Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 12
12 4. mars 2004 FIMMTUDAGUR ■ Reykjanes AFSÖKUNARBEIÐNI Séra Maurice Gordon hneykslaði marga og særði þegar hann skrifaði „Gyðingar drápu Jesú Krist“ á auglýsingatöflu við kirkju sína. Nú hefur hann birt afsökunarbeiðni á sömu töflu. HEILBRIGÐISMÁL „Þessi álitsgerð er ekki endanleg að því leytinu til að ég hef fengið athugasemdir frá lögmanni aðstandenda. Ég mun fara yfir þær og hef heimild til að gefa út lokaútgáfu af þessari álits- gerð ef tilefni er til.“ Þetta sagði Jón Hilmar Al- freðsson, settur landlæknir í máli sem upp er komið vegna andláts barns sem fæddist á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja í september síðastliðnum. Barnið lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi eftir að það var tekið með bráðakeisaraskurði á Heilbrigðisstofnuninni. Vakthaf- andi læknir hafði þá í fæðingunni sprautað miklu magni af deyfiefni í legháls móður. Hjartsláttur barnsins datt niður skömmu síðar, það var tekið með bráðakeisara- skurði og flutt á LSH þar sem það lést skömmu síðar. Settur landlæknir skilaði álits- gerð um málið en veitti lögmanni aðstandenda, Dögg Pálsdóttur, 2- 3 vikna frest til að koma með at- hugasemdir. Áður en fullar 3 vik- ur voru liðnar sendi hann hins vegar lögmanninum boð um að fram komin álitsgerð væri endan- leg. Lögmaðurinn setti engu að síður fram athugasemdir um veigamikil atriði eins og að þrjú sprautunálarför sem hefðu fund- ist á höfði barnsins væru óút- skýrð. Þá bað lögmaður um af- dráttarlausara og gleggra orðalag á ýmsum atriðum. Settur land- læknir kveðst nú ætla að taka álitsgerð sína til endurskoðunar í ljósi athugasemdanna. ■ Vilja Leicester Square á Lækjartorg Hópur fjárfesta vill blása lífi í miðbæinn með því að setja Lækjargötu í stokk og byggja verslunarmiðstöð sem tengist tónlistar- og ráðstefnuhúsi við höfnina. Raunhæft verkefni segir forsvarsmaður hópsins. MIÐBÆRINN Hópur fjárfesta hefur kynnt borginni og skipulagsyfir- völdum hugmynd um að þróa svæðið við Reykjavíkurhöfn þar sem fyrirhugað er að reisa tónlist- ar- og ráðstefnuhús. Þar yrði Lækjartorg þungamiðja svæðis- ins sem næði til austurbakka hafnarsvæðisins. Pálmi Kristin- son, framkvæmdastjóri Smára- lindar, fer fyrir fjárfestahópn- um, en í honum eru Norvik, Þyrping, Sax- hóll, Byggingar- félag Gylfa og Gunnars og Landsbankinn. Hugmyndin er að frá Lækjar- torgi til norðurs rísi verslunar- miðstöð, ein- hvers konar miðbæjarklasi, sem áætlað er að gæti verið í kringum 15 þús- und fermetrar að stærð, með um 50 verslun- um. „Þetta er mjög raunhæft verk- efni. Verslanir í miðbæjarklasan- um yrðu smærri í sniðum en verslanir í Kringlunni og í Smáralind og klasinn hefði allt öðruvísi hlutverki að gegna. Markmiðið er að lífga upp á mannlífið utandyra og tengja göngutraffíkina við verslanir í kring. Skipulagið í miðborginni hefur hamlað þróun verslunar á svæðinu. Lækjargatan er ákveðinn þröskuldur og sker í sundur Kvosina við Banka- stræti og Laugaveg. Við teljum hægt að leysa þennan vanda með því að setja Lækjargötu í stokk, tengja þetta svæði saman sem eina heild og gera að alvöru torgi á borð við Leicester Square í London,“ segir Pálmi. Miklir möguleikar eru taldir fylgja byggingu verslunarmið- stöðvar í miðborginni. Pálmi segir þetta umfangsmikið verk- efni, en hugmyndirnar hafi verið í þróun undanfarin ár. Hann seg- ir að næstu tvö ár fari væntan- lega í samningaviðræður, skipu- lagsmál og fjármögnun og upp- bygging þurfi ekki að taka mjög langan tíma. „Við teljum þrjú til fjögur ár raunhæfan tíma til að byggja þetta upp. Það er æskilegt að svona framkvæmdir taki ekki of langan tíma, enda er þetta í hjarta miðborgarinnar. Það tók okkur eitt og hálft ár að reisa Smáralind og það eru svipaðar byggingaframkvæmdir og fyrir- hugaðar eru í tengslum við tón- listar- og ráðstefnuhúsið. Það er líklegast að framtíðarþróunin á höfuðborgarsvæðinu verði þannig að Kringlan, Smárinn og miðbærinn verði meginverslun- arsvæðin. Miðborgin hefur dal- að en ég er sannfærður um að hún vaxi á nýjan leik. Við sjáum slíka þróun í löndunum í kring- um okkur,“ segir Pálmi. bryndis@frettabladid.is Davíð Oddsson forsætisráðherra: Sækir Dani heim HEIMSÓKN Davíð Oddsson forsæt- isráðherra og Ástríður Thoraren- sen, eiginkona hans, eru nú í opin- berri heimsókn í Danmörku. Heimsóknin hófst í gær og stend- ur til laugardags. Í heimsókninni mun forsætisráðherra eiga fund með Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Þá munu forsætisráðherrahjónin vera við opnun sýningar um Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Einnig mun forsætis- ráðherra ávarpa ráðstefnu sem haldin verður í tilefni af hundrað ára afmæli heimastjórnarinnar. ■ STJÓRNMÁL „Það er uppsöfnuð óánægja sem veldur því að ég hef ákveðið að segja mig úr Frjálslynda flokknum, ekki síst óánægja með framkomu vara- formanns flokksins í bæðu ræðu og riti. Þetta er orðið lang- varandi og engin breyting hefur orðið þar á. Ég lít svo á að ákvörðun flokksins að útnefna hann sem þingflokksformann sé samþykkt á því að þetta sé viðu- nandi framferði í flokknum und- ir þessari forystu,“ segir Sig- urður Ingi Jónsson. Sigurður hefur verið fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarps- ráði, en hefur nú sagt sig úr ráð- inu og úr Frjálslynda flokknum vegna óánægju með framkomu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns flokksins. Hann segist ekki geta unnið með forystu sem telji slíka fram- komu við- unandi. „Hann hefur oftar en einu sinni farið yfir strikið og ég tel það flokknum ekki til framdráttar. Hann hefur farið offari í árásum á menn og stofnanir og málefnafátæktin hefur verið landlæg hjá honum,“ segir Sigurður. ■ „Lækjargat- an er ákveð- inn þröskuld- ur og sker í sundur Kvos- ina við Bankastræti og Laugaveg. Við teljum hægt að leysa þennan vanda með því að setja Lækjargötu í stokk. BARN GÆÐIR SÉR Á ÍS Kínverskur læknir segir að átján prósent skólabarna í Peking séu of feit. Offituvandamál í Kína: 200 milljónir of feitar KÍNA Yfir 200 milljón Kínverjar eru of þungir, að því er fram kem- ur í ríkisfjölmiðlum í Kína. Fréttastofan Xinhua hefur það eftir kínverskum lækni að um 30 milljónir Kínverja eigi beinlínis við offituvandamál að stríða. Læknirinn fullyrðir að ástandið sé mjög alvarlegt í höfuðborginni Peking og á öðrum svæðum þar sem velmegun hefur aukist hratt á undanförnum árum. Hann segir að um átján prósent nemenda í skólum í Peking séu of feit en það er tvöfalt hærra hlutfall en fyrir áratug síðan. ■ NÝR SKÓLI Framkvæmdir við nýjan grunnskóla í Innri-Njarð- vík eru að hefjast, en skólinn verður fullbyggður sumarið 2005. Fyrsti áfangi skólans mun verða um 3.500 fermetrar og hefur jarðvinna þegar verið boðin út. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 9,5 milljónir. Samið verður við Nesprýði, sem bauð 6,7 milljónir í verkið. HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA Lát barns eftir fæðingu á stofnuninni er til meðferðar hjá settum landlækni og lögreglu. SIGURÐUR I. JÓNSSON Sagði skilið við Frjálslynda flokkinn. Sigurður I. Jónsson segir sig úr Frjálslynda flokknum: Uppsöfnuð óánægja með Magnús Þór ÞRÓUN MIÐBÆJARINS Hugmyndir eins og þær sem sjást á þessari mynd hafa verið kynntar borginni og skipu- lagsyfirvöldum um að þróa og tengja svæðið frá Lækjargötu að höfninni í eina heild. Hópur fjárfesta vill með þessu blása lífi í miðbæinn og meðal annars byggja verslunar- miðstöð á svæðinu. Settur landlæknir í barnslátsmáli: Ekki endanleg álitsgerð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.