Fréttablaðið - 20.05.2004, Side 31

Fréttablaðið - 20.05.2004, Side 31
FIMMTUDAGUR 20. maí 2004                     !"#$$%   &'          ' ()*    ,% -          ,# -    ,% - .  ## $$$/0 0               *  & 1 2&*      3  &0    4 &)   *  1   *  &       5 &   *  6   )    7.      81 !   %9"%::   * 3 * % '  & ( / *    **         !" # $% ;0  )          & '  ( )      *     + <= >  ( +9::?#@@  ' & +9::?#$$ *&AB  & &                        ! " #$   Tillaga Filippusar Darra Björg-vinssonar, sjö ára stráks í Mos- fellsbæ, var talin sú besta í sam- keppni sem efnt var til um nafn byggingarinnar að Skógarhlíð 14. Honum datt í hug, í samráði við móður sína að leggja til að bygging- in yrði kölluð Björgunarmiðstöðin Skógarhlíð. Þriggja manna dóm- nefnd var sammálum um að mæla með tillögu Filippusar Darra og var miðstöðin nefnd svo við vígslu hennar 26. mars síðastliðinn. Hrólfur Jónsson, formaður stjórnar rekstrarfélags leigjenda að Skógarhlíð 14, afhenti Filippusi Darra og fjölskyldu hans gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 250.000 krónur í verðlaun fyrir til- löguna. Í Skógarhlíð má finna Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Slysavarnafélagið Landsbjörg, Almannavernd höfuðborgarsvæð- isins, Neyðarþjónustu Securitas og Tetra Ísland ehf. Tillögur bárust um hundruð mismunandi nafna á miðstöðina, en Filippus Darri var einn um sína tillögu. Vinsælasta tillagan var að nefna bygginguna Bjarg og datt 44 það í hug. Dregið var úr hópi þeirra og munu 20 þátttakendur fá senda sjúkrakassa frá Slysavarna- félaginu Landsbjörg. ■ FULLTRÚAR STARFSMANNA BJÖRG- UNARMIÐSTÖÐVARINNAR SKÓGAR- HLÍÐ, ÁSAMT FILIPPUSI DARRA BJÖRGVINSSYNI OG FJÖLSKYLDU. Fjöldi tillagna barst í nafnakeppni bygging- arinnar að Skógarhlíð 14. Filippus Darri var einn um sína tillögu. Nafnasamkeppni björgunarmiðstöðvar VERÐLAUN FILIPPUS DARRI BJÖRGVINSSON ■ er verðlaunaður fyrir Björgunarmið- stöðina Skógarhlíð með syni sínum. Um helgin var haldin lokakeppnin í Landsmóti í skólaskák. Þetta er 26. landsmótið og var lokakeppnin haldin í samvinnu við Skákfélag Akureyrar. Í eldri flokki, sem er 8.–10. bekkur bar Guðmundur Kjartans- son sigur úr býtum en hann er nemandi í Árbæjarskóla og teflir fyrir Taflfélag Reykjavíkur. Hann hlaut 10,5 vinninga af 11. Í yngri flokki, 1.–7.bekk, varð Helgi Brynjarsson Íslandsmeistari. Hann er nemandi í Hlíðaskóla og meðlimur í Taflfélaginu Helli. Hann hlaut 10 vinninga af 11. landsmótið er fjölmennasta skák- mót landsins ár hvert en þau hefj- ast með undankeppnum í flestum skólum landsins. Fyrsta landsmótið var haldið 1979 þegar Jóhann Hjartarson varð Íslandsmeistari í eldri flokki og Halldór Grétar Einarsson sigr- aði í yngri flokki. Alls hafa fjórir stórmeistarar orðið Íslandsmeist- arar í skólaskák. Auk Jóhanns eru það Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Áss Grétarsson og Þröstur Þórhallsson. Því er ljóst að margir af sterkustu skákmönnum lands- ins byrja sinn feril í þessu fjöl- menna móti sem landsmótið er. ■ Íslandsmeistarar í skólaskák KEPPENDUR Í LOKAKEPPNI LANDSMÓTS Í SKÓLASKÁK Lokakeppnin í 26. landsmóti í skólaskák fór fram á Akureyri um helgina í samvinnu við Skákfélag Akureyrar. SKÁK SKÁKSAMBAND ÍSLANDS ■ hélt landsmót í skólaskák 2004.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.