Fréttablaðið - 04.03.2004, Side 22

Fréttablaðið - 04.03.2004, Side 22
Mig langar að gefa mér óperu-ferð og sjá Brúðkaup Fígarós á næstu dögum,“ segir Friðrik Er- lingsson rithöfundur sem á af- mæli í dag. Friðrik heldur því fram að trúlega sé hann sá af sinni kynslóð sem hógværast heldur upp á afmæli og sér í lagi fertugasafmælið. „Ég hitti fjóra vini mína á Vín- barnum um áttaleytið og sátum við til miðnættis. Á meðan við spjölluðum drukkum við rauðvín og átum smábrauð að hætti húss- ins. Þetta var geysilega hógvært fertugsafmæli. Ég kannski spring út á fimmtugsafmælinu og geri þá eitthvað brjálað.“ Friðrik starfar hjá Íslensku auglýsingastofunni og hefur þann sérstaka titil að vera krefjandi. En hvað er að vera krefjandi? „Þetta er starfsheiti sem ekkert íslenskt orð hefur verið til yfir. Enska heitið er „creative direct- or“ og þegar horft er á orðið út- leggst það á íslensku sem sköpun- arferilsstjóri. Mér datt fyrst í hug að nota orðið almáttugur. Það orð lýsir starfinu sem kallar á að hafa vit og skoðanir á öllum sköpuðum hlutum í orðsins fyllstu merkingu. Krefjandi fannst mér skemmti- legt orð. Ég þarf stöðugt að gera kröfur til annarra og um leið kröf- ur til sjálfs mín, svo ég geti gert kröfur á aðra. Þetta er allt saman mjög krefjandi,“ segir hann og hlær. Fyrir utan að vera stöðugt krefjandi segir Friðrik að ýmis- legt sé í pípunum. „Ég sit ekki beinlínis við skrif eftir að vinnu lýkur en stefni engu að síður að því. Ég er með ýmislegt í höndun- um sem ég hef unnið lengi að og efni sem útheimtir svolitla sagn- fræðilega stúdíu og pælingar.“ Friðrik er höfundur sögunnar um Litlu lirfuna ljótu sem fyrsta íslenska tölvugerða teiknimyndin var gerð eftir. Myndin hlaut mjög góðar viðtökur og var sýnd víða erlendis. „Þeir sem sáu myndina eru spenntir að fá meira. Við hugsuðum fyrstu myndina sem kynningarmynd fyrir áframhald- andi seríu en erfitt hefur verið að finna hefðbundna styrktaraðila kvikmynda hér innanlands til að leggja okkur lið. Vandamálið hef- ur verið að staðsetja og skilgreina myndina til að hún falli í einhvern úthlutunarflokk. Menn eru óþreytandi að senda inn umsóknir og vonandi opnast augu manna.“ Ljóst er að spennandi tímar eru framundan hjá Friðriki og hafði blaðamaður orð á því. „Það er alltaf eitthvað spennandi framundan hjá mér og alltaf eitt- hvað að gerast. Lífið er ein stór skemmtun.“ ■ 22 4. mars 2004 FIMMTUDAGUR Time Inc. og Warner Commun-ications Inc. tilkynntu ákvörð- un um sameiningu fyrirtækjanna á þessum degi árið 1989 en þar með lágu fyrir drögin að stærsta fjöl- miðlarisa heims. Warner hafði á þessum tíma verið arðbærasta kvikmyndafyrir- tæki Bandaríkjanna í tuttugu ár og Time var stærsti tímaritaútgefandi landsins sem náði til allt að 30 milljóna lesenda í Bandaríkjunum og 120 milljóna út um allan heim. Sameinaða fyrirtækinu var gef- ið nafnið Time Warner Inc. og var metið á 18 milljarða dollara og árs- tekjur voru áætlaðar um 10 millj- arðar dollara. Yfirmenn fyrirtækjanna sögðu sameininguna vera viðbragð við breyttum aðstæðum með tilkomu innri markaðar Evrópubandalags- ríkjanna en einungis öflugar bandarískar einingar myndu kom- ast af í breyttu umhverfi. Samning- urinn gerði ráð fyrir að Time eign- aðist Warner og þar með fæddist stærsti tónlistar-, tímarita- og bókaútgefandi heims sem einnig var öflugastur á sviði kvikmynda- gerðar og framleiðslu sjónvarps- efnis fyrir kapalsjónvarp. Bæði fyrirtækin voru stofnuð 1923 og með aðalstöðvar í New York. ■ Kristinn Arnarson hefur tekiðvið starfi stjórnanda bóka- klúbba hjá Eddu útgáfu þar sem hann mun koma að mjög ólíkum verkefnum, allt frá bókum um tertuskreytingar til Andrésar And- ar með viðkomu í heimsbókmennt- unum. „Það má segja að ég sé kom- inn heim aftur,“ segir Kristinn en hann starfaði hjá Vöku-Helgafelli allt til 1996, þegar hann hvarf til annarra starfa, nú síðast sem út- gáfustjóri Skerplu ehf. „Bókaklúbbar eru eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á, ekki síst þróunarstarfið, að vinna að nýjum verkefnum; í því sé ég mikla möguleika í klúbbum og áskrift- um.“ Fyrsta stóra verkefni Kristins er nýr bókaklúbbur sem er að hefja göngu sína og kallast Hug- myndabanki heimilanna. „Þetta er klúbbur þar sem sköpunargleðin ræður ríkjum og í bókunum verð- ur fjölbreytt efni sem tengist tóm- stundum heimilanna. Fyrsta bókin fjallar um tertuskreytingar og síð- an koma bækurnar Málað á tré og gler og Blóm og servíettur.“ Fleiri verkefni bíða Kristins eins og undirbúa stóra afmælis- veislu fyrir sumarið. „Það er ein góð önd sem á sjötugsafmæli í júní og það væri gaman að halda upp á það.“ ■ Afmæli FRIÐRIK ERLINGSSON ■ rithöfundur er 42 ára í dag og langar að gefa sjálfum sér óperuferð. Hann útilokar ekki að hann rasi almennilega út á fimmtugsafmælinu. PATSY KENSIT Söng- og leikkonan er 36 ára í dag. Hún kom einu lagi á vinsældalista með hljóm- sveit sinni Eighth Wonder og stjarna henn- ar reis hæst í bíó þegar hún lék á móti Mel Gibson í Leathal Weapon 2. Hún var um tíma eiginkona Liams Gallagher úr Oasis. 4. mars ■ Þetta gerðist TIME WARNER ■ Þessi öflugu fjölmiðla- og útgáfufyrirtæki sameinuðust í öflugasta fjölmiðlarisa heims. 4. mars 1989 HÖFUÐSTÖÐVAR TIME WARNER Í NEW YORK Fjölmiðlarisinn kom sér fyrir í þessu litla borgvirki í heimaborg sinni. Fjölmiðlarisi verður til 1634 Samuel Cole opnar fyrstu kránna í Boston. 1801 Thomas Jefferson er fyrsti forseti Bandaríkjanna sem sver embættiseið í Washington. 1861 Abraham Lincoln tekur við embætti forseta Bandaríkjanna. 1933 Fyrsta kjörtímabil Franklins D. Roosevelt sem forseti Bandaríkj- anna hefst. 1952 Ronald Reagan, kvikmyndaleikari og síðar ríkisstjóri í Kaliforníu og forseti Bandaríkj- anna, gengur að eiga Nancy Davis. Bókaútgáfa KRISTINN ARNARSON ■ Nýr stjórnandi bókaklúbba hjá Eddu útgáfu Vildi vera almáttugur en varð krefjandi FRIÐRIK ERLINGSSON Hefur í nógu að snúast og segir að lífið sé ein stór skemmtun. ■ Andlát Hlynur Júlíusson, Þórðarsveig 5, Reykja- vík, lést mánudaginn 1. mars. Sigurlaug Guðlaugsdóttir, Ási, Vatnsdal, lést sunnudaginn 15. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigríður Björnsdóttir frá Ormsstöðum, Eiðaþinghá, lést þriðjudaginn 10. febrú- ar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Stefán Björn Ólafsson, múrarameistari, Ólafsvegi 2, Ólafsfirði, lést sunnudaginn 29. febrúar. Þuríður Eyjólfsdóttir, Haukeland Topp- enhaugveien 9, Drammen, Noregi, lést mánudaginn 1. mars. Útförin fer fram í Drammen þriðjudaginn 9. mars. ■ Andlát 13.30 Svandís Elimundardóttir frá Dvergasteini, Hellissandi, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Sér mikla möguleika í bókaklúbbum Greipur eða Garpur Ég hugsa að ég vildi heita Greip-ur eða Garpur. Af því að Greip- ur er til í fjölskyldunni og Garpur er svo íslenskt og þjóðlegt,“ segir Hjalti Árnason lyftingakappi. „Ég er mjög hrifinn af íslensk- um nöfnum. En vil samt hafa bara eitt nafn en ekki tvö. En annars var ég skírður Hjalti eftir sögun- um um Hjalta litla eftir Stefán Jónsson. Mér var sagt það seinna meir. Annars er ég alveg sáttur við nafnið mitt. Það er komin af hjöltum, sverðahjöltum. Þegar haldið er á sverði eru hjöltin krossinn sem lófinn nemur við og kemur í veg fyrir að höndin renni fram á sverðið.“ ■ Hvað vildirðu heita ef þú hétir ekki...? ■ Afmæli Árni Snævarr, blaðamaður og fjölmiðla- fulltrúi í Kosovo, er 42 ára. KRISTINN ARNARSON Byrjar á bók um tertuskreytingar í nýjum bókaklúbbi en þarf svo að fara að huga að afmæli Andrésar Andar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.