Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 4
4 4. mars 2004 FIMMTUDAGUR Er Arsenal búið að tryggja sér enska meistaratitilinn? Spurning dagsins í dag: Ertu hlynnt(ur) eflingu sérsveitar lög- reglu? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 20,8% 61,0% Nei, Man. Utd. tekur titilinn 18,2%Nei, Chelsea tekur titilinn Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Tók fyrir borð af Skaftafelli í stormi: Björgunarskipið hefur líklega sokkið BJÖRGUNARSKIP „Það sást ekkert til björgunarskipsins og líklega er það sokkið,“ segir Valgeir Elías- son, upplýsingafulltrúi Slysavarn- arfélagsins Landsbjargar. Björg- unarskipið, sem er af Arun-gerð, tók fyrir borð af flutningaskipinu Skaftafelli í fyrrakvöld í aftaka- veðri. Strendur voru gengnar frá Selvogsbergi að Krísuvíkurtanga en þangað var talið líklegast að skipið gæti rekið. Fokker-vél Landhelgisgæslunnar flaug einnig yfir stórt svæði en ekkert sást til skipsins. Valgeir segir skipið kosta á milli fjórtán og fimmtán milljónir, notað. Verið var að flytja skipið frá Englandi en það var áður í eigu Konunglega breska sjóbjörgunar- félagsins. Skipið var fest í gámafleti á þil- fari Skaftafells, sem var um átta sjómílur frá Krísuvíkurbergi á Reykjanesi þegar brotsjór reið yfir það rétt fyrir klukkan ell- efu í fyrrakvöld. Stormur og tíu til tólf metra ölduhæð var þegar óhappið átti sér stað. Einhver bið verður á að Raufar- hafnarbúar fái nýtt björgunarskip, en skipta átti því sem fór í sjóinn út fyrir það gamla. ■ ALÞINGI „Landhelgisgæslan er hornreka í fjárveitingum og er skikkuð til þess að sinna ákveðnum verkefnum á fjölbreyttum sviðum, en hún er fjársvelt,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, þegar sjúkraflutn- ingar Landhelgisgæslunnar voru til umræðu utandagskrár á Alþingi í gær. Guðjón sagði óvissuástand hafa skapast eftir að Landspítalinn sagði upp frá 1. maí næstkomandi samningi um þyrluvakt og ráðgjöf, sem var í gildi milli Landspítalans og þriggja ráðuneyta. „Landhelgisgæslan getur boðið upp á fljótvirkustu neyðarþjónustu sem völ er á, bæði til sjávar og sveita. Þörfin fyrir þyrluna og sjúkraflutningar Gæslunnar eru nú í uppnámi,“ sagði Guðjón. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sagði að unnið hefði verið að því að styrkja starf Landhelgis- gæslunnar. Tekið yrði mið af skýrslu sem Ríkisendurskoðun væri að vinna um rekstur og fjár- mál Landhelgisgæslunnar. „Gæslan kemur víða að verki og það er nauðsynlegt að haga störf- um hennar á þann veg að hún sé sveigjanleg. Það verður ekki dreg- ið úr þeirri þjónustu eða því öryggi sem unnt er að veita með notkun þyrlu Gæslunnar í þágu fólksins í landinu,“ sagði Björn. Valdimar. L. Friðriksson, vara- þingmaður Samfylkingarinnar, sagði sjúkraflutningana mikilvæg- an hlekk í öryggismálum Íslend- inga og með uppsögn þyrluvaktar- samnings væru öryggis- og heil- brigðismál landsmanna enn einu sinni komin í uppnám. „Ráðherrar verða að hafa metn- að til að leysa sín verkefni áður en þau verða að vandamáli, hvað þá lífshættulegu vandamáli eins og hér stefnir í,“ sagði Valdimar. Birkir J. Jónsson, Framsóknar- flokki, lagði áherslu á að Landhelg- isgæslan og dómsmálaráðuneytið yrðu að komast að nýju samkomu- lagi um sjúkraflutninga, annað væri ólíðandi gagnvart íslensku þjóðinni. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, sagði að Landhelgisgæslan hefði lengi búið við fjársvelti og á engan hátt getað beitt tækjakosti sínum eða mann- afla sem skyldi í þágu sinna mikil- vægu verkefna. „Það skapast ófremdarástand 1. maí næstkomandi ef læknar, sem annað hafa björgunarþyrlu Gæsl- unnar, láta af störfum eins og fyrir- hugað er,“ sagði Steingrímur. „Það þarf enginn að óttast að hér ríki eitthvert tómarúm og hættuástand vegna þessara mála. Að sjálfsögðu verður búið þannig um hnúta að ekki skapist óvissa,“ sagði ráðherra. bryndis@frettabladid.is Kynferðisafbrotamaður: Vanaður að eigin ósk DALLAS, AP Fyrrum starfsmaður kristilegu ungliðahreyfingarinnar YMCA í Dallas, sem fundinn var sekur um að hafa misnotað yfir fjörutíu unga drengi, var vanaður í fangelsi í Texas, að eigin ósk. Texas er eina ríkið í Bandaríkjun- um þar sem slíkar aðgerðir eru heimilar. David Wayne Jones var dæmd- ur í fimmtán ára fangelsi árið 1991 en búist er við því að hann ljúki afplánun í þessari viku. Hann á þó yfir höfði sér málsókn vegna fleiri kynferðisbrota og verður því að líkindum að sitja áfram í fangelsi að svo stöddu. ■ LÖG UM UMSKURN KVENNA Fólk sem lætur umskera stúlkubörn bú- sett í Bretlandi getur nú átt yfir höfði sér allt að fjórtán ára fangelsi. Umskurn kvenna hefur verið bönn- uð í Bretlandi síðan árið 1985 en nú eru gengin í gildi ný lög sem kveða á um hertar refsingar. Lögin eiga líka við um þá sem fara með stúlkur úr landi til að láta umskera þær. 113 KÍLÓGRÖMM AF HERÓÍNI Austurríska lögreglan lagði hald á 113 kíló af heróíni sem voru falin í rúmenskum flutningabíl á leið til Frakklands. Þetta er mesta magn heróíns sem fundist hefur í Austur- ríki en áætlað söluverðmæti þess er tæpir fimm milljarðar íslenskra króna. Lög- reglan stöðvaði flutningabílinn á þjóðvegi í suðurhluta landsins eftir að hafa fengið ábendingar frá þýskum yfirvöldum. Tveir rúm- enskir bílstjórar voru handteknir. Grænmetisnámskeið Verð kr. 4.900 Við kennum að versla inn hollt hráefni & elda gómsæta & næringaríka rétti úr grænmeti, baunum & tofu, að ógleymdum sykurlausum eftirréttum. Kennari er Sólveig á Grænum kosti Námskeiðsdagar í mars: Miðvikudagur 10. mars kl. 19-23 Miðvikudagur 17. mars kl. 19-23 Skráning á námskeiðin & upplýsingar eru á Grænum Kosti í síma 5522607 Egilsstaðir: Bruni í útfararstofu BRUNI Bruni varð í húsi útfarar- þjónustu við Miðás á Egilsstöðum um klukkan tvö síðdegis í gær. Eldurinn kom upp í kyndiklefa sem liggur utanvert á húsinu og er samtengdur því með röri. Eldurinn var mestur í þaki hússins. Slökkvistarf tók tölu- verðan tíma þar sem mjög hvasst var og eldurinn náði stöðugt að læsa sig á ný í klæðninguna. Lög- reglan fór af staðnum um fimm- leytið en slökkviliðið sá um að standa vakt um húsið fram á kvöld til öryggis. Einn maður var við vinnu í hús- inu og komst hann út af sjálfsdáð- um þegar hann varð eldsins var. Hann sakaði ekki. Töluverðar skemmdir eru á húsinu sökum brunans. ■ FRÁ SLÖKKVISTARFI Mikið hvassviðri var á Egilsstöðum í gær og torveldaði það slökkvistarf. Eldurinn blossaði upp hvað eftir annað. DEILT UM GÆSLUNA Dómsmálaráðherra sagði í utandagskrár- umræðum á Alþingi í gær að ekki yrði dregið úr þeirri þjónustu eða því öryggi sem unnt væri að veita með notkun þyrlu Gæslunnar í þágu fólksins í landinu. Gæslan er fjársvelt, sagði málshefjandi, Guðjón Arnar Kristjánsson. TF-LÍF Þingmenn sögðu gæsluna hornreka í fjárveitingum en hún væri skikkuð til þess að sinna ákveðnum verkefnum á fjölbreyttum sviðum. Sjúkraflutningar í uppnámi Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna stjórnvöld vegna óvissu varðandi sjúkraflutninga Landhelgisgæslunnar. Öryggismál landsmanna í uppnámi segir Samfylkingin. Ekkert hættuástand segir ráðherra. ■ Evrópa BJÖRGUNARBÁTUR AF ARUN-GERÐ Samskonar skip fór í sjóinn um átta sjómíl- ur út af Krísuvíkurtanga þegar verið var að flytja það frá Englandi. Par bundið við tré: Bjargað eftir tíu tíma HONG KONG, AP Óprúttnir náungar réðust á mann og konu í almenn- ingsgarði í Hong Kong, rændu veskjum þeirra og farsíma og skildu þau síðan eftir bundin við tré. Parinu var bjargað tíu klukkustundum síðar eftir að þjófarnir höfðu greint móður annars fórnarlambsins frá at- burðunum. Móðir mannsins varð áhyggju- full þegar sonur hennar og tengdadóttir mættu ekki í fjöl- skyldumatarboð. Þegar hún hringdi í farsíma sonarins fékk hún þær upplýsingar að þau hefðu verið rænd og skilin eftir bundin við tré í almenningsgarði. Móðirin hringdi á lögreglu sem fann parið. Maðurinn og konan voru með sár eftir reipið en að öðru leyti ómeidd. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.