Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 30 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 39 Sjónvarp 36 FIMMTUDAGUR LISTIR ÓLAFS Ólafur Elíasson mynd- listarmaður og Daniel Birnbaum, rektor Ríkislistaháskólans við Stadelschule í Frankfurt am Main, ræða um viðhorf og listir Ólafs í fjölnotasal Listasafns Reykja- víkur í Hafnarhúsi. Samkoman hefst kl. 17. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG FÍNASTA VEÐUR Á LANDINU Nú er að sjá hægviðri og skýjað með köflum. Lítið eitt kólnandi næstu daga en hlýnar aftur á sunnudag með vætu. Einhverjir dropar falla hér og hvar í dag. Sjá síðu 6. 4. mars 2004 – 63. tölublað – 4. árgangur maría lovísa ● undirföt sem slá í gegn Alla daga í draumakjólnum tíska o.fl. Rannveig Káradóttir: ▲ SÍÐUR 26–27 ● ævintýraland í túnfætinum Komnir til Kambódíu ferðir o.fl. Þórir og Gunnar: ▲ SÍÐUR 28–29 ÞUNGUR DÓMUR Bjarni Sigurðsson, fyrrum fasteignasali á Holti, hlaut í gær þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir fjár- svik, skjalafals, fjárdrátt og skattalagabrot. Þá ber Bjarna að greiða rúmar 100 milljón- ir í sekt og skaðabætur. Sjá síðu 2 SJÚKRAFLUG GÆSLUNNAR Þing- menn stjórnarandstöðu gagnrýna stjórn- völd vegna óvissu varðandi sjúkraflutninga Landhelgisgæslunnar. Öryggismál lands- manna í uppnámi, segir Samfylkingin. Ekk- ert hættuástand, segir ráðherra. Sjá síðu 4 KERRY MÆTIR BUSH Sviðið er tilbúið og aðalleikararnir valdir fyrir forsetakosning- arnar í Bandaríkjunum. John Edwards dró sig í hlé eftir að John Kerry vann níu af tíu for- kosningum demókrata í fyrrinótt. Sjá síðu 8 RÁÐI SJÁLFIR Lögmaður Færeyja segir stærsta verkefni stjórnarinnar að setja stjórnskipunarlög sem tryggi að Færeyingar einir ráði því hvaða mál þeir fara með og hvort og þá hvenær þeir verða sjálfstæð þjóð. Sjá síður 18-19 LÍKFUNDUR Þremenningarnir Grét- ar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragn- arsson og Tomas Malakauskas, voru úrskurðaðir í áframhaldandi þriggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, í tengslum við líkfundinn í höfninni í Neskaupstað í síðasta mánuði. Staðfest er að blóð úr hinum látna, Vaidas Jucevicius, fannst við rannsókn á aftursæti í BMW- bifreið sem er í eigu Grétars. Malakauskas hafði bílinn til um- ráða. Í sama bíl fundust einnig blóðblettir sem reyndust vera úr Grétari. Blóðblettirnir benda til þess að átök hafi átt sér stað í bílnum. Fyrir liggur að einn þremenn- inganna sem samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins, er Grétar Sigurðar- son, hefur játað að- ild að málinu. Sam- kvæmt frásögn Grétars vissu hann, Malakauskas og Jónas Ingi allir að Jucevicius væri með fíkniefni innvortis þegar hann kom til landsins. Jucevicius hafi veikst strax þann þriðja febr- úar og að þremenningarnir hafi haldið að það væri vegna stíflu í meltingarvegi. Því hafi þeir út- vegað honum deyfandi lyf til að lina þjáningar hans og losa um stífluna. Grétar segir einnig að þeir félagarnir hafi skipst á um að vera hjá honum í íbúð Tomasar við Furugrund í Kópavogi. Áætlað hafði verið að aka Jucevicius út á flugvöll þann sjötta febrúar en þá átti hann pantað flugfar til Kaup- mannahafnar. Jucevicius hafi hins vegar verið orðinn mjög veikur og látist að morgni sjötta febrúar. Í kjölfarið tóku þremenn- ingarnir ákvörðun um að fara með líkið austur til að koma því fyrir. Lögreglan vill kanna frekar, með hliðsjón af framburði eins þremenninganna um að þeir hafi gefið Jucevicius lyf, hvort lyfja- gjöfin hafi átt einhvern þátt í að draga hann til dauða eða gert hann bjargarlausan. Þeir Jónas Ingi og Grétar hafa ákveðið að kæra gæsluvarðhalds- úrskurðinn. Malakauskas tók sér frest til að ákveða hvort hann muni una úrskurðinum. hrs@frettabladid.is 46%62% Blóðblettir í bíl benda til átaka Lögregla fann blóðbletti úr Grétari og Jucevicius í bíl í eigu Grétars. Malakauskas hafði bílinn til umráða. Grétar Sigurðarson hefur játað aðild að málinu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Raforkulög: Frestað í þingflokki STJÓRNMÁL Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins samþykkti ekki frumvarp iðnaðarráðherra um ný raforkulög. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins vildu þingmenn flokksins af suð- vesturhorninu ekki samþykkja frumvarpið þar sem þeir óttast að það hafi í för með sér verulega hækkun raforkuverðs. Meðal þeirra sem lýst hafa efa- semdum um málið er Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og borg- arfulltrúi, sem hefur sagt óréttlátt og óskynsamlegt að raforkuverð á landsbyggðinni sé niðurgreitt með hækkun annars staðar á landinu. Þingflokkur Framsóknarflokks samþykkti frumvarpið á fundi sín- um í gær. ■ ALÞINGI Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingunni, spurði Þorgerði K. Gunnarsdóttur menntamála- ráðherra að því á Alþingi í gær hvort hún myndi beita sér fyrir því að innheimtu afnotagjalda Ríkisútvarpsins yrði hætt og ef svo væri, hvernig tekjutapi stofn- unarinnar yrði þá mætt. „Þetta er mikilvægt mál því það snertir rekstrargrundvöll einnar áhrifamestu ríkisstofnunar landsins. Það eru margs konar gallar við afnotagjöld sem tekju- öflun. Gjöldin eru óskilvirk inn- heimtuaðferð og aðferðin er dýr,“ sagði Ágúst. Þorgerður Katrín svaraði því ekki hvort hún hygðist beita sér fyrir því að afnema afnotagjöld Ríkisútvarpsins. Hún sagði það óábyrgt að fjalla um það núna, þar sem ekki lægi enn fyrir hvernig rekstur stofnunarinnar yrði fjár- magnaður í staðinn. „Það er hægt að fjármagna rekstur Ríkisútvarpsins með því að setja á sérstakan nefskatt eða með almennri skattheimtu, en þá erum við að tala um að útvega þrjá milljarða króna, sem er sú upphæð sem kostar að reka stofn- unina.“ ■ Þorgerður K. Gunnarsdóttir um afnám afnotagjalda RÚV: Skattahækkun eða nefskattur ÞORGERÐUR K. GUNNARSDÓTTIR Menntamálaráðherra sagði í fyrirspurnar- tíma á Alþingi í gær að hægt yrði að fjár- magna rekstur Ríkisútvarpsins með því að setja á sérstakan nefskatt eða með almennri skattheimtu. GRÉTAR SIGURÐARSON Á LEIÐ Í HÉRAÐSDÓM Grétar og Jónas Ingi ákváðu að kæra úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald. Malakauskas tók sér frest til að ákveða hvort hann kærir eða ekki. ■ Því hafi þeir út- vegað honum deyfandi lyf til að lina þjáning- ar hans og losa um stífluna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.