
hún varð níu ára og Ingibjörg
Þórðar vinkona hennar, sem á
sama afmælisdag, kom og færði
henni pínulítinn hrikalega krútt-
legan kettling. „Hann var í Macin-
tosh-dollu og hún var búin að
skíra kettlinginn Bono í höfuðið á
söngvaranum í U2. En ég þurfti að
finna honum annað heimili þar
sem ég var með ofnæmi fyrir
köttum. Þetta var vel meint af-
mælisgjöf engu að síður.“
Jóhanna er nýflutt aftur austur
eftir fjögurra ára dvöl í Reykja-
vík og á varla orð til að lýsa
ánægju sinni með að vera komin
aftur í heimahagana. „Hér er
tækifærið að ala upp börn og taka
þátt í uppbyggingunni. Þetta er
bara æðislegt. Hér rísa hús og
blokkir liggur við á hverjum degi,
það má segja að þau spretti upp
eins og gorkúlur. Síðan fer að
spretta upp eitt risastórt hús á
Reyðarfirði sem kallast álver.“ ■
Tekur þátt í uppbyggingu
JÓHANNA MALMQUIST
Stendur í að kynna Austurland 2004,
stærstu sýningu sem haldin hefur verið á
Austurlandi. Allar upplýsingar um sýning-
una má finna á austurland2004.is
AFMÆLI
JÓHANNA MALMQUIST
■ Ætlar í sund og á línuskauta
með syni sínum.
ÁSMUNDUR SVEINSSON
Var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Hann fæddist þann 20. maí árið 1893 og hefð hefur skapast fyrir því
að minnast afmælis hans með sýningu um þetta leyti.
20. maí 1973
BRETAR
■ sendu þrjú bresk herskip
á Íslandsmið.