Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.05.2004, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 20.05.2004, Qupperneq 32
24 20. maí 2004 FIMMTUDAGUR Stálvaskar Stálvaskar Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Eftir Frode Överli Ákvað að gefa eftir áralöngum til- biðjandi augum og bænarrómi og hleypa ketti inn á heimilið. Gerði reyndar tilraunir til að breyta vali á gæludýri í gullfisk eða eitt- hvað slíkt sem þarf litla umönn- un. Á það var ekki hlustað en í staðinn mögnuðust kröfurnar upp í hund, kanínu eða jafnvel hest. Af hverju barni sem örsjaldan hefur á hestbak komið og er hrætt við öll dýr sem eru stærri en hún datt í hug að það væri sniðugt að eiga hest veit ég ekki. Kenni breskum bókmenntum um en þær fjalla gjarnan um ungar stúlkur og hrossin þeirra. En kötturinn er sem sagt mættur. Þetta er ósköp lítið og sætt kvikindi og ég neita því ekki að það er notalegt þegar kettling- urinn skríður upp í fang þegar maður liggur í letikasti fyrir framan skjáinn á kvöldin og nennir varla að vera til. Það er ekki eins notalegt að horfa á þetta litla kvikindi gera tilraunir til að eyðileggja húsgögn heimilisins. Í mörg ár hef ég varið tilvist katta og talið þá með skynsamari verum. Annaðhvort er kötturinn okkar óvenju heimskur eða hann er hundur í kattarlíki. Hann hag- ar sér að minnsta kosti eins og Oddi, hundurinn í sögunum um köttinn Gretti. Eltir skottið á sér, eins og það fari eitthvað langt, og lærir ekki af mistökum. Ég hefði til dæmis haldið að eftir að hann hrundi út um gluggann hjá okkur á þriðju hæð, alla leið niður í garð, myndi hann læra að halda sig frá gluggakistum. Síðan þá hef ég þrisvar þurft að bjarga honum af þakbrún. Ævintýraþrá- in virðist bara magnast upp í hon- um en sem íbúi í Vesturbænum veit ég að það er ekki góð hug- mynd að sleppa honum út. Hann yrði étinn lifandi af hinum villi- köttunum í hverfinu. Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að þar finnast feitustu villikettir sem ég hef séð. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA SVANBORG SIGMARSDÓTTIR VELTIR FYRIR SÉR AF HVERJU GÆLUDÝRIÐ GETI EKKI LÆRT AF REYNSLUNNI. ■ Skynsemi katta 6. lexía Ef skilaboðin eru: „Horfðu á okkur eins og við séum snarbrjáluð,“ Foreldrar! Eruð þið orðin þreytt á að vera misskilin? Barnalán kynnir Foreldratal sem annað tungumál Örugg samskipti milli foreldra og barna! Nú sýnum við stutt- myndina „Spor íkornans“ eftir Diðrik Flóvenz, sem vann Stuttmyndakeppn- ina á Hvammstanga! Já, styttra gerist það varla! Næsta mynd var 3 mínútum og 14 sekúndum lengri! ENDIR Algjört burst! Stutt og gott! Geisp, hvað ég er þreyttur! Ég svaf ekki mikið í nótt, maður! Ég skal sko segja þér það! Lítill svefn! Maður er bara allur upp- gefinn! Þvílíkt og annað eins, maður! Pældíði! Jæja, var verið að skora? Ég segi ekki orð! Heyrðu... átt þú ekki að vera í dvala? Ég þarf að teygja úr fótunum. Ef ég finn þá. segið þá: Taktu til inni hjá þér.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.