Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 42
20. maí 2004 FIMMTUDAGUR34
Ok, Polly Jean Harvey er snill-ingur, við skulum ekki einu
sinni reyna að taka það frá henni.
Uh Huh Her er sjötta eiginlega
sólóplata hennar, fylgifiskur meist-
araverksins Stories from the City,
Stories from the Sea frá árinu 2000.
Enn og aftur skilar Harvey af sér
æðislegri plötu.
Eins og alltaf skiptir P.J. um gír.
Þessi plata hljómar eins og hún sé
að miklu leyti unnin inn í stofu
heima hjá henni. Meira afturhvarf
til þeirra hljóðskúlptúra sem voru
komnir á plötunum To Bring You
My Love og Is This Desire? Ekki
beinn óður til rokksins eins og
síðast.
Útsetningar eru mjög einfaldar.
Oft einfaldur trommutaktur (mis-
jafn hvort það sé lífrænt eða vél-
rænt), gítar, söngur og nokkur
aukahljóð. P.J. spilar nánast allt
sjálf nema hvað hún styðst við bak-
raddasöngvara í þremur lögum og
trommarann Rob Ellis með sér í
nokkur.
Ég er ekki frá því að Polly sé
með þessari plötu að nudda sér ör-
lítið upp við bandarísku þjóðlaga-
hefðina. Örlítið meira kántrí og
blús í gítarleik en venjulega. Text-
ar eru svo grímulausar vangavelt-
ur um lífið og tilveruna, og felst
henni vel úr verki eins og alltaf.
Hér bætir PJ nokkrum skraut-
perlum á festi sína, sem nú þegar
var orðin hlaðin. Lögin The Slow
Drug, It’s You og lokalagið The
Darker Days of Me & Him hljóta að
teljast með því betra sem tónlistar-
konan hefur gert.
Það hefur verið heiður að fá að
fylgjast með ferli Polly frá upp-
hafi. Frá því að vera svalasta rokk-
gellan á svæðinu í það að verða ein
af virtustu tónlistarmönnum
heims.
Birgir Örn Steinarsson
DREKAFJÖLL kl. 3.45 m. ísl. tali
CONFESSION OF A DRAMA QUEEN kl. 4 og 6
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
SÝND kl. 8 og 10.50 B.i. 16
LÚXUS kl. 5.10, 8 og 10.50 B.i. 16
SÝND kl. 6 og 8
Ný rómantísk gamanmynd
frá háðfuglinum Woody Allen
SÝND kl. 1, 3.30, 6, 8, 9.30 og 11 B.i. 12SÝND kl. 1.30, 2.45, 4.45, 6, 8, 9.15 og 11
SÝND kl. 2, 4 og 10
HHH
DV
HHH
Tvíhöfði
Vinsælasta
myndin á
Íslandi
HHH
DV
HHH
Tvíhöfði
Vinsælasta
myndin á
Íslandi
HHH1/2
Skonrokk
HHH1/2
HL, Mbl
BAFTA
verðlaunin:
Besta breska
myndin
Í SNERTINGU VIÐ TÓMIÐ
SÖNN SAGA
HHHH ÓÖH, DV
„Þetta er stórkostlegt meistaraverk“
„Án efa ein
besta myndin
í bíó í dag.“
KD, Fréttablaðið
SÝND kl. 6, 8 og 10
SÝND kl. 4, 5.30, 6.30, 8, 9 og 10.30
SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 PÉTUR PAN kl. 3.40 og 5.50 M/ÍSL.
50 FIRST DATES kl. 3.50
SCOOBY DOO 2 kl. 4 M/ÍSL. TALI
SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 14
SÝND Í LÚXUS VIP kl. 6 og 10
Brad Pitt, Orlando Bloom
og Eric Bana i magnaðri
stórmynd undir leikstjórn
Wolfgang Petersen.
STÓRVIÐBURÐUR
ársins er kominn!
Fyrsta stórmynd ársins þar sem
hetjan Van Helsing á í höggi við
Drakúla greifa, Frankenstein og
Varúlf. Frábær ævintýramynd hlaðin
tæknibrellum eins og þær gerast
bestar í anda Indiana Jones.
Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric
Bana i magnaðri stórmynd undir
leikstjórn Wolfgang Petersen.
STÓRVIÐBURÐUR
ársins er kominn!
Fyrsta stórmynd ársins þar sem
hetjan Van Helsing á í höggi við
Drakúla greifa, Frankenstein og
Varúlf. Frábær ævintýramynd hlaðin
tæknibrellum eins og þær gerast
bestar í anda Indiana Jones.
Æðisleg
ævintýramynd
fyrir alla
fjölskylduna.
ELLA
Í ÁLÖGUM
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN
Ekki klikkar
Polly
P.J. HARVEY
Uh Huh Her
■ SJÓNVARP
■ KVIKMYNDIR■ FÓLK Í FRÉTTUM
Flestir spá Fahrenheit 9/11,nýrri heimildarmynd Michaels
Moore, gullpálmanum á Cannes í
ár. Þetta kemur fram í blaðinu
Screen International, sem er blað
fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Mynd-
in hefur fengið mikið lof gagn-
rýnenda og margir hneykslaðir á
innihaldi hennar en í henni sýnir
Moore fram á tengsl á milli fjöl-
skyldu Georges W. Bush og
Osama bin Laden og gefur þannig
til kynna að ástæður hryðju-
verkaárásanna í Bandaríkin 11.
september hafi kannski tengst
fyrrum samskiptum þeirra.
Leikarinn Al Pacino hefur loks-ins bundið enda á bitra for-
ræðisbaráttu
við fyrrum ást-
konu sína
Beverly D’Ang-
elo. Helsta
deilumál þeirra
var að hún
vildi flytjast
frá New York,
þar sem þau
bjuggu saman,
til Los Angeles og ætlaði að taka
þriggja ára gamla tvíbura þeirra
með. Þetta gat Pacino auðvitað
ekki sætt sig við og féllst á að
borga háar upphæðir til þess að
halda henni og börnum þeirra ná-
lægt sér.
Antonio Banderas og JustinTimberlake deildu afar ljúfri
stund saman á frumsýningu
Shrek 2 á Cannes-kvikmynda-
hátínni í Frakklandi. Undir lok
myndarinnar er víst afar hjart-
næm sena sem reyndist leikaran-
um Antonio um of þannig að hann
táraðist. Þegar hann leit á sessu-
naut sinn sá hann að Timberlake
var líka að fella tár. Þeir horfðu á
hvorn annan, tókust í hendur og
grétu saman. Cameron Diaz, kær-
ustu Timberlakes, leist ekki
alveg á blikuna í fyrstu.
Nýjasta mynd bresku leikkon-unnar Elizabeth Hurley,
Method, fer beint á myndbandaleig-
ur í heimalandi hennar í stað þess að
fara fyrst í kvikmyndahús.
Þetta er fjórða mynd Hurleyjar á
stuttum tíma sem fer beint á mynd-
bandaleigur í Bretlandi og svo virð-
ist sem leiklistarferill hennar sé
smám saman að fjara út. Í Method
fer Hurley með hlutverk leikkonu
sem öðlast persónuleika morðingja
sem hún er að leika. Myndin, sem
kostaði um 1,3 milljarða króna í
framleiðslu, gekk illa í bandarískum
kvikmyndahúsum. Ákváðu fram-
leiðendurnir því að eyða ekki meiri
peningum í kynningu á henni.
Síðasta mynd Hurleyjar, Serving
Sara, gekk einnig illa í kvikmynda-
húsum. Hún kostaði um 2,6 millj-
arða en halaði aðeins inn um 390
milljónir í miðasölunni. Fór hún
beint á myndbandaleigur í Bret-
landi alveg eins og myndirnar Bad
Boy og Double Whammy. Við þetta
er því að bæta að myndin Bedazzled
með Hurley í aðalhlutverki komst á
hvíta tjaldið í Bretlandi en kolféll
engu að síður í miðasölunni. Myndin
kostaði um fimm milljarða í fram-
leiðslu en halaði aðeins inn um 900
milljónir króna. ■
Bandaríska sjónvarpsstöðin CBSer í viðræðum við leikkonuna
Jenna Elfman um hún fari með
aðalhlutverk í nýjum gaman-
þáttum.
Einn af handritshöfundum þátt-
anna er Chuck Lorre sem hefur
slegið í gegn sem handritshöfundur
Two and a Half Men með Charlie
Sheen í aðalhlutverki. Elfman og
Lorre þekkjast frá fornu fari því
þau unnu saman að gamanþáttun-
um Dharma & Greg á árunum 1997
til 2002. Elfman hefur einnig verið
í gestahlutverki í tveimur þáttum
Two and a Half Men. ■
JENNA ELFMAN
Sló í gegn í gamanþáttunum
Dharma & Greg sem voru
sýndir á Stöð 2.
Nýir þættir með Elfman
Hurley beint á
myndbandaleigur
ELIZABETH HURLEY
Síðustu kvikmyndir Hurley hafa gengið
afleitlega í miðasölunni.