Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 45
Fréttiraf fólki 45FIMMTUDAGUR 4. mars 2004 20% afsláttur fyrir korthafa VISAÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA FRÍTT INN MILLI KL. 11 OG 12 FRÍTT INN MILLI KL. 11 OG 12 06.-03.’04LAUGARDAG 05.-03.’04FÖSTUDAG GUS GUS STRAUMAR & STEFÁN Leikkonan Renée Zellwegerlenti í leiðinlegri lífsreynslu strax að lokinni Óskarsverðlauna- afhendingu. Hún fór og fagnaði sigri sínum á vel þekktum veit- ingastað í Los Angeles en ákvað að skilja styttuna sína eftir í límósín- unni sem hún ferðaðist með það kvöldið. Síðar þegar hún ætlaði að ná í hana aftur fann hún hana ekki og brast í grát. Svo, þegar hún var búin að vola nær allan vökva úr líkama sínum og ásaka bílstjórann um stuld, áttaði hún sig á því að hún var að leita í rangri límósínu. Eftir að hafa fundið styttuna aftur sór hún þess eið að skilja hana aldrei eft- ir aftur á glámbekk. Forseti Suður-Afríku lofsöngleikkonuna Charlize Theron eftir að hún vann Óskarsverð- launin aðfaranótt mánudags fyrir besta leik í aðalhlutverki. Theron er fædd og uppal- in í landinu og kastaði kveðju til þjóðarinnar í þakkarræðu sinni. Thabo Mbeki sagði að þjóðin væri stolt af henni og sagði hana tákn- mynd hinnar sterku suður- afrísku konu. Elton John segistvilja giftast elskhuga sínum til margra ára, David Furnish. Hann sagði í viðtali að hann biði eftir því að brúðkaup samkynhneigðra yrðu lögleidd í Bretlandi. Þetta yrði annað brúðkaup hans því árið 1984 giftist hann Renate Blauel en hjónaband þeirra end- ist aðeins í fjögur ár. Kannski vegna þess að Elton var einum of mikill hommi fyrir eiginkonu sína. Elton gæti fengið ósk sína uppfyllta mjög bráðlega því fljót- lega verður það tekið upp á breska þinginu hvort lögleiða eigi hjónabönd samkynhneigðra. Flestir virðast bjartsýnir á að það komist í gegn, þar á meðal Breta- drottning. Kylie Minogue neyddist til þessað taka myndavél af æstum aðdáanda á tónleikum á GAY- klúbbnum í London um helgina. Ástæðan var sú að sjónarhorn hans var þannig að hann hefði getað tekið ansi margar myndir undir pils hennar. Þetta lík- aði Kylie ekki og lét lífvörð sinn sækja myndavélina úr höndum mannsins. Henni var þó skil- að til baka, filmu- lausri, eftir tón- leikana. VIVIENNE WESTWOOD Breski fatahönnuðurinn Vivienne Westwood átti góða sýningu í París í gær. Þar sýndi hún meðal annars þessa litríku flík sem saumuð er saman úr hinum ýmsu efnum. Pondus Hey, Anna! Viltu koma út að leika? Jæja, félagi... meira góða ráðið að kasta steini í gluggann! SMÁSTEINI, KJARRI, SMÁSTEINI!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.