Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 8
8 4. mars 2004 FIMMTUDAGUR Þvílík vitleysa „Það hefur ekkert breyst, bara að bæta gæði þjónustunnar með því að taka bíla á rekstrarleigu. Þvílík vitleysa.“ Guðmundur Hallvarðsson þingmaður um heima- hjúkrunardeiluna, Fréttablaðið 3. mars Nú heldur hvað? „Meginmarkmið einkavæðingar ríkisviðskiptabankanna var ekki að ná fram aukinni hag- ræðingu, enda Íslandsbanka ekki gefinn kostur á þátttöku í henni.“ Bjarni Ármannsson, bankastjóri Íslandsbanka, DV 3. mars Betrunarvist? „Ástandið á Litla-Hrauni er í raun skelfilegt. Neysla er í há- marki og tilgangsleysið enda- laust.Vonir deyja í stórum stíl og engar slóðir liggja til upp- hefðar eða endurreisnar.“ Þór Sigurðsson, fangi á Litla-Hrauni, Morgunblaðið 3. mars Orðrétt Húð- og kynsjúkdómadeild: Klamidíusmitum fækkar HEILBRIGÐISMÁL „Fimmtán til tutt- ugu prósenta fækkun varð á klamidíutilfellum á milli áranna 2002 og 2003,“ segir Jón Hjaltalín Ólafsson, sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómum. Jón segir ástæður fyrir fækk- uninni geta verið að nú séu að koma fram árgangar sem fengið hafa fræðslu í skólunum, frá læknanemum, um kynsjúkdóma og varnir gegn þeim. Hann segir húð- og kynsjúkdómadeild hafa gert átak í að sinna sjúklingum betur og að fleiri komi til skoðunar en áður. Þegar smit greinist er það rakið og þeir boðaðir í skoðun sem hugsanlega gætu hafa smitast af kynsjúkdómnum. Jón segir skrán- ingu um smit og kynsjúkdóma vera mjög góða hér á landi sem gæti meðal annars verið ástæða fyrir því að hlutfallslega hafi fleiri greinst með klamidíu hér á landi en nágrannalöndunum undanfarin ár. Nú sé staðan hins vegar orðin sú að hlutfall þeirra sem greinast er á svipuðu róli og í þeim löndum sem eru okkur næst. ■ Kerry mætir Bush Sviðið er tilbúið og aðalleikararnir valdir fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. John Edwards dró sig í hlé eftir að John Kerry vann níu af tíu forkosningum demókrata í fyrrinótt. BANDARÍKIN, AP Stríðshetjan John Kerry etur kappi við stríðsforset- ann George W. Bush í bandarísku forsetakosning- unum í nóvem- ber. Úrslitin í tíu forkosningum demókrata í fyrrinótt gull- tryggðu það. Kerry vann í níu af þeim tíu ríkj- um þar sem var kosið. Eina ríkið þar sem hann vann ekki var Vermont, þar sem fyrrum rík- i s s t j ó r i n n Howard Dean fékk flest at- kvæði þrátt fyr- ir að hafa dregið sig út úr kosningarbaráttunni. Aðalkeppinautur Kerry, John Ed- wards, vann ekki sigur í einu ein- asta ríki þessa örlagaríku nótt. Þegar úrslit næturinnar lágu fyrir dró Edwards sig í hlé og kvaðst ánægður með hversu langt hann hefði náð. Edwards hefur gagnrýnt Kerry harkalega undan- farið en var mun jákvæðari í hans þegar ljóst var að hann yrði for- setaefni demókrata í haust. „Kosningabarátta hans hefur ver- ið mjög öflug. Hann hefur verið magnaður málsvari málefna sem við trúum öll á; fleiri störf, betri heilbrigðisþjónustu, hreinna um- hverfi og öruggari heim.“ „Þessi sigur er mér mjög mik- ils virði,“ sagði Howard Dean þeg- ar úrslitin lágu fyrir í heimaríki hans Vermont. Þar fékk hann tvö- falt fleiri atkvæði en Kerry þrátt fyrir að hafa sagt sig frá barátt- unni tveimur vikum fyrr. George W. Bush Bandaríkja- forseti hringdi í Kerry þegar ljóst var í hvað stefndi og óskaði hon- um til hamingju með sigurinn. Kerry sagði starfsmönnum sín- um að hefja nauðsynlegan undir- búning að vali á varaforsetaefni. Helstu ráðgjafar hans sögðu mögulegt, en ekki líklegt, að hann útnefndi varaforsetaefni talsvert áður en flokksþing demókrata fer fram í júlí. ■ Aðstoðaði gyðinga: Náðuð eftir hálfa öld SVISS, AP Svissneska ríkisstjórnin hefur náðað nær áttræða konu fyrir að hafa hjálpað gyðingum að komast frá Frakklandi til Þýskalands í seinni heimsstyr- jöld. Gyðingarnir flýðu útrým- ingarherferð nasista en Sviss- lendingar settu lög árið 1938 sem lokuðu landamærunum fyrir flóttamönnum sem sættu ofsókn- um vegna kynþáttar eingöngu. Náðun svissnesku konunnar byggir á nýsamþykktum lögum þar sem þeim sem hjálpuðu gyðingum að flýja nasista eru gefnar upp sakir. 27 mál bíða úrlausnar. ■ JEAN-LOUIS BRUGUIERE Þekktur franskur dómari hefur yfirumsjón með rannsókninni á hótunarbréfunum. Hótunarbréf: Sprengjur á lestarteinum PARÍS, AP Óþekkt samtök hafa sent franska innanríkisráðuneytinu fjölda bréfa þar sem þau hóta því að koma fyrir sprengjum á lestar- teinum í Frakklandi ef þau fái ekki greiddar yfir fimm milljónir Bandaríkjadala. Eitt bréfanna leiddi yfirvöld að sprengju sem hafði verið falin undir lestarteinum í Frakklandi, að sögn ónafngreindra heimildar- manna innan lögreglunnar. Sam- tökin sem standa á bak við bréfa- sendingarnar kalla sig AZF en skammstöfunin vísar til efna- verksmiðju í suðvestanverðu Frakklandi sem sprakk árið 2001 með þeim afleiðingum að þrjátíu manns fórust. Rannsóknaraðilar komust að þeirri niðurstöðu að um slys hefði verið að ræða. ■ JÓN HJALTALÍN ÓLAFSSON Jón segir fræðslu í skólum hugsanlega eiga stóran þátt í að færri greinist með klamidíu nú en áður. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA TILBOÐ í öllum verslunum Kjarnans, fimmtudag, föstudag og laugardag. Ath. opið laugardag til kl: 16 VERIÐ VELKOMIN Austurvegi 3-5 Selfossi Kjarnadagar á Selfossi Frumvarp um Lánasjóð námsmanna: Hluti láns verði styrkur STJÓRNMÁL Átta þingmenn Sam- fylkingar hafa lagt fram frum- varp um breytingu á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna þar sem meðal annars er lagt til að 30% lánsins breytist í styrk ef nemandi lýkur námi á eðlilegum tíma. Björgvin G. Sigurðsson, frum- flutningsmaður tillögunnar, segir breytinguna meðal annars miða að því að hvetja námsmenn til þess að klára nám á eðlilegum hraða en það sé bæði háskólum og ríkisvaldinu dýrt ef nemendur ílengjast mjög í námi. „Þetta er miklu réttlátari og betri leið til að hraða almennt námsframvindu heldur en upp- taka skólagjalda sem yrði til þess að minnka verulega aðsókn að skólanum auk þess sem það bítur í skottið á sér þar sem lán vegna skólagjalda yrðu til þess að heild- arútgjöld ríkissjóðs myndu senni- lega ekki lækka,“ segir Björgvin. Aðrar breytingar sem lagðar eru til er lækkun endurgreiðsluhlutfalls úr 4,75% í 3,75% af heildarlaunum á ári og að krafa um ábyrgðarmenn á lánum verði afnumin. Eins er lagt til að námslán verði greidd út mánað- arlega en ekki í lok annar eins og nú tíðkast. ■ SIGRI FAGNAÐ John Kerry vann í níu af tíu ríkjum í fyrrinótt. Hann hefur unnið í 27 af 30 forkosningum til þessa og varð öruggur um tilnefningu demókrata við brotthvarf John Edwards. DRAUMURINN ÚTI John Edwards náði ekki þeim árangri sem hann vonaðist eftir og dró sig í hlé. „Hann hef- ur verið magnaður málsvari mál- efna sem við trúum öll á: fleiri störf, betri heil- brigðisþjón- usta, hreinna umhverfi og öruggari heimur.“ BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Frumflutningsmaður frumvarps um breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.