Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 46
Hrósið 46 4. mars 2004 FIMMTUDAGUR
Hún er farin í loftið... FM89,0... Útvarp nemendafé-
lags FB.... síminn er 5578330...í
nótt stóð útsending til 5 og var
ýmislegt á boðstólnum... Oddur
handtekinn í beinni, Daði að
vekja fólk og næturvörður Breið-
holtslaugar nær dauða en lífi.
Mæli með því að þið hlustið ekki
á neitt annað en FM 89,0 til
16.mars,“ svona kynnir bloggar-
inn elwar.blogspot.com Skank
FM, útvar nemendafélags Fjöl-
brautarskólans í Breiðholti, til
sögunnar en það er útlit fyrir að
það muni gusta um þessa út-
varpsstöð þar sem lögreglan
kemur við sögu strax í upphafi.
Málið er þó ekki jafn krassandi
og ætla mætti þar sem lögreglan
ruddist ekki inn í hljóðverið til að
handtaka tæknistjórann Odd
Jóakimsson heldur hafði hún af-
skipti af honum þar sem hann var
að lýsa næturlífinu beint í gegn-
um farsíma fyrir utan Broadway
aðfararnótt sunnudagsins.
„Það hefði nú verið meiri saga
í því ef þetta hefði verið þannig,“
segir Oddur, „en við stefnum bara
að því að það gerist næst. Eigum
við ekki að segja að ég hafi verið
sallarólegur en vel í því en löggan
var eitthvað pirruð.“
Oddur segir stöðina annars
hafa farið vel af stað og mikið er
um innhringingar frá fólki sem
tengist skólanum ekki á nokkurn
hátt. „Við erum með góða hlustun
og náumst í það minnsta alveg til
Keflavíkur og leggjum meginá-
herslu á að hafa þetta frjálslegt og
skemmtilegt.“
En eiga Skankararnir einhverj-
ar fyrirmyndir í útvarpi, kannski
Tvíhöfða, Jón og Gulla eða Sigga
Hlö og Valla Sport? „Við lítum nú
frekar á okkur sem fyrirmyndir
þeirra. Það er miklu frekar að við
tökum okkur Howard Stern til
fyrirmyndar.“ ■
Útvarp
SKANK 89,0
■ Oddur Jóakimsson, tæknistjóri út-
varpsstöðvar Nemendafélags FB, fór í
taugarnar á löggunni þegar hann lýsti
næturlífinu í beinni.
..... fær Leðurblökumaðurinn fyrir
að leggja leið sína til Íslands
með fríðu föruneyti og moldríkum
kvikmyndagerðarmönnum.
Löggan truflaði beina útsendingu
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
21 árs.
Chelsea Clinton.
Andrés Sigmundsson.
í dag
Dómara
grunar
morð
Þjófur í
íslenska
dansflokknum
Viagra fyrir
hross í miðbæ
Reykjavíkur
Mörkinni 6. Sími 588 5518. • Opið laugardaga frá 10 til 16.
Góðar yfirhafnir
Enn meiri lækkun
Síðustu dagar
Útsala!
1
5 6
7 8
13 14
16 17
15
18
2 3
11
9
1210
4
Lárétt: 1 þéttbýli, 5 fæða, 6 skóli, 7 tónn,
8 mann, 9 fokka, 10 hvíldist, 12 snjó,
13 tíndi, 15 rykkorn, 16 kvensel,
18 vanhugsað.
Lóðrétt: 1 sárreiður, 2 munda, 3 sólguð,
4 hart árferði, 6 auka, 8 húðpoki,
11 forfeður, 14 arinn, 17 ending.
Lausn:
Lárétt: 1 borg,5áta,6ma,7la,8hal,
9segl,10 lá,12 snæ,13 las,15 ar,
16 urtu, 18 óráð.
Lóðrétt: 1 bálillur, 2ota,3ra,4hallæri,
6magna,8hes,11 áar, 14 stó,17 ur.
Það kom okkur í opna skjöldu aðþessi atriði skyldu hafa verið
tekin út,“ segir Óskar Jónasson,
leikstjóri Svínasúpunnar, en þrjú
atriði þar sem kynlífi samkyn-
hneigðra bregður fyrir voru
klippt úr síðasta þætti Súpunnar.
„Í sama þætti bregður fyrir kyn-
lífi gagnkynhneigðra þannig að ég
óttast að þetta sé bara hómófóbía.
Það sem var klippt út er lengra en
atriðið sem fékk að vera en það er
ekkert dónalegra.“
Haldinn var neyðarfundur með
dagskrárstjóra Stöðvar 2 og segir
Óskar að Svínasúpufólki hafi ver-
ið settur stóllinn fyrir dyrnar.
Þrautalendingin var sú að þáttur-
inn var sýndur í styttri útgáfu síð-
asta föstudagskvöld á venjulegum
tíma og verður sýndur í fullri
lengd klukkan 23.40 á föstudags-
kvöld.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
upp koma umræður um hvað sé
við hæfi í Svínasúpunni en eftir
fyrstu tvo þættina virtust þeir
hafa mýkst og orðið fjölskyldu-
vænni. „Það var tilviljun sem réð
því hvernig raðaðist í fyrstu tvo
þættina. Það voru einhverjar setn-
ingar sem við urðum að breyta en
það voru engin atriði klippt út.“
Hann segir að þó svo að þáttur-
inn hafi þróast yfir í að verða fjöl-
skylduefni hafi aldrei verið ætlun-
in að róa á þau mið. „Það hefur
kannski orðið í gegnum Sveppa og
Audda, sem hafa óviljandi orðið
barnastjörnur.“ Sveppi og Auddi
tengjast báðir því atriði sem deilt
var um en um það vill Óskar lítið
annað segja, nema að atriðið sé
tekið í Öskjuhlíðinni og að hugsan-
lega flokkist frekar undir dóna-
skap að hafa þá báða nakta og nána
en þegar Sveppi er nakinn.
„Það var aldrei hugmyndin að
þættirnir yrðu barnvænir. Við
sáum fyrir okkur að börn myndu
ekki fatta húmorinn og að þau
yngstu væru farin að sofa um tíu.
Nú ætlum við að vona að þau séu
farin að sofa um miðnætti.“
Þetta er síðasti þáttur Sveppa-
súpunnar, að minnsta kosti í bili, en
í gærkvöld átti að taka ákvörðun um
hvort það sé forsvaranlegt að hræra
í nýja súpu. „Við erum opin fyrir
framhaldi,“ segir Óskar að lokum.
svanborg@frettabladid.is
UPPNÁM VEGNA SVÍNASÚPU
Þrjú atriði þar sem kynlífi samkyn-
hneigðra bregður fyrir voru klippt úr
síðasta þætti Svínasúpunnar. Hann
verður sýndur í fullri lengd annað
kvöld.
Sjónvarp
SVÍNASÚPAN
■ Síðasti þáttur súpunnar
var ritskoðaður.
Óttast að þetta sé hómófóbía
Imbakassinn
Kemurðu
með
niður?
Æi, ég veit
það ekki...
ég er svo
hrædd við að
brenna mig!
ODDUR JÓAKIMSSON
Tæknistjóri Skank FM byrjaði útsendingar
með látum og útilokar ekki meiri hasar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/
VI
LH
EL
M