Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 39
39FIMMTUDAGUR 4. mars 2004
hvað?hvar?hvenær?
1 2 3 4 5 6 7
MARS
Fimmtudagur
Bates yfirgefur Stamford Bridge
Ken Bates hefur látið af störfum sem formaður Chelsea eftir 22 ára starf.
FÓTBOLTI Lítið hefur farið fyrir hin-
um gráskeggjaða Bates eftir að
Rússinn Róman Abramóvitsj keypti
félagið á síðasta ári. Peter Kenyon
var ráðinn framkvæmdastjóri og
eftir það veiktist staða Bates til
muna.
Bates, sem er 72 ára, er þekktur
fyrir að liggja ekki á skoðunum sín-
um. Hann skrifaði jafnan harðorða
pistla í leikskrá Chelsea en fyrir
nokkru síðan voru þeir teknir af
honum. Þegar kom að leik gegn
Stuttgart í Meistadeild Evrópu á
dögunum var Bates ekki með í för.
„Ýmis atriði sem voru samþykkt
í júlí hafa ekki farið eins og lagt var
upp með,“ sagði Bates. „Það er best
fyrir félagið að Peter Kenyon reki
Chelsea á sinn eigin hátt í stað þess
að hafa mig til hliðar. Það hafa orð-
ið árekstrar á milli austrænnar og
vestrænnar menningar og aust-
rænna og vestrænna gilda.“
Þegar Abramóvitsj keypti Chel-
sea var ákveðið að Bates héldi
áfram sem formaður til loka næstu
leiktíðar og yrði síðan forseti
félagsins á hundrað ára afmæli
þess. Bates ákvað engu að síður að
víkja, aðeins nokkrum vikum eftir
að Kenyon kom til starfa.
Síðan Bates keypti félagið fyrir
eitt pund árið 1982 hefur hann lagt
sitt af mörkum til að byggja upp það
stórveldi sem Chelsea er orðið í
dag. Hann átti þátt í að tryggja fjár-
hagslega stöðu Stamford Bridge á
sínum tíma auk þess sem hann réð
þrjá þekkta fótboltakappa sem
knattspyrnustjóra; fyrst Glenn
Hoddle, síðan Hollendinginn Ruud
Gullit og loks Ítalann Gianluca Vi-
alli. Undir þeirra stjórn vann Chel-
sea ensku bikarkeppnina 1997 og
2000 ásamt deildabikarnum og
ensku meistarakeppninni árið 1998.
Félagið komst í 8 liða úrslit Meist-
aradeildar Evrópu árið 2000 en
þrátt fyrir það var Vialli látinn fara
og í staðinn var landi hans Claudio
Ranieri ráðinn.
Á þessum tímapunkti var fjár-
hagsleg staða Chelsea orðin slæm.
Launagreiðslur voru himinháar auk
þess sem tekjur af sjónvarpsút-
sendingum til Evrópu gengu úr
skaftinu. Þegar Bates seldi Chelsea
til Abramóvitsj síðasta sumar
skuldaði félagið um tíu milljarða
króna. Rússneski auðjöfurinn borg-
aði upp allar skuldirnar og borgaði
Bates einnig umtalsverða þóknun.
Nú er ævintýri Bates sem sagt á
enda og nýir tímar teknir við með
nýjum mannskap. freyr@frettabladid.is
HOULLIER
Hefur verið undir miklum þrýstingi
undanfarið.
Gerard Houllier:
Hótað lífláti
FÓTBOLTI Lögreglan í Bretlandi rann-
sakar nú dauðahótun sem Gerard
Houllier, knattspyrnustjóri Liver-
pool, fékk í pósti fyrir þremur vik-
um. Houllier opnaði bréfið sjálfur
og lét lögregluna umsvifalaust vita.
Vitað er að Houllier var kallaður
öllum illum nöfnum af stuðnings-
mönnum Liverpool eftir tap liðsins
gegn Portsmouth í bikarkeppninni.
Hótunin barst hins vegar áður en sá
leikur var háður. Þrátt fyrir að hafa
verið undir miklum þrýstingi hefur
Houllier aldrei gefið í skyn að hann
muni segja af sér. ■
LEIKIR
18.15 Haukar mæta Njarðvíking-
um í deildabikarkeppni karla í fót-
bolta í Reykjaneshöll.
19.15 Grindvíkingar taka á móti
Breiðablik í Intersport-deildinni í
körfubolta.
19.15 KFÍ mætir Snæfelli á Ísafirði
í Intersport-deildinni í körfubolta.
19.15 Haukar og Keflvíkingar eig-
ast við á Ásvöllum í Intersport-
deildinni í körfubolta.
19.15 KR-ingar taka á móti ÍR í
DHL-höllinni í körfubolta.
19.15 Tindastóll og Njarðvík mæt-
ast á Sauðarkróki í Intersport-
deildinni í körfubolta.
19.15 Þór Þorlákshöfn og Hamar
eigast við í Þorlákshöfn í Inter-
sport-deildinni í körfubolta.
SJÓNVARP
16.30 Formúla 1 í Sjónvarpinu. Hit-
að verður upp fyrir keppnistíma-
bilið í Formúlu 1 kappakstri sem
hefst um helgina.
17.30 Olíssport á Sýn
18.00 Heimsbikarinn á skíðum á
Sýn.
18.30 Inside the US PGA Tour
2004 á Sýn.
19.00 US PGA 2004 - Monthly.
PGA-mótaröðin á Sýn.
20.00 Sterkasti maður heims á Sýn.
21.00 Evrópska PGA-mótaröðin í
golfi á Sýn.
22.00 Olíssport á Sýn.
22.30 Boltinn með Guðna Bergs á
Sýn.
Horft til framtíðar
Reykjavíkurborg, knattspyrnufélagið Fram og Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur
hafa undirritað viljayfirlýsingu um að Fram þjóni nýju hverfi á Úlfarsfellssvæði.
ÍÞRÓTTASVÆÐI Höfuðstöðvar Fram
verða byggðar upp í hverfinu og
þar er stefnt að því að byggja upp
stórt knattspyrnusvæði, íþrótta-
hús og sundlaug ásamt stjórnun-
ar- og félagsaðstöðu.
Sett verður á laggirnar sam-
starfsnefnd sem er ætlað að skoða
hugmyndir um framvæmdir í
hverfinu. Fyrst og fremst verður
horft til keppnisíþrótta barna- og
unglingastarfs félagsins ásamt
þjónustu við skólastarf og al-
menning.
Guðmundur B. Ólafsson, for-
maður Fram, segir að málið hafi
komist í umræðu þegar félagið
var í viðræðum við Reykjavíkur-
borg um uppbyggingu á íþrótta-
svæði þess. Borgin hafi viljað
semja við rótgróið félag sem
myndi flytja starfsemi sína í Úlf-
arsfell og Fram hafi tekið já-
kvætt í það. „Við eigum eftir að
semja við borgina um þetta allt
saman. Við erum ekkert að fara
strax,“ sagði Guðmundur. „Þetta
er áratugaverkefni sem mun
verða að veruleika á næstu 10 til
20 árum.“
Guðmundur segir að Fram sé
að horfa til framtíðar með vilja-
yfirlýsingunni. „Ég hef verið
þeirrar skoðunar að það væru of
mörg félög í þessum austurbæ:
Fram, Valur, Þróttur og Víkingur.
Eftir að Þróttur flutti í Laugardal-
inn hefur þrengt aðeins meira að
Fram. Þegar til lengri tíma var lit-
ið töldum við skynsamlegt að taka
þátt í þessari uppbyggingu.“
Að sögn Guðmundar er
ánægjulegt að Reykjavíkurborg
skuli hafa breytt um stefnu og
ákveðið að stofna ekki nýtt félag í
nýju hverfi. Hann tekur Fylki sem
dæmi og segir að þrjátíu ár hafi
tekið að byggja það félag upp.
Hann telur að skipulagning
íþróttasvæðisins sé góður kostur
fyrir íbúa Úlfarsfells í framtíð-
inni, til dæmis fyrir barnafólk
sem vilji flytjast þangað.
Fram hefur lengi átt í vandræð-
um með heimavöll í meistara-
flokki í fótbolta. Guðmundur segir
að stefnt sé að því að reisa nýjan
leikvang Fram í Úlfarsfelli. „Hann
verður kannski ekki eins stór og
Laugardalsvöllur en ef þetta geng-
ur eftir verður hægt að búa til
mjög skemmtilegt umhverfi. Allir
stórir klúbbar úti í heimi eru að
flytja til að fá stærri og betri leik-
vang og að sjálfsögðu fylgir stór-
klúbburinn á Íslandi með í svoleið-
is hugmyndum,“ sagði hann.
Guðmundur leggur áherslu á
að Fram sé ekki á leiðinni úr Safa-
mýrinni á næstunni, enda miklar
framkvæmdir í gangi hjá félaginu
um þessar mundir. „Við erum að
taka í notkun gervigrasvöll og við-
byggingu við húsnæðið okkar.
Samkvæmt þessu samkomulagi
höfum við puttana í því hvernig
þessi mannvirki verða nýtt í
framtíðinni. Við munum leggja
áherslu á að þarna verði íþrótta-
starf áfram, hvort sem það verður
á okkar vegum eða annarra.“ Guð-
mundur bætir því að fórnarkostn-
aðurinn sé engu að síður mikill að
fara frá svo gömlum og góðum
stað. „Svona er þetta bara. Við
höfum reyndar flutt áður. Við vor-
um í Skipholti og fórum þaðan í
Safamýrina fyrir 35 árum, þannig
að við þekkjum þetta.“
freyr@frettabladid.is
FRAM
Leikur Fram og Þróttar í Landsbankadeildinni á Laugardalsvelli. Eftir að Þróttur flutti í Laugardalinn hefur þrengt að Fram.
ÚLFARSFELL
Væntanlegt íþróttasvæði Fram er merkt „Í“ á kortinu.
BATES
Ken Bates ræðir við Damien Duff og Wayne Bridge, leikmenn Chelsea, í Malasíu síðasta
sumar. Bates er hættur sem formaður félagsins eftir 22 ára starf.