Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 4. mars 2004 Heimahjúkrun Nú geisar mikill ófriður í heima-hjúkrun. Um það bil helmingur starfmanna, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar, hefur sagt upp störf- um. En af hverju, um hvað snýst málið? Það virðist þeim sem utan við deiluna standa ekki ljóst. Það er deilt um greiðslu fyrir akstur á eigin bíl, en það hefur ver- ið eilíft þrætuepli frá upphafi, aldrei náðst sátt um það, þótt margs konar fyrirkomulag hafi verið reynt, alltaf hafa einhverjir verið óánægðir og talið sig hlunnfarna og náungann bera meira úr býtum. Réttmætar greiðslur? Greiðsla fyrir akstur hefur ekki verið skilgreind, sem laun, aðeins greiðsla fyrir útlagðan kostnað, þannig að menn skaðist ekki af að nota eigin bíl. Úti í þjóðfélaginu er Heilsugæslan gerð að sökudólg, sem ber ábyrgð á ástandinu, en starfsmenn, sem sagt hafa upp störfum, njóta samúðar. En hver er ábyrgð starfsmanna, hvaða skyld- ur hafa þeir við sjúklinga? Sjaldan veldur einn, þá tveir deila. Það er auðvitað erfitt að missa greiðslur, sem menn hafa notið um áraraðir. En voru allar þessar greiðslur réttmætar og s a n n g j a r n a r ? Það er ekki að- eins réttur stjórnenda held- ur skylda að lag- færa ágalla. Það þarf að gera í ná- inni samvinnu við starfsmenn og hafi þær lag- færingar ein- hvern tekjumissi í för með sér, má bæta hann eftir öðrum leiðum, sem hlýtur að vera hægt sé vilji fyrir hendi. „Heggur sá er hlífa skyldi“ Svo virðist sem í þessum deilum sé verið að beita aðferðum verk- falla án þess að skyldur um þau fylgi, sem felast meðal annars í gerð neyðaráætlana til að tryggja öryggi. Verkföll eru vernduð með því að aðrir mega ekki ganga í störf þeirra, sem í verkfalli eru, en í ljós hefur komið er að sterk samstaða er um að enginn sæki um þær stöður, sem losnað hafa og auglýstar hafa verið. Af hverju? Hverju er verið að sýna samstöðu? Þetta er ekki verk- fall, starfsfólkið sagði upp. Þetta er háskaleg staða. Þeir sem mest líða fyrir átök sem þessi, eru eins og venjulega þeir sem síst skyl- di, í þessu tilviki sjúklingarnir og má með sanni segja „Heggur sá er hlífa skyldi“. ■ RÚV – fyrir neðan alla hellur Ég tek eindregið undir orð Ólafs Jó-hannessonar og Ragnars Santos um ríkismiðilinn okkar í Sjónvarpinu. Ég hef sjálf leitað til RÚV með góðar hugmyndir um heimildarþáttagerð sem ég veit að myndi höfða til mar- gra en hef fengið þau svör að það sé hvorki tími til aflögu af dagskránni né peningar í slíka þáttargerð, en þó var þetta þess eðlis að ekki hefði þurft að kosta miklu til jafnvel þótt svo allt slíkt kosti að sjálfsögðu ein- hverja peninga. Einnig var mér sagt að helst allur tími af dagskránni ætti að vera helgaður skemmtun/afþrey- ingu eða „entertainment“. Mínar vangaveltur eftir þessi svör voru um það hvort íslenska þjóðin væri upp til hópa álitin lítið þenkjandi fólk sem vill eingöngu láta mata sig á enda- lausum afþreyingarþáttum og hugsar lítið sem ekkert um lífið og tilveruna og umhverfið í kringum sig sem er raunverulegt og oft mjög áhugavert á margan hátt? Ég vil nú halda því fram að stór hluti þjóðarinnar sé einmitt hugsandi fólk sem hefur gaman af heimildar- þáttum um hinar margvíslegu hliðar á lífinu og fagnar því að sjá slíka þætti í sjónvarpinu inn á milli afþrey- ingarinnar. Hver man ekki eftir öllum BBC-heimildarþáttunum í Sjón- varpinu um mannslíkamann og upp- vöxt barna, sem voru vel gerðir og áhugaverðir? Ég held nú að allflestir myndu taka undir það með mér að þessir þættir voru frábærir og allir sem ég þekki höfðu mjög gaman af. Og þá er mér spurn: ættum við ekki að láta reyna aðeins meira á innlenda þáttargerð og athuga hvernig fólki líkar það? Er virkilega alveg útilokað að leyfa Íslendingum að hafa eitthvað að segja um það sem birt er í íslensku sjónvarpi – Sjónvarpinu okkar allra – ríkissjónvarpinu? Áskorun til útvarpsráðs og ráðherranna Í kjölfar þessara orða og gagnrýn- innar sem kom fram í umræðunni í Fréttablaðinu 26. febrúar langar mig til að skora á útvarpsráð, mennta- málaráðherra, fjármálaráðherra – og Davíð má gjarnan vera með líka – að endurskoða aðeins stefnu RÚV og fjárveitinguna með það í huga að fá betra og áhugaverðara sjónvarpsefni, allavega að hluta til á móti allri afþreyingunni. Þessi stefna eins og hún er gerir ekkert annað en að drepa niður allt frumkvæði hjá áhugafólki sem hefur eitthvað að segja og langar til að koma því á framfæri og deila því með þjóðinni, og er örugglega í flestum tilfellum hæft um að koma því á framfæri þó svo það hafi ekki áratugareynslu af sjónvarpi. Hver getur haft það þegar engum er leyft að komast að með nýtt efni? Auðvitað þarf að skoða vel það efni sem er samþykkt og velja það besta úr, en það væri líka hægt að efna til hug- myndasamkeppni og leyfa fólkinu með hugmyndirnar að starfa við þáttagerðina, þó svo Sjónvarpið myndi fjármagna það. Stefnum að meiri grósku í íslensku efni í Sjón- varpinu okkar. ■ Umræðan ANDREA ÓLAFSDÓTTIR ■ skrifar um innlenda þáttargerð og ríkissjónvarpið. Umræðan BERGLJÓT LÍNDAL ■ fyrrverandi hjúkrunar- forstjóri heimahjúkr- unar og núverandi hjúkrunarforstjóri Mið- stöðvar heilsuverndar barna, skrifar um heimahjúkrun. „Þeir sem mest líða fyrir átök sem þessi, eru eins og venjulega þeir sem síst skyldi, í þessu tilviki sjúkling- arnir.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.