Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 27
27FIMMTUDAGUR 4. mars 2004 Undirföt í öllum stærðum fást í undirfataversluninni Change í Smáralind – skálar í stærðum AA til H – og ís- lenskar konur hafa tekið versluninni opnum örmum. „Það hefur gengið mjög vel hjá okkur,“ segir Goði Sveins- son, eigandi verslunarinnar. „Við bjóðum góða vöru á góðu verði,“ segir Björk Valsdóttir, starfs- maður Change. „Það er það sem gildir í dag.“ Auk undirfata í öllum stærð- um og gerðum fást bikiní, sundbolir og náttföt hjá Change. „Bikiníin hafa runnið út eins og heitar lumm- ur,“ segir Goði. „Það kom okkur á óvart en ástæðan gæti verið sú að margir Íslending- ar fara til sólarlanda á vet- urna, og úrval af baðfötum hefur verið lítið fyrir utan íþróttavöruverslanir.“ Verðið spillir ekki, bik- iníin kosta frá 3.990 krónum, undirfatasett frá 3.600 krónum og náttföt er hægt að fá frá 3000 krónum. Merk- ið er danskt og er lögð áhersla á að framleiða í öllum stærðum, fyrir konur í öllum sínum fjölbreyti-leika. „Verslanirnar hafa slegið í gegn í Danmörku og víðar. Undanfarna 25 mánuði hefur ein verslun verið opnuð í mánuði,“ segir Goði. ■ SMÁRALIND Sími 517 7007 25% afsláttur þessa helgi www.changeofscandinavia.com Af tilefni opnunar 25. CHANGE verslunarinnar á 25 mánuðum. Undirföt - Baðföt Náttföt                                                !            "       #   $%       &'               ( )*  +,      -./          ! !! -  0    %  +1 +2 -  -    3  +4 +3 -  -    2  +1 +2 -  - &  5  +1 +2   Hönnuðurinn María Lovísa: Dömuleg og dramatísk lína María Lovísa er vel kunn fyrirsérstaka hönnun sína, en hún útskrifaðist sem hönnuður árið 1979 og byrjaði að vinna hér heima ári seinna. „Ég byrjaði að vinna í íslensku ullinni og var með Íslenskar ullarvörur í tvö ár. Árið 1983 setti ég upp verslun sem hét Maríurnar og hef eiginlega rekið fyrirtækið síðan,“ segir María Lovísa og segir hún starfið alltaf jafn heillandi. „Ég er með al- klæðnað á kon- ur saumaðan eftir máli. Ég reyni að finna það sem hentar karakter hverrar konu fyrir sig. Ég er með frekar d ö m u l e g a línu og s u m i r segja að hún sé s v o l í t i ð le ikhús - leg eða dramat- ísk. Ég er eigin- lega búin að skapa mér mína eigin línu og hef haldið henni í gegnum öll árin. Enda er þetta frekar tímalaus fatn- aður. Margar konur sem hingað koma segjast eiga flík frá mér í fataskápnum sem þær keyptu fyr- ir fimm, eða jafnvel tíu árum, og þær geta ennþá notað.“ Efnisval Maríu Lovísu og litir fara hins vegar eftir tískustraumum hverju sinni. „Ég er núna nýbyrj- uð með íslensku ullina og er að gera hana svolítið öðruvísi og dramatíska. Svo er ég að vinna mikið með jarðliti. Nú er að koma inn vorlínan og ég fer að stíla inn á brúðkaupin sem eru framundan.“ María Lovísa segir mun meiri grósku á íslenska markaðinum nú en þegar hún var að byrja að starfa sem hönnuður. „Íslenskur fatnaður er alltaf að verða vinsælli. Við búum í litlu þjóðfélagi og þegar konur eru komnar yfir 25 ára aldur vilja þær finna sér sinn persónulega stíl. Við viljum ekki alltaf vera að mæta einhverri í sömu fötunum. Svo eru útlendingarnir hrifnir af fötunum okkar. Þeim finnast þau mjög sérstök.“ María Lovísa hefur haldið tískusýningar árlega í tuttugu ár og segir það hafa mikið gildi. „Þarna er ég að gera eitthvað fyrir kúnnana og um leið reynir á það að ég þarf að skapa eitthvað.“ audur@frettabladid.is MARÍA LOVÍSA Hún hefur skapað sína eigin línu. CHANGE Íslenskar konur eru ánægðar með viðbót í flóru undirfataverslana. Á myndinni eru Björk Valsdóttir og Guðríður Kristinsdóttir, starfsmenn verslunarinnar. Change slær í gegn: Undirföt í öllum stærðum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.