Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 30
30 4. mars 2004 FIMMTUDAGUR Loksins fær Jack Black að sýnasinn rétta lit á hvíta tjaldinu. Eins og margir vita skaust hann til metorða í Hollywood eftir áralangt uppistand sitt með rokkgrínsveit- inni Tenacious D. Fyrstu átta árin hans í Hollywood varð hann að sætta sig við lítil aukahlutverk í myndum á borð við The Neverend- ing Story III, Demolition Man og Waterworld. Eftir því sem Tenaci- ous D urðu vinsælli urðu aukahlut- verkin stærri. Hann var t.d. frekar áberandi í myndunum Cable Guy, Mars Attack! og svo High Fidelity þar sem hann var á heimavelli sem afgreiðslumaður í sérhæfðri plötu- verslun. Tenacious D fengu svo að gera stutta sjónvarpsþáttasyrpu árið 1999 og eftir það hefur stjarna Jack Black risið hátt. Sjálfur seg- ir Black að hann hafi aldrei verið nær því að leika sjálfan sig en í nýjustu mynd sinni School of Rock sem hefur fengið frábæra dóma gagnrýnenda. Í myndinni leikur Black Dewey Finn, rokkara í húð og hár sem er á móti kerfinu... sama hvernig það virkar. Hann er gítarleikari sem er þekktur fyrir að taka 20 mín- útna gítarsóló. Hann er staðráðinn í því að leiða hljómsveit sína til dáða í komandi Músíktilraunum en eina vandamálið er að hinir liðsmennirnir virðast ekki vera sammála og reka hann. Þá eru góð ráð dýr. Nú vantar Finn aur og þegar hringt er í herbergisfélaga hans og honum boðinn kennarastaða í virt- um grunnskóla svarar Finn síman- um. Finn ákveður að taka að sér starfið í stað félaga síns og ein- beita orku sinni að því að kenna komandi kynslóðum hvernig eigi að rokka almennilega. Ef rokkið er tónlist djöfulsins þá vill enginn fara í frímínútur lengur. ■ ■ Kvikmyndir SCHOOL OF ROCK Jack Black kemur viti fyrir ungviðið í myndinni School of Rock. Cartman: Kyle, all those times I said you were a dumb, stupid Jew, well, I was wrong, you're not a Jew. Kyle: Cartman, I *am* Jewish! Cartman: There, there, don't be hard on yourself, Kyle. - Höfundar South Park héldu áfram að gera grín að pólitískri rétthugsun í kvikmyndinni Bigger, Longer & Uncut frá árinu 1999 þar sem reynt var að fara yfir strikið eins oft og mögulegt var. Bíófrasinn American Splendor „Rétt eins og lífið sjálft getur gert, tekur myndin skyndilega u-beygju. Þar sem ég er með spítalafóbíu dauðans átti ég einstak- lega erfitt með mig. Þannig að þegar ég segi, ótrúlega áhrifarík mynd og sterk um kaldhæðni örlaganna, þá vitið þið hvað ég á við. Frumleg, fyndin og elskuleg mynd, sett upp eins og myndasaga, um fársjúkt fólk.“ BÖS Cold Mountain „Ef litið er fram hjá hvað aðalhetjurnar eru fáránlega fagrar og hvað illmennin eru óskaplega ill (eitt dusilmennið er albinói) þá er hér á ferðinni virkilega vönduð og heillandi stórmynd sem allir sem hafa elskað ættu að sjá.“ KD House of Sand and Fog „Leikarar eru hver öðrum betri og ber sér- staklega að nefna írönsku leikkonuna Shohreh Aghdashloo sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt og er vel að því komin. Myndin er ekki hentug þung- lyndum eða þeim sem stóla á að farsæla enda. Hins vegar ættu áhugasamir um dramatískar og grípandi kvikmyndir hiklaust að skella sér. Góða skemmtun?“ KD Gothika „Peningur og bestu fagmenn í bransanum geta ekki bætt upp fyrir gallað handrit. Það eru gloppur og gryfjur í söguþræðinum sem ná að eyðileggja upplifunina. Þegar nær dregur endanum missir myndin algjör- lega flugið sem er synd því að flugtakið var vel heppnað og þjónustan um borð mjög fagmannleg.“ KD Lost In Translation Virkilega hugljúf og manneskjuleg kvik- mynd. Hún hefur dáleiðandi áhrif, þökk sé að hluta til frábærri tónlist, og nær að hrífa áhorfandann með sér í óvenjulegt og mjög svo skemmtilegt ferðalag. Drífið ykkur í bíó! KD Monster Hér er á ferðinni óslípaður demantur. Lítil mynd með risastórt og miskunnarlaust hjarta... Einföld og beinskeytt leikstjórn Patti Jenkins skilar eftirminnilegri mynd þar sem Charlize Theron fer með leiksigur. Óskarinn er hennar. KD Something’s Gotta Give „Það sem kom mér eiginlega mest á óvart var hversu fyndin myndin var. Hafði séð sýnishornið og óttaðist að búið væri að spila út öllum bröndurunum þar, en svo er ekki. Fínasta skemmtun.“ BÖS Big Fish Big Fish er glæsilegt ævintýri. Hún fær þig til að hlæja, gráta og hrífast með. Hreinn unaður frá upphafi til enda. Fimm stjörnur! BÖS 21 Grams Þessi mynd er stórkostleg þó hún sé ljót og hjálpar okkur að skilja mannlega hegðun. Það er nefnilega auðvelt að skilja allar ákvarðanir persónanna, þó þær séu oftast sjúkar og rangar. BÖS SMS um myndirnar í bíó AMERICAN SPLENDOR Flestir gagnrýnendur virðast sammála um ágæti myndarinnar American Splendor. Kennari djöfulsins Það eru fimm ár síðan breskakvikmyndatímaritið Empire efndi til kosninga um 100 bestu bíómyndir allra tíma meðal les- enda sinna. Þá hafnaði fyrsta Stjörnustríðsmyndin í fyrsta sæti, óverðskuldað að margra mati, en listinn gaf sterkar vísbendingar um það hversu risastórmyndir og sumarsmellir eiga greiðan aðgang að hjörtum lesenda blaðsins. Blaðið hefur nú uppfært list- ann og Star Wars hefur mátt víkja niður í annað sætið fyrir fyrstu myndinni í þríleik Peters Jackson um Hringadróttins sögu. The Lord of the Rings var ekki til árið 1999 en ryðst nú inn á listann með látum en The Two Towers er í þriðja sætinu og önnur Stjörnu- stríðsmyndin, The Empire Strikes Back, fylgir síðan í kjölfarið í fjórða sætinu. Tímalaust ævintýri í stjörnuþoku langt, langt í burtu Jafnvel hörðustu Star Wars að- dáendur hafa aldrei farið leynt með þá skoðun sína að The Empire Strik- es Back sé miklu betri mynd en Star Wars en afhverju er þá fyrsta myndin alltaf ofar á lista, þrátt fyr- ir klisjukennt handritið, hallærisleg samtöl og almennt vondan leik? Ein- faldlega vegna þess að Star Wars er æskumyndin sem við vöxum aldrei upp úr, segja þeir hjá Empire og bæta því við að framhaldsmyndin verði eilíf þar sem hún dýpkaði og víkkaði upphaflegu söguna á stór- fenglegri hátt en nokkur framhalds- mynd fyrr eða síðar. Þegar öllu er haldið til haga stendur Hringadróttins saga þó bet- ur að vígi, en Stjörnustríð, á listan- um. Lokakaflinn sem trompaði Ósk- arsverðlaunahátíðina um daginn, The Return of the King, er í áttunda sæti en síðasta mynd fyrri Star Wars þríleiksins, The Return of the Jedi, nær ekki nema 23. sæti. Fjórða Stjörnustríðs myndin sem kemst á blað er svo Episode II: The Attack of the Clones, sem hafnaði í 51. sæti. Smekklausir lesendur? Dreifing mynda á topp 100 list- anum er athyglisverð fyrir margra hluta sakir og það styrkir stór- myndadýrkunarkenninguna að myndir eins og Raiders of the Lost Ark, Jurassic Park og Pirates of the Carribean komast allar inn á topp 10 á meðan Citizen Kane, sem alla jafna er talin besta mynd allra tíma, hafnar í 22. sæti, Casablanca í 24. sæti og 2001: A Space Odyssey í því tuttugasta og fimmta. Þá nær meistaraverk Davids Lean um Arabíu-Lawrence einungis 29. sæti, Apocalypse Now er númer 35. One Flew Over the Cuckoo’s Nest er í 38. sæti, Gone With The Hobbitar og jedi-riddarar berjast um toppinn LOGI, LILJA PRINSESSA OG HANS ÓLI Falla niður um eitt sæti á lista Empire yfir 100 bestu myndir allra tíma en Fróði og föruneyti Hringsins taka toppsætið með áhlaupi. FRÓÐI OG SÁMUR Ferðasaga þeirra kemur firnasterk inn á lista Empire yfir 100 bestu myndir allra tíma og þríleikurinn tekur fyrsta, þriðja og áttunda sætið. BESTU MYNDIR ALLRA TÍMA 1. The Fellowship of the Rings 2. Star Wars 3. The Two Towers 4. The Empire Strikes Back 5. The Shawshank Redemption 6. The Godfather 7. Pulp Fiction 8. The Return of the King 9. Fight Club 10. Jaws 11. Jurassic Park 12. Blade Runner 13. Goodfellas 14. The Godfather Part II 15. Raiders of the Lost Ark 16. Grease 17. Raging Bull 18. The Usual Suspects 19. Pirates of the Carribean 20. Taxi Driver ■ Kvikmyndir BIGGER, LONGER & UNCUT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.