Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 31
DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM OUT OF TIME Internet Movie Database - 6.4 /10 Rottentomatoes.com - 65% = Fersk Entertainment Weekly - B+ Los Angeles Times - 3 stjörnur (af fimm) SCHOOL OF ROCK Internet Movie Database - 7.6 /10 Rottentomatoes.com - 90% = Fersk Entertainment Weekly - A Los Angeles Times - 4 stjörnur (af fimm) TORQUE Internet Movie Database - 2.7 /10 Rottentomatoes.com - 21% = Rotin Entertainment Weekly - B Los Angeles Times - 4 stjörnur (af fimm) 31FIMMTUDAGUR 4. mars 2004 ■ Kvikmyndir Frumsýndarum helgina Hann Denzel Washington heldursig við lögguspennutryllana enda kominn með einn Óskar á hill- una fyrir túlkun sína á hinum af- vegaleidda lögreglumanni Alonzo Harris í Training Day. Áður hafði hann leikið lamaða löggu í Bone Collector, FBI-lögreglumann í The Siege og lögreglumann sem barðist við fjöldamorðingja frá annarri vídd í myndinni Virtuosity frá ár- inu 1995. Í Out of Time leikur Washington lögregluforingja í smábænum Banyan Keys í Flórída. Að þessu sinni er Washington heiðarleg lögga en lendir í vandræðum þegar kona sem hann hitti á laun er drep- in. Hann heldur ástarævintýri þeir- ra leyndu og tekur að sér rannsókn málsins. Hann neyðist svo til þess að halda helstu málum úr rannsókn- inni leyndum fyrir undirmönnum sínum því flestar vísbendingarnar sýna fram á að hann sjálfur sé morðinginn. Þetta ástarævintýri hans tengir hann við heim eitur- lyfja, peningaþvættis og lyga. Hann þarf svo að leysa málið áður en tíminn rennur út og undir- menn hans komast á sama spor og hann. Auk Washingtons er Eva Mendez, skvísan hans Matts Damon, í stóru hlutverki en hún hefur verið mikið áberandi í Hollywood frá því að hún landaði hlutverki í myndinni The Fast and the Furious. Næst sjáum við hana til dæmis í nýrri gamanmynd Farrelly-bræðra, Stuck on You, sem verður frumsýnd í næstu viku. ■ OUT OF TIME Konurnar í lífi Denzel eiga það til að detta niður dauðar, að minnsta kosti í myndinni Out of Time. Wind í númer 44 og Sjö samúræjar eftir Kurosawa er fyrsta myndin á öðru tungumáli en ensku sem kemst inn á listann í 47. sæti og Trainspott- ing fyrsta enska myndin, sem kemst að í 62. sæti. Nokkrar af vinsælustu myndum síðustu áratuga eru á róli fyrir miðj- um lista; The Matrix númer 56, Titanic númer 57, Ghostbusters númer 58 og Die Hard númer 59. Það vekur einnig athygli að tíma- mótahrollur Ridleys Scott, Alien, nær aðeins 75. sæti en framhalds- myndin Aliens, eftir James Camer- on, er númer 32. Þá er The Deer Hunter í 79. sæti og The Silence of the Lambs í 73. Tortímandi James Cameron er númer 74 og Tortím- andinn 2: Dómsdagur fylgir eftir í 77. sæti. Markaðsspekingar vilja almennt meina að Steven Spielberg hafi fundið upp sumarsmellina, eða „blockbusterana“ með Jaws árið 1975 og hann drottnar yfir þessum lista, ekki ólíkt Arnaldi Indriðasyni á íslenskum bóksölulistum. Spiel- berg á sjö myndir á topp 100 og þar af þrjár, Jaws, Jurassic Park og Raiders of the Lost Ark, á topp 20. Aðrar Spielberg-myndir á listanum eru Schindler’s List (26), Saving Pri- vate Ryan (50), Close Encounters (68) og E.T. rekur lestina í 71. sæti en þeir eru sjálfsagt margir sem telja hana eiga erindi ofar á listann. Snilldarverk reka lestina Meistari spennumyndanna, Alfred Hitchcock, á fjórar mynd- ir á listanum sem mættu að ósekju komast ofar; Vertigo er númer 45, Psycho númer 72, Rear Window númer 76 og North By Nortwest númer 88. Stanley Kubrick á þrjár mynd- ir á listanum 2001, Dr. Strang- elove númer 52 og The Shining númer 54. Þá er meistari Tar- antino einnig með þrjár myndir; Pulp Fiction, Kill Bill Vol. 1 núm- er 27 og Reservoir Dogs númer 49. Afskaplega ánægjulegt síðan að sjá True Romance, sem er gerð eftir fyrsta kvikmyndahandriti Tarantinos, í áttugasta sæti en hér er á ferðinni stórlega vanmet- in glæpamynd. Aðrir gullmolar í neðstu sætum eru Chinatowm (81), Cinema Paradiso (82), The Searchers (83), The Wizard of OZ (84) og hinum stjörnum hlaðna The Great Escape númer 85. City of God er síðasta myndin sem kemst á blað en hún hafnaði í 100. sæti. Af þeim tíu kvikmynd-um sem koma næst á undan er The Untouchables eftir Brian De Palma í 99. sæti, þá Braveheart, The Exorcist, The Blues Brothers, Toy Story, Platoon, Ben-Hur, Spider-Man, Annie Hall og í 90. sæti 12 Angry Men. thorarinn@frettabladid.is MEISTARI HITHCOCK Á fjórar myndir á listanum en Steven Spielberg ber höfuð og herðar yfir aðra leikstjóra með sjö myndir á topp 100. Denzel í vandræðum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.