Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2004, Qupperneq 9

Fréttablaðið - 04.03.2004, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 4. mars 2004 Í átta ár hefur NTV boðið upp á Skrifstofu- og tölvunám. Á þessum árum hefur námskeiðið þróast mikið og áherslur þess breyst í takti við tímann og vinnumarkaðinn. Það er samdóma álit þeirra sem ljúka náminu að það sé krefjandi en umfram allt uppbyggilegt, styrkjandi og skemmtilegt. Námið er 258 stundir og skiptist í fjóra flokka: Þetta er síðasta Skrifstofu- og tölvunámskeiðið á þessari önn. Kennt er alla virka daga frá kl. 8:15-12:15. Námskeiðið byrjar 22. mars. - Windows stýrikerfið - Word ritvinnsla - Excel töflureiknir - Power Point kynningarefni - Access gagnagrunnur - Internetið & Tölvupóstur Tölvunám - 96 stundir - Verslunarreikningur - Bókhald - Tölvubókhald Navision MBS® Viðskiptagreinar - 108 stundir - Tímastjórnun og markmiðasetning - Sölutækni og þjónusta - Framsögn og framkoma - Mannleg samskipti - Streitustjórnun - Atvinnuumsóknir Sjálfsstyrking - 30 stundir - Auglýsingatækni - Markhópagreining - Gerð birtingaráætlana - Gagnvirk tenging forrita - Flutningur lokaverkefnis Lokaverkefni - 24 stundir „Með náminu öðlaðist ég hugrekki til að gera það sem mig langaði til!“ Eftir að hafa unnið í matvöru- verslun í 15 ár ákvað Elín að fara í skóla og reyna fyrir sér á öðrum starfsvettvangi. Hún starfar í dag sem skrifstofu- stjóri hjá BabySam á Íslandi. Í tölvuhlutanum er lögð áhersla á þau forrit sem nemandi þarf að kunna á til að öðlast TÖK-skírteini sem er alþjóðleg viðurkenning á tölvukunnáttu hans. NTV er eini skólinn þar sem öll 7 TÖK prófin og alþjóðlegt prófskírteini er innifalið í náminu. Kenndur er sá hluti stærðfræðinnar sem er mest notaður á skrifstofunni og tekin fyrir flest þau atriði sem þarf til að færa bókhald fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. NTV leggur mikið upp úr því að ná fram því besta úr hverjum og einum nemanda. Það er ekki nóg að búa yfir þekkingu og hæfileikum. Nemandinn þarf einnig að þekkja styrk sinn og veikleika, kunna að stýra tíma sínum, setja sér skýr markmið og kunna að selja öðrum hugmyndir sínar og skoðanir. „Skemmtilegasti og erfiðasti hluti námsins“ segja margir. Unnið er í 3-4 manna hópum að markaðssetningu á vöru eða þjónustu. Lokaverkefnisvinnan er skemmtileg, krefjandi og framsett á þann hátt að hún taki á flestum þáttum námskeiðsins. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Hlíðasmára 9 - Kópavogi SKRIFSTOFU- & TÖLVUNÁM ATHAFNALÍF Leiðbeiningar um stjórnarhætti í fyrirtækjum, sem unnar hafa verið af Verslun- arráði, Samtökum atvinnulífsins og Kauphöll Íslands, verða kynntar um miðjan mánuðinn. Að sögn Þórs Sigfússonar, fram- kvæmdastjóra Verslunarráðs, er þar tekið heildstætt á málum sem gagnast öllum hluthöfum og styrkja innviði fyrirtækja. Hann segir spennandi að far- in sé sú leið að markaðurinn setji sjálfur leiðbeiningar um stjórnunarhætti og markaðurinn veiti fyrirtækjum aðhald. Um lagafrumvarp Einars K. Guðfinnssonar og fleiri, sem ætlað er að styrkja stöðu smárra hluthafa, segir Þór að þar komi fram hugmyndir sem séu að sumu leyti ágæt viðleitni til að auka traust minni hluthafa á fyrirtækjum. „Það er þó ekki farsælt að draga hluthafa í fyrir- tækjum í dilka og reyna of mikið með lögum og reglum að hafa áhrif á völd tiltekinna hluthafa- hópa,“ segir hann. „Ég vil þó heldur sjá að tekið sé heildstætt á þessum málum og reynt að skoða hvernig megi styrkja innra eftirlit hjá stjórn- um fyrirtækja og efla stjórnirn- ar. Það er hagur allra,“ segir Þór. ■ STJÓRNMÁL Sex þingmenn úr öllum flokkum og undir forystu Einars K. Guðfinnssonar, Sjálfstæðis- flokki, hafa lagt fram tvö frum- vörp á Alþingi til breytinga á lög- um um verðbréfaviðskipti og hlutafélög. Að sögn Einars er markmið lagabreytinganna að tryggja betur stöðu smærri hlut- hafa. Í tillögunum er gert ráð fyrir að einungis þurfi stuðning 10 prósenta hluthafa til þess að fara fram á rannsókn á málefnum tengd- um félaginu en í nú- gildandi lögum þarf stuðning 25 prósenta hluthafa. Þá eru til- greint í lögunum að óháð verðmat þurfi að eiga sér stað þeg- ar áhrifaaðilar félagi í selja eignir til hlutafélagsins. Á lögum um verð- bréfaviðskipti eru lagðar til þær breyt- ingar að þegar yfir- tökuskylda myndast í félagi sem lítil viðskipti eru með á markaði skuli dómkvaddir menn skera úr um verðmæti félagsins. „Oft er erfitt að átta sig á því hvert raunverulegt markaðsvirði félaga er. Í flestum tilfellum er þetta ekki vandamál vegna þess að viðskipti með bréfin eru virk. En í þeim tilfellum sem svo er ekki myndast ekki raunverulegt mark- aðsverð á hlutabréfin og þá þarf eitthvert efnislegt úrræði sem menn geta stuðst við,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Í frumvarpinu er miðað við að tiltekinn veltuhraði þurfi að vera á bréfum á markaði til þess að verð- myndun teljist vera eðlileg, ann- ars séu dómkvaddir menn kallaðir til verðmats. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt í Viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands, segir hugsunina í frumvarpinu vera rétta en fyrir séu í lög- um ákvæði sem eigi að koma í veg fyrir hlut- hafar geti haft annar- legan ágóða af við- skiptum við félög sem þeir tengjast. Hann segir að í frumvarpinu sé verið að girða fyrir að hlutafélög kaupi af stjórnendum og hlut- höfum á óeðlilegum kjörum en ekki sé síð- ur mikilvægt að koma í veg fyrir að félög selji stjórnendum og stórum hluthöfum á óeðlilegu verði. Hann segir einn helsta vanda smærri hluthafa fel- ast í því að erfitt sé að sækja rétt sinn. „Litlir hluthafar þurfa að hafa afl og getu til að nota þessi réttindi en eins og það er í dag þarf mikla vinnu til að sækja rétt sinn,“ segir Vilhjálmur. Í frumvarpinu eru einnig lagð- ar til breytingar á skilgreiningum á því hvenær lögaðilar og einstak- lingar teljist vera skyldir í skiln- ingi laganna. ■ Í þágu smærri hluthafanna Þverpólitísk samstaða er um tvö frumvörp sem miða að bættri stöðu smærri hluthafa. Kaup hlutafélaga á eigum hluthafa þurfa að sæta mati. EINAR K. GUÐFINNSSON Segir lagabreytingarnar miða að því að tryggja rétt smærri hluthafa. Stjórnarhættir í fyrirtækjum: Nýjar reglur kynntar VILHJÁLMUR BJARNASON Segir erfitt fyrir smærri hlut- hafa að sækja rétt sinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.