Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 29
Kambódía heilsaði okkur meðgríðarlegum hita og raka. Við fórum frá Saigon með báti upp Mekong-fljótið yfir til Kambódíu, sem er einstaklega falleg leið. Við fórum í S-21, sem er alræmt öryggis- og pyntingafangelsi frá tímum rauðu Khmeranna. Þar er talið að yfir 13.000 manns hafi verið misþyrmt á valdatíma Pol Pots. Að meðaltali fóru um 100 manns á hverjum degi úr S-21 yfir á Choeung Ek (Killing Fields) sem voru síðan líflátnir og grafnir þar í fjöldagröfum. Þess má geta að mestu grimmd sýndu verðir á unglingsaldri sem pyntuðu og líf- létu vini og ættingja án þess að blikna. Í Choeung Ek er búið að reisa mikið minnismerki um þá sem voru líflátnir þar. Í yfir 140 fjöldagröfum sem búið er að opna hafa fundist líkamsleifar nærri 9.000 manna, en þó hafa enn ekki allar grafirnar verið opnaðar þarna. Höfuðkúpurnar voru sett- ar í minnismerkið sem er stór turn, þar sem þeim var raðað eft- ir kyni og aldri, frá gólfi og upp í rjáfur. Það var óhugnanleg tilfinn- ing að vera þarna og sjá þessar grafir og ummerkin eftir þessa helför Khmeranna gegn eigin fólki. Það voru fyrst og fremst menntamenn, stjórnmálamenn, læknar og prófessorar sem týndu lífi í miskunnarlausri herferð Khmeranna. Fólkið hérna í Kambódíu er ótrúlega vinalegt þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum þetta helvíti á jörð fyrir minna en 30 árum. Að auki er Kambódía eitt jarð- sprengjuþéttasta land í heimi, þess bera margir íbúar glöggt merki. Fátækt er áberandi hérna en fólkið og sérstaklega börnin eru glöð og stutt í brosið hjá þeim. Með kveðju frá Kambódíu, Þórir og Gunnar 29FIMMTUDAGUR 4. mars 2004 ■ Um landið NETPLÚS TIL KRÍTAR Plúsferðir bjóða Netplús á 50 sætum til Krítar í júní og júlí. Verðdæmi 5. og 12. júlí: 39.232 kr. á mann mið- að við að 2 fullorðnir og 2 börn tveggja til ellefu ára ferðist sam- an, 49.980 kr. ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug gisting í 7 nætur á Skala, ferðir til og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar. Netplús er aðeins bókanlegt á Netinu. Tvo kílometra frá ströndinni.Íbúðir, raðhús eða einbýlishús. Skoðið vefsíðuna www.bonalba.com. Sendum bæklinga og verðlista.Verð frá 8 milljónum. Allt að 70%lán vextir 1% + Evrópuvextir. Skrifstofa í versluninni Micasa Síðumúla 35 Umboðsmaður: Árni Björn Guðjónsson. Sími: 6625941 fax 5885109 e-mail micasa@mi.is Kynnum glæsilegt íbúðarhverfi á Spáni, BONALBA, rétt fyrir austan Alicante. ■ Út í heimStutt í brosið í Kambódíu SKÍÐA- OG JEPPAFERÐ Útivist efnir til skíða- og jeppaferðar um næstu helgi, 5.-7. mars, í Land- mannalaugar. Á föstudagskvöld verður keyrt í Hrauneyjar og gist þar. Skíðamenn ganga frá Sigöldu í Landmannalaugar. Þar fara allir í bað og láta þreyt- una líða úr sér. Á sunnudeginum verður haldið aftur í Sigöldu og til byggða. KRINGUM KLEIFARVATN Á sunnu- dag 7. mars efnir Útivist til göngu í kringum Kleifarvatn á Reykja- nesskaga milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Brottför er kl. 10.30 frá BSÍ. Verð kr. 1600 fyrir fé- lagsmenn og 1900 fyrir aðra. ÞÓRIR OG GUNNAR Í KAMBÓDÍU Á turninum eru 8.985 hauskúpur sem hefur verið raðað eftir kyni og aldri. Heimsferð GUNNAR OG ÞÓRIR ■ skrifa ferðapistla úr 120 daga heimsreisu sinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.