Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 15
15FIMMTUDAGUR 4. mars 2004 20%afslátturaf öllum Legokubbum 20% afslátturaf öllu á dönskum dögum Gildir til 14. mars eða á meðan birgðir endast. HELSINKI, AP Anneli Jäätteenmäki, fyrrum forsætisráðherra Finn- lands, lýsti sig í gær saklausa af ákærum um að hún hefði hvatt Martti Manninen, aðstoðarmann forsetans, til að brjóta lög. Manni- nen er ákærður fyrir að hafa látið Jäätteenmäki fá leyniskjöl um stefnu finnsku ríkisstjórnarinnar gagnvart innrás í Írak og þar með brotið gegn lögum sem gilda um leynd slíkra skjala. Jäätteenmäki var leiðtogi Mið- flokksins og utan stjórnar á þeim tíma sem hún fékk skjölin. Þau notaði hún í kosningabaráttunni á síðasta ári til að sýna fram á að ríkisstjórn Paavo Lipponen hefði skipt um afstöðu til innrásar í Írak. Síðar þurfti hún að segja af sér í kjölfar ásakana um að hafa logið að þinginu um skjölin. Jäätteenmäki neitaði því að hafa nokkurn tíma beðið Manni- nen um skjölin. Manninen sagði hana hins vegar hafa þrábeðið sig um þau en segist aðeins hafa látið hana hafa úrdrætti úr gögnum sem hafi ekki verið bannað að dreifa. ■ Í BARÁTTUHUG Ríkisstjórinn háði mikla kosningabaráttu til að fá sitt fram. Schwarzenegger: Hafði sigur í kosningu LOS ANGELES, AP Kjósendur í Kali- forníu samþykktu tillögu Arnolds Schwarzenegger ríkis- stjóra um að taka lán að andvirði rúmra þúsund milljarða króna til takast á við fjárhagsvanda ríkissjóðs. Önnur tillaga sem takmarkar mjög möguleika rík- isins til lántöku í framtíðinni var einnig samþykkt. Schwarzenegger hafði sagt að grípa þyrfti til verulegs niður- skurðar ef tillögurnar yrðu felldar. Töluverðrar andstöðu gætti í upphafi en eftir mikla kosningabaráttu ríkisstjórans voru báðar tillögur samþykktar með miklum meirihluta at- kvæða. ■ KÚABÓNDI Bandarískir kúabændur hafa tapað gífur- legum fjármunum vegna innflutnings- banns á bandarísku nautakjöti. Fuglaflensa og kúariða: Útflutningur dregst saman RÓM, AP Smitsjúkdómar á borð við fuglaflensu og kúariðu hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir kjöt- framleiðendur um heim allan. Fjöldi landa hefur bannað inn- flutning á alifuglum og nautgrip- um frá ákveðnum heimssvæðum og hefur útflutningur á nautakjöti og kjúklingi dregist saman um þriðjung vegna þessa. Tólf ríki eiga það á hættu að tapa samtals sem svarar allt að 700 milljörðum íslenskra króna á þessu ári vegna innflutningsbanns, að því er fram kemur í skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. ■ Réttað yfir fyrsta kvenkyns forsætisráðherra Finnlands: Fyrrum forsætis- ráðherra fyrir rétti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.