Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 4. mars 2004 43 Bræðurnir Einar Vilberg ogStefán Vilberg Einarssynir skipa rokksveitina Noise ásamt Ragnari Sólberg, sem hefur getið sér gott orð sem forsprakki Sign. Hér er hann reyndar með trommukjuðana í hendi í stað gít- arsins og míkrófónsins. Þessi plata kom út í fyrra og hafa nokkur lög af henni fengið útvarpsspilun, aðallega þó Freeloader, sem vissulega á sín augnablik á plötunni ásamt Para- noid Parasite. Noise spilar hrátt rokk í Nirvana-stílnum sem tröll- reið öllu fyrir um það bil tíu árum síðan. Kannski ekki heitasta tón- listin í dag, en hvað um það. Vandamálið er bara að sveitin bætir engu þar við og er allt of þunglamaleg. Fyrir utan það að ekkert kemur á óvart á plötunni er það truflandi hversu mikið vantar upp á sönginn og hljómar hann á köflum eins og léleg eftir- líking frábærrar raddar Kurts Cobain. Sterkasti hlekkur Pretty Ugly er vel útfærð gítarsólóin, meðal annars í fyrstu þremur lögunum og Freeloader. Annars er fátt sem gleður eyrun, því miður. Freyr Bjarnason Fátt sem gleður Umfjölluntónlist NOISE: Pretty Ugly HUNTED MANSION kl. 6 LOONEY TUNES kl. 6 Með íslensku tali SÝND kl. 8 og 10.10 B. i. 14 ára kl. 5.30, 8 og 10.30 Bi. 1621 GRAMS kl. 5.20, 8 og 10.40BIG FISH SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 SÝND kl. 5.30, 8.30 og 10 B. i. 16 ára SÝND kl. 6, 8 og 10ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR SÝND kl. 6 4 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA HHH1/2 SV MBL HHHH Kvikmyndir.com HHH ÓHT RÁS 2 HHH1/2 SV MBL SÝND kl. 8 og 10.15 B i 16 Engar sýningar í dag. Sýnd á morgun MADDITT Stórbrotin og margverðlaun- uð stórmynd með óskars- verðlaunahafanum Nicole Kidman, Golden Globe og BAFTA verðlauna- hafanum Renée Zellweger og Jude Law SÝND kl. 6 og 10 Frábær gamanmynd frá höfundi „Meet The Parents“ RENEÉ ZELLWEGER: Besta leikkona í aukahlutverki. CHARLIZE THERON: Besta leikkona í aðalhlutverki. KVIKMYND Nýjasta kvikmynd Mels Gibson, The Passion of the Christ, sem fjallar um síðustu klukkustundirnar í lífi Jesú Krists, sló aðsóknarmet loka- hluta Hringadróttinssögu í Bandaríkjunum í gær. Enginn mynd í kvikmyndasögunni hefur hlotið jafn mikla aðsókn á fyrstu 5 dögum sínum í sýningu og Jesú- myndin. Pyngja Gibsons þyngist heldur betur af þjáningu frelsarans því nú þegar hefur myndin tekið inn litlar 125,2 milljónir dollara. Svo virðist sem hin gífurlega fjöl- miðlaathygli fyrir frumsýningu myndarinnar hafi lokkað almenn- ing í bíó. Myndin er nú þegar orð- in vinsælasta trúarmynd sem nokkurn tímann hefur verið gerð. Ekki skemmdi fyrir að kirkjur í Bandaríkjunum voru margar búnar að kaupa upp heilu sýning- arnar á myndinni á frumsýning- ardaginn. Framleiðendur myndarinnar segjast bjartsýnir á að myndin verði vel sótt áfram og spá því að páskahelgin verði stór vegna sögulegra gilda. Myndin hefur fengið mjög blendna dóma gagnrýnenda. Myndin verður frumsýnd hér á landi þann 12. mars. ■ THE PASSION OF THE CHRIST Jesú er vinsælli en Föruneyti hringsins í Bandaríkjunum. Heiða, sem áður var í Unun, gafþessa sólóplötu út fyrir jólin eftir að hafa haft nokkuð hægt um sig. Fyrsta lagið Tangó er stórgott og falleg rödd Heiðu fær mann fljótlega á sitt band. Textinn er einnig hlýlegur og hæfir laginu vel. Næstu tvö lög, Can I Get Your Number og Anything Is True, eru talsvert öðruvísi. Fyrir utan að vera sungin á ensku eru þau nokkuð rokkaðri og því töluvert úr takt við upphafslagið. Anything Is True fannst mér öllu betra en hið fyrr- nefnda. Best finnst mér Heiða þegar hún er á rólegri nótunum og rödd henn- ar nýtur sín betur. Þannig eru til að mynda Aldrei, Froststilla og Vetur ákaflega hugljúf lög. Sérstaklega var Froststilla gott með óvenjuleg- um en skemmtilega útfærðum söng. Vængir og pönklögin Sakleysi og Ekki kaupa voru hins vegar ekkert sérlega heillandi. Í lok plötunnar syngur Heiða gamla Velvet Und- erground-lagið All Tomorrow’s Parties og gerir það mjög vel. Niðurstaða: Góð plata en nokkuð sundurleit. Hugljúfa Heiða er betri en sú harðskeytta. Freyr Bjarnason Hugljúfa Heiða er betri Umfjölluntónlist HEIÐA & HEIÐINGJARNIR: Tíu fingur upp til Guðs Jesú máttugri en Hringurinn eini 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 TOPP 20 - SÖLUHÆSTU TÖLVULEIKIR SKÍFUNNAR - VIKA 9 Final Fantasy X-2 / PS2 Baldurs Gate: Dark Alliance 2 PS2 & XBOX Need for Speed: Underground ALLAR TÖLVUR Championship Manager 03-04 PC GTA: Vice City Platinum PS2 Fifa Football 2004 ALLAR TÖLVUR Ratchet & Clank 2 PS2 Sonice Heroes ALLAR TÖLVUR Sims Double Deluxe PC James Bond: Everything or... ALLAR TÖLVUR MOH: Frontline Platinum PS2 LOTR: The Return of the King ALLAR TÖLVUR Battlefield 1942 Deluxe PC LOTR: Two Towers Platinum PS2 Sims Bustin Out ALLAR TÖLVUR SSX 3 ALLAR TÖLVUR Call of Duty PC Mafia PS2 James Bond: Nightfire Platinum PS2 Jedi Knight: Jedi Academy PC Topp20listinn FINAL FANTASY Nýjasti hluti síð- ustu fantasíunnar er enn á toppnum. SKUNK ANANSIE Ace, fyrrverandi gítarleikari Skunk Anansie, er lengst til vinstri á myndinni. Hann er stadd- ur hér á landi til þess að þeyta skífum fyrir Mínus. Þeytir skífum fyrir Mínus Í kvöld stendur menningar-félagið Mínus fyrir tónleikum í Reykjanesbæ ásamt bresku rokksveitinni Jarcrew og heimasveitinni Lenu. Með þeim í för er plötusnúðurinn Ace sem er Íslendingum góðkunnur, enda hefur hann fyllt Laugardalshöll- ina tvisvar. Hann var áður nefnilega gítarleikari Skunk An- ansie sálugu, sem söngkonan óg- urlega Skin bar á herðum sínum. Skunk seldi rúmlega 4 millj- ónir eintaka af þremur plötum sínum, Sunburnt and Paranoid, Stoosh og Post Orgasmic Pill, áður en hún leystist upp í frum- eindir sínar. Eftir að skúnkurinn lá dauð- ur hefur Ace aðallega einbeitt sér að upptökustjórn fyrir aðr- ar sveitir, svo sem King Prawn og Widescreen, auk þess sem hann þeytir skífum á viðburð- um breska rokkblaðsins Kerrang! Hingað er hann kom- inn á vegum blaðsins til þess að skemmta gestum Gauksins ann- að kvöld. Ace hefur einnig komið á fót eigin sólóverkefni og er við það að gefa út smáskífuna Radiate og breiðskífuna Fletcher. Á plötunni koma aðrir fyrrum liðsmenn Skunk Anansie einnig fram auk hrúgu gestasöngvara. ■ ■ Tónlist

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.