Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 20
Þá er endanlega ljóst að Banda-ríkjamenn munu kjósa á milli Kerry og Bush í forsetakosningun- um í nóvember næstkomandi. Sam- kvæmt skoðanakönnunum myndu fleiri kjósa Kerry ef kosið væri í dag. Það er ekki óvanaleg staða þeg- ar forkosningar standa sem hæst. Þá nýtur sá frambjóðandi sem er á sig- urbraut athyglinnar og uppsker gott fylgi. Forsetinn er rétt að byrja sína baráttu; á enn eftir 200 milljónir dala, flokksþing í haust og endalaus tækifæri til að ganga í augun á kjós- endum. Staðan í könnunum í dag segir því lítið til um raunverulega möguleika Kerry á að fella Bush. Kannanir um afstöðu almennings til þess hvort Bush standi sig vel í starfi segja ef til vill meira um möguleikana – en þær sýna dalandi vinsældir Bush og minnkandi traust. En líklega er það efnahagsástandið sem mestu ræður um hvort nýr frambjóðandi getur fellt sitjandi for- seta. Efnahagur Bandaríkjanna er viðkvæmur og þrátt fyrir einhver batamerki eru einnig váleg teikn á lofti – einkum hvað varðar atvinnu- leysi og hversu hægt gengur að skapa ný störf. Skattalækkanir Bush hafa ekki orðið sú vítamínsprauta fyrir efnahaginn sem hann lofaði og vonaðist eftir. Ef fréttir af efnahags- bata láta bíða eftir sér munu mögu- leikar Kerry aukast og kosningarnar í nóvember verða tvísýnar. Þótt efnahagslíf Bandaríkjanna sé mikilvægt í efnahagi heimsins skiptir það okkur Íslendinga ef til vill ekki miklu hvorn frambjóðand- ann Bandaríkjamenn velja. Við get- um bæði lifað við veikan og sterkan efnahag Bandaríkjanna – í það minnsta beðið af okkur nokkur mög- ur ár vestanhafs. Það hefur hins vegar nokkuð að segja fyrir okkur hvers kyns utanríkisstefna er rekin frá Hvíta húsinu. Bush hefur rekið einstaklega harða og yfirgangssama utanríkisstefnu og í raun gert til- raun til að breyta valdajafnvægi í heiminum. Með stefnu sinni hefur Bush hlutast til um málefni æ fleiri ríkja en jafnframt einangrað Banda- ríkjamenn. Hann hefur aukið við bein völd Bandaríkjamanna en misst stuðning á sama tíma. Sú stef- na sem hann hefur rekið er of ein- strengingsleg til að margar þjóðir geti fylkt sér undir merki hennar. Þótt yfirlýst markmið hans sé að tryggja frið eru fáar þjóðir tilbúnar að fallast á aðferðir hans til þess. Bush boðar sinn frið – frið undir óvéfengjanlegri forystu Banda- ríkjamanna og í anda þeirra lífs- gilda sem honum hugnast – fremur en frið í almennari merkingu. Hann boðar einhvurslags alheimsstjórn en tekur á sama tíma ekki virkan þátt í alheimsstjórnmálum. Banda- ríkjamenn gangast til dæmis ekki undir alþjóðasáttmála nema þeir séu sniðnir að þeirra þörfum. Bush vill þiggja af öðrum þjóðum og segja þeim til en síður gefa eða leita málamiðlana. Ef til vill yrði Kerry ekkert skárri. En hið óþekkta er skárra en vissan þegar hún er slæm. ■ Nú þegar það fer að líða að því aðDavíð Oddsson standi upp úr stóli forsætisráðherra eftir þrettán ára setu, er rétt að fara yfir helstu at- riði sem eru gagnrýnisverð í stjórn- artíð hans. Ég tel enga vanþörf á því að fara stuttlega yfir þau, sérstak- lega í ljósi þess að Davíð á sér öflugt klapplið sem mærir hann gagnrýnis- laust en sumir hverjir í því liði fá fal- legan svartan ramma utan um grein- ar sínar í Morgunblaðinu. Ég vil samt sem áður ekki taka undir þá gagnrýni að Davíð hafi beitt einhverri ósýnilegri blárri hönd sem hefur kverkatak á hinum ýmsum þáttum þjóðlífsins, s.s. tjáningar- frelsinu. Ég hef ekki fundið annað en mikinn hlýhug hans í garð okkar í F r j á l s l y n d a flokknum þrátt fyrir að við höfum gagnrýnt trú Dav- íðs á að stjórna at- vinnulífinu með kvótum. Nú virð- ist nýjasta hug- mynd Sjálfstæðis- flokksins að setja höft á fjölmiðla landsins og ef leiða á að því líkur hvert þær hugmyndir stefna út frá fyrri verkum, þá eru yfirgnæfandi líkur á að þær stefni í kvótakerfi. Einlægur kvótasinni Davíð hefur verið einlægur kvóta- sinni og reynt með öllum ráðum að flækja atvinnugreinar til sjávar og sveita í kvótakerfi. Það verður ekki um það deilt að í stjórnartíð Davíðs hafa bæði landbúnaður og sjávar- útvegur verið njörvaðir niður í ósanngjörn kvótakerfi. Allir vita af kvótakerfinu til sjávar sem hvetur til brottkasts en færri hafa kynnt sér ótrúlega ósanngjarnar hliðar kvóta- kerfis sveitanna. Dæmi eru um að ábúendur sem hafa leigt eyðijarðir og flutt með sér búfé og hafið búskap hafi verið beittir órétti. Þegar við- komandi bóndi hefur hætt búskap þá hefur kvótinn á jörðinni skyndilega orðið söluvara jarðareigendans, þrátt fyrir að eigandinn hafi aldrei stund- að nokkurn búskap á jörðinni. Auð- vitað er þetta allt löglegt en engu að síður óréttlátt og siðlaust, en það sem furðulegast er, er að stjórnvöld hafa ekki reynt að bæta leiguliðunum upp þetta óréttlæti með nokkrum hætti. Þegar félagarnir og kvótavinirnir Davíð og Halldór eru spurðir út í óréttlætið þá ypta þeir öxlum og leiða talið að öðru. Væri ekki nær að reyna að bæta því fólki tjónið sem hefur orðið fyrir órétti? Búseturöskun Tölur Hagstofunnar sýna að íbú- um landsbyggðarinnar hefur fækkað gríðarlega í stjórnartíð Davíðs Odds- sonar og má að stórum hluta rekja þá „þróun“ til þeirra hafta sem sjávar- útvegur hefur verið hnepptur í. Kvótakerfið hefur nánast komið al- gjörlega í veg fyrir nýliðun í grein- inni. Ég tel að höfðuborgarsvæðið- væri sett í svipuð spor og sjávar- byggðirnar ef enginn nýr aðili gæti haslað sér völl í verslun og þjónustu. Athyglisvert og sérstætt er að þegar opinberir aðilar eru að fjalla um bú- seturöskunina og búnar eru til langar skýrslur um byggðamál, s.s. byggða- áætlun fyrir árið 2002 til 2005, þá er varla minnst á sjávarútveg, sem er höfuðatvinnuvegur sjávarbyggð- anna, nema með þokukenndum hætti í tengslum við líftækni. Það sem meira er, að um skeið þá voru tveir sérhæfðir fiskvinnsluskólar starf- andi en nú hafa stjórnvöld lokað báð- um skólunum en fjórir háskólar stef- na á að útskrifa lögfræðinga. Er nokkurt vit í þessu? Ætli stjórnvöld átti sig ekki á að aðalútflutningstekj- ur þjóðarinnar koma úr vinnslu sjáv- arfangs? Í stjórnartíð Davíðs hefur verið viðhaldið og jafnvel auknar ýmsar samkeppnislegar hindranir fyrir- tækja á landsbyggðinni. Rafmagns- verð fyrirtækja er 30% hærra en sambærilegra fyrirtækja á höfuð- borgarsvæðinu. Í stað þess að efna loforð um skattalækkanir í kjölfar síðustu kosninga, þá var þungaskatt- ur hækkaður sem gerir fyrirtækjum á landsbyggðinni erfiðara fyrir. Útgjöld hins opinbera Í stjórnartíð Davíðs Oddssonar hafa umsvif hins opinbera vaxið gíf- urlega, þrátt fyrir að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi í áratugi gengið fram undir herópinu „Báknið burt“. Sumir einlægir sjálfstæðismenn trúa því að báknið hafi minnkað en hver er raun- in? Báknið hefur vaxið í stjórnartíð Davíðs Oddssonar. Það er engin spurning og var staðfest í svörum sjálfs fjármálaráðherra og varafor- manns Sjálfstæðisflokksins, Geirs H Haarde, en í svörum hans kom fram að hlutur hins opinbera hefur aukist um heil fimm prósent. Það er rétt að kaupmáttur hefur almennt vaxið í stjórnartíð Davíðs Oddssonar, en sumir hafa greinlega fengið stærri skerf af aukningunni en aðrir og á meðfylgjndi línuriti má greinilega sjá að kaupmáttur sjálfs forsætisráðherra hefur vaxið mun meira en kaupmáttur almennt. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um forsetakosningar í Bandaríkjunum. 20 4. mars 2004 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Það þykir yfirleitt ekki faravel á því að gera lítið úr trú- arskoðunum annarra manna eða hefja ein trúarbrögð yfir önnur. Ég er samt ekki alls kostar viss um það, að þessi rótgróna af- staða myndi standast stranga skoðun, ef á reyndi. Því hvers vegna skyldi mönnum ekki leyfast að gera upp á milli trúar- skoðana með sama lagi og þeim leyfist að gera upp á milli heim- spekistrauma og stjórnmála- skoðana? – og draga þá ekkert undan. Tökum dæmi. Miðstjórn efnahagsmála eftir sovézkri for- skrift er dauð og grafin og á að fá að liggja áfram á öskuhaug- um heimssögunnar allt til enda veraldarinnar: þetta búskapar- lag hefur ásamt meðfylgjandi einræði og ofbeldi unnið mann- kyninu ómældan skaða. Hvers vegna skyldu þeir, sem hafa mælt fyrir markaðsbúskap, frelsi og lýðræði alla tíð, stilla sig um að segja sannleikann um hörmungarnar, sem svo ill- ræmdar ranghugmyndir um efnahagsmál hafa leitt yfir heimsbyggðina? – þótt ekki væri til annars en að firra komandi kynslóðir hættunni á því að gera óvitandi vits sömu villuna. Kommúnisminn sór sig í ætt við frumstæð trúarbrögð, enda þótt margir kommúnistar ættu sér ýmislegar málsbætur í ranglát- um heimi. Ættu menn að hlífa villukenningum kommúnismans þess vegna? Varla. En hvað þá t.d. um kaþ- ólsku kirkjuna? Er það óhæfa að fjalla fordóma- laust um hana? – af því að þá sé brotið gegn þeirri sam- kvæmisvenju að tala vel og virðulega um trú- arbrögð. Og hvað þá – og nú þykknar þráðurinn – um trúar- brögð múslima? Má hallmæla þeim? Eða er það ekki leyfilegt? Bak við eldavélina Mér virðast trúarbrögð mús- lima vera saklaus af þeim ávirð- ingum, sem á þau hafa verið born- ar í kjölfar árásanna á tvíbura- turnana í New York og varnar- málaráðuneytið í Washington 11. september 2001 og annarra hryðjuverka. Vandinn liggur ann- ars staðar. Arabaheimurinn er í sárum og hefur verið það lengi, honum fossblæðir, en ófremdin kemur trúarbrögðum Araba ekki við. Nær þriðja hvert ríki heims- ins er byggt múslimum. Sum þeir- ra hafa náð sæmilegum árangri á ýmsum sviðum, t.d. Indónesía, Jórdanía, Malasía og Túnis, þótt lýðræði þar sé að sönnu áfátt. Margt af því, sem virðist standa Arabaþjóðunum einna helzt fyrir þrifum, á ekkert skylt við trúar- brögð þeirra, þótt öðru sé iðulega haldið fram. Tökum konur. Það hallar að vísu á konur í Kóraninum, en slagsíðan er þó varla meiri en í Biblíunni. Samt eru konur undirokaðar víða um lönd Araba. Einna minnst er kúgun kvenna í Túnis. Svo er fyrir að þakka landsföðurnum Habib Bourguiba, sem leiddi kvenréttindi í lög þar í landi og ýmsar aðrar framfarir fyrir 40 árum – sams konar lög og námu ekki land í Marokkó fyrr en fyrir nokkrum mánuðum. En lengi lifir í gömlum glæðum. Ungar konur á götum Túnisborgar hylja yfirleitt ekki höfuð sín, en það gera mæð- ur þeirra margar og ömmur. Og konur halda sig til hlés. Þær sjást varla á kaffihúsum og öðrum samkomustöðum: ég sé þær fyrir mér á bak við eldavélina heima hjá sér, eins og varaformaður Framsóknarflokksins mun hafa lýst hugsjón sinni um hlutverk konunnar í nútímaþjóðfélagi fyrir nokkrum árum. Túnis er karlasamfélag eins og önnur Arabalönd, og karlremba er að ýmsu leyti óhagkvæm, og hávær: maður er sums staðar ræstur til bæna í moskunni á þriggja tíma fresti á öllum tímum dags og næt- ur með ofboðslegum bægsla- gangi. Félagi minn í Kaíró segir, að þau hjónin heyri stundum ekki hvort í öðru inni hjá sér fyrir ær- andi hávaða utan af götu. Engum leigubílstjóra í Túnis eða Kaíró dettur í hug að bjóðast til að lækka í útvarpinu, svo að farþeg- inn fái frið. Og þeim virðist vera fyrirmunað að tala lágt í farsíma á förnum vegi. Eru þeir með þessu að hlýða kalli Múhameðs spámanns? Auðvitað ekki. Þessi ósiður, einn af mörgum, virðist hafa fest rætur vegna þess, að það þýðir ekkert fyrir konurnar að biðja karlana að hafa hægt um sig. Helmingur í hafti Jafnvel í Túnis ráða karlar lög- um og lofum, þótt kvenréttindi hafi þar notið verndar í lögum í bráðum hálfa öld og konur sæki skóla til jafns við karla og barns- fæðingar séu komnar niður í rösk tvö börn á hverja konu á móti þrem í Egyptalandi, Líbíu og Marokkó, fjórum í Jórdaníu, fimm í Sádi-Arabíu og sex í Jemen. Það er dýrt að skipa helm- ingi mannaflans skör lægra í sam- félaginu en hinum helmingnum. Ein tegund frelsisskerðingar leið- ir til annarra: einn stjórnmála- flokkur gín yfir öllu í Túnis, bann- ar jafnvel innflutning á matvæl- um og víni til að vernda innlenda framleiðslu auk annars. Og samt er ástand Arabaheimsins einna skást í Túnis. Það vildi ég, að guð gæfi, að konurnar tækju völdin í þessum voluðu löndum. ■ Umræðan SIGURJÓN ÞÓRÐ- ARSON ■ þingmaður Frjálslynda flokksins, skrifar um störf Davíðs Oddssonar. Mildi kvenna■ Af Netinu Þrettán ára seta Dalandi traust á Bush „Kvótakerfið hefur nánast komið algjör- lega í veg fyr- ir nýliðun í greininni. „Það er dýrt að skipa helmingi mannaflans skör lægra í samfélaginu en hinum helmingnum. ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um konur. Um daginnog veginn 1991 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 Kaupmáttur forsætisráðherra Kaupmáttur lágmarkslauna Kaupmáttur almennt 120 100 140 160 Innflytjendavandamál í hausnum „Rasistar eru glúrnir í áróðri sín- um og þeir vita það vel að ekki er vænlegt til árangurs að koma upp um sig með of áberandi hætti. Af þessum sökum leggja þeir víða á sig mikla vinnu við að setja sam- an rök og tölfræði sem við fyrstu sýn virðist sannfærandi. Sann- leikurinn er hins vegar ekki með rasistum í liði og hann staðfestir ekki ótta fólks við útlendinga. Sannleikurinn er sá að flest „inn- flytjendavandamál“ eru hvergi til nema í hausnum á fólki sem ein- ungis er að leita sér að afsökun til þess að þurfa ekki að endur- skoða fordómafull viðhorf sín til útlendinga.“ - ANDRI ÓTTARSSON Á WWW.DEIGLAN.COM Hagsmunagæsla landsbyggðar- þingmanns „Hugmynd viðskiptaráðherra um jöfnun á raforkuverði í landinu er gott dæmi um hagsmunagæslu landsbyggðarþingsmanns. Með jöfnun orkuverðs er viðskiptaráð- herra í raun að leggja til hækkun á raforkuverði m.a. á höfuðborg- arsvæðinu til að skapa megi svig- rúm til lækkunar á öðrum stöð- um. Niðurstaðan er semsagt sú að ákveðnum þjóðfélagshóps er gert hærra undir höfði á kostnað annars með jöfnun búsetuskilyrða eins og það hefur verið kallað. En hvaða knýr á um slíka aðgerð? Er það virkilega hlutverk stjórn- málamanna hafa áhrif á hvar á landinu sé hagstæðast að búa?“ - ATLI RAFN BJÖRNSSON Á WWW.FRELSI.IS Grunsemdir gagnvart framsókn „Fyrir skemmstu sýndi Siv Frið- leifsdóttir, umhverfisráðherra, af sér einlægan vilja til að opna lagalegan möguleika á frekari virkjanaframkvæmdum við Laxá í Aðaldal. Segja má að þetta hafi verið rökrétt skref af hálfu Sivjar í ljósi þess að Laxá og Mývatn eru – eins og Þjórsárver – meðal þeirra svæða á Íslandi sem hafa verið lýst alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði með hámarks verndargildi samkvæmt RAMSAR-sáttmálanum. Eins og við var að búast tók Siv skýrt fram að með þessu uppá- tæki væri engan veginn verið að gefa grænt ljós á að Laxárstífla verði hækkuð. Flestir ættu að vita núorðið hvað það þýðir þegar ráðherrar Framsóknarflokksins segja að ekki standi til að vinna tiltekin náttúruspjöll. Og þegar tekið er fram að einungis sé verið að breyta lögunum um verndun Laxár og Mývatns til að hægt sé að gera mat á umhverfisáhrifum vegna hugsanlegra framkvæmda, þarf enginn að velkjast í vafa.“ – STEINÞÓR HREIÐARSSON Á WWW.MURINN.IS Venjuleg aðalfundarstörf „Kl. 13:30 fóru þingmennirnir Mörður Árnason, Steingrímur J. Sigfússon og Jón Bjarnason upp undir liðnum „störf þingsins“ til að ræða skipan í stjórn Náttúru- rannsóknarstöðvarinnar við Mý- vatn, RAMÝ. Töldu þeir óeðlilegt að Davíð Egilsson forstjóri Um- hverfisstofnunar hefði verið skip- aður formaður RAMÝ í stað Gísla Más Gíslasonar. Síðan voru at- kvæðagreiðslur.“ - SIV FREIÐLEIFSDÓTTIR Í DAGBÓK SINNI Á WWW.SIV.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.