Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 14
14 4. mars 2004 FIMMTUDAGUR BIÐLAÐ TIL KJÓSENDA Spænski forsætisráðherrann, Jose Maria Aznar, ávarpar stuðningsmenn sína í spænska bænum Ceuta á norðurströnd Afríku í gær. Þingkosningar verða á Spáni 14. mars. Hár tollur á I-Pod tölvur: Sala innanlands hverfandi NEYTENDAMÁL Lítið hefur selst af I-Pod tölvum frá Apple á Íslandi þótt tækið hafi verið einhver vin- sælasta jólagjöf bæði í Evrópu og Ameríku um síðustu jól. Ástæða þessa er að íslensk tollayfirvöld hafa skilgreint tækið sem upptöku- tæki, en ekki harðdisk eða lófatölvu. Þessi skilgreining gerir það að verkum að 32 prósenta tollur (þar af 4,5 prósent vegna stefgjalda) leggst á verð vörunnar en tölvur og harðir diskar bera almennt engan toll. I-Pod er harður diskur sem býð- ur upp á viðmót til afspilunar á tón- list og hefur sá notkunarmöguleiki verið í forgrunni í auglýsingum á notagildi tækisins. Mun þetta vera ástæða flokkunar tollayfirvalda en forsvarsmenn Apple á Íslandi und- irbúa málflutning til þess að fá flokkuninni hnekkt. „Þótt framleiðandi vöru kjósi að draga fram einn kost fremur en annan á það ekkert að breyta vör- unni. Þetta er svolítið eins og bílarn- ir sem kallaðir eru „mobile“ og inni- halda GSM-síma séu flokkaðir sem GSM-símar en ekki bílar,“ segir Ólafur Hand, framkvæmdastjóri Apple á Íslandi. Að sögn Ólafs er flokkun ís- lenskra tollayfirvalda á tækinu einsdæmi í Evrópu. ■ Framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins: Ákærður fyrir fjárdrátt DÓMSMÁL Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Íslenska dans- flokksins hefur verið ákærður fyrir 2,3 milljóna króna fjárdrátt og brot í opinberu starfi á ár- unum 1999 til 2001. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Framkvæmdastjórinn er sakaður um að hafa dregið féð með millifærslum og útgáfu 19 ávísana og að hafa ranglega skýrt úttekt sem launagreiðslur. Þá gaf hann út tilhæfulausa reikninga og dró sér greiðslur sem dansflokk- urinn átti að fá fyrir sölu. ■ YFIRBORÐ MARS Mars í myndum geimreiðarinnar Opportunity. Líf á Mars: Lokað fyrir veðmál LONDON, AP Nokkrir breskir veð- bankar eru hættir að taka við veð- málum um hvort einhvern tíma hafi verið líf á Mars. Ákvörðunina tóku þeir eftir að geimreið NASA fann ummerki þess að vatn hefði eitt sinn verið að finna á plánet- unni rauðu. „Í kjölfar frétta frá NASA telj- um við líklegt að sannanir fyrir lífi á Mars finnst á næstu árum,“ sagði Warren Lush, talsmaður Ladbrokes-veðbankans. Þegar fyrirtækið byrjaði að taka við veðmálum á áttunda áratug síð- ustu aldar töldu þeir líkurnar á því að sönnur finndust fyrir lífi á Mars vera einn á móti þúsund. Undir það síðasta voru þær einn á móti sextán. ■ HAÍTÍ, AP Til harðra bardaga kom milli uppreisnarmanna og vopn- aðra fylgismanna Jean-Bertrand Aristide, fyrrum forseta Haítí, í La Salinas-fátækrahverfinu í höf- uðborginni Port-au-Prince í gær. Mikil skothríð kvað við í hverfinu og vegfarendur reyndu að koma sér í skjól meðan bardaginn gekk yfir. Aristide hefur átt mikinn stuðning meðal íbúa hverfisins. Þá komu bandarískir hermenn í veg fyrir að uppreisnarmenn eltu uppi embættismenn í stjórn Aristide þegar þeir flúðu land í gær. Það þykir til marks um að Bandaríkjamenn ætli að ganga lengra í að spyrna gegn ofbeldis- verkum en forystumenn þeirra létu í veðri vaka þegar fyrstu friðar- gæsluliðarnir voru á leið til Haítí. Á líkhúsi borgarinnar fengust þær upplýsingar að komið hefði verið með 30 lík þangað frá því á sunnudag. Þar með er talið að fjöldi þeirra sem hafa látist af völdum borgarastríðsins sé kom- inn í 130 manns. Á líkhúsinu er ekkert rafmagn og því ekki hægt að frysta líkin þannig að lík af rotnandi líkum er þar allsráðandi. Aristide er enn í Mið-Afríku- lýðveldinu og er óráðið hvar hann fær hæli til frambúðar. ■ Uppreisnarmenn og stuðningsmenn Aristide börðust: Barist í fátækrahverfi Efasemdir um for- gangsröðun í löggæslu Ögmundur Jónasson spyr hvort efling sérsveita sé vísir að her. Formað- ur fjárlaganefndar er ósáttur við undirbúning málsins. Helgi Hjörvar vill að keyptur verði einkennisbúningur handa dómsmálaráðherra. STJÓRNMÁL Í dag fara fram umræð- ur utan dagskrár á Alþingi um breyttar áherslur dómsmálaráð- herra í löggæslumálum. Máls- hefjandi er Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. Um- ræðurnar koma í kjölfar frétta um að stórefla eigi sérsveitir lög- reglunnar. Málið var ekki kynnt fjárlaganefnd þótt útgjaldaaukn- ing sé því samfara. Ögmundur segist ekki vilja einangra umræðuna í dag við efl- ingu sérsveita lögreglunnar. „Það er náttúrlega engin launung á því að Björn Bjarnason hefur verið áhugamaður um að koma á fót ís- lenskum her og menn spyrja eðli- lega hvort þessi efling víkinga- sveitarinnar er vísir að íslenskum her,“ segir Ögmundur. Magnús Stefánsson, Fram- sóknarflokki, formaður fjárlaga- nefndar, segist ekki hafa heyrt af fyrirætlunum um eflingu sér- sveita fyrr en í fréttum. Þetta seg- ir hann óheppilegt og hefur gert athugasemd vegna þessa. „Þetta er spurning um samskipti manna,“ segir Magnús. H e l g i Hjörvar, full- trúi Samfylk- ingar í fjár- l a g a n e f n d , bendir á að í fjárlögum hafi verið gert ráð fyrir sex milljón króna niðurskurð i hjá embætti Ríkislögreglustjóra, sem nú tekur við auknum verkefnum. Hann undrast þessa forgangsröðun. „Sýslumaðurinn í Keflavík á í engin hús að venda með hluta starfseminnar og þarf að vera í gámum. OECD sá ástæðu til að vara sérstaklega við því að efna- hagsbrotadeildin væri alvarlega undirmönnuð,“ segir Helgi. Hann nefnir einnig fjárhagsvanda dóm- stóla og Landhelgisgæslunnar. „Svo er allt í einu núna án nokkurra heimilda hægt að ákveða að fara í mörg hundruð milljón króna leiðangur að því er virðist út af áhugamálum eða bernskudraumum eins manns,“ segir Helgi. Hann telur ekkert hafa gerst frá samþykkt fjárlaga sem kalli á þær aðgerðir sem nú hafi verið kynntar af dómsmála- ráðherra. „Víkingasveitin, sem er góðra gjalda verð, hefur sem betur fer haft mjög lítil og nánast hverfandi verkefni og það virðist því vera augljóst að það séu mörg önnur svið löggæslunnar sem þurfi frek- ar eflingar við. Þá sýnist manni að það ætti að eyða peningunum í þau verkefni en gefa Birni bara einkennisbúning til þess að leika sér í,“ segir Helgi. thkjart@frettabladid.is Í HÖFUÐBORGINNI Íbúar Port-au-Prince halda höndum á lofti til að sýna að þeir séu vopnlausir. VÍKINGASVEITARMAÐUR Ekki var haft samráð við fjárlaganefnd áður en tilkynnt var um eflingu sérsveita lögreglunnar. Þetta telur for- maður nefndarinnar vera óheppilegt. ÖGMUNDUR JÓNASSON Spyr hvort efling sérsveitar sé vísir að íslenskum her. ÓLAFUR HAND Ólafur segir mikið seljast af aukahlutum í I-Pod tölvur á Íslandi, sem bendir til þess að margir kaupi tækin í útlöndum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.