Fréttablaðið - 04.03.2004, Side 40
40 4. mars 2004 FIMMTUDAGUR
MAÐUR Í MANNS STAÐ
Sebastien Frey, markvörður Parma, gengur
af velli eftir að hafa fengið rautt spjald í
UEFA-bikarleik liðsins gegn Genclerbirligi.
Varamarkvörðurinn Marco Amelia, númer
34, er heldur ekki upplitsdjarfur enda
fyrsta verkefni hans að reyna að verja
vítaspyrnuna sem dæmd var á Frey.
Fótbolti
Goncalves da Silva Ailton:
Katarskur fyrir milljón
FÓTBOLTI „Eftir leikinn við 1860
München flýg ég til Katar og
skrifa undir samning,“ sagði
Ailton, markahæsti leikmaður
þýsku Búndeslígunnar. Katar-
menn hafa boðið Ailton milljón
evrur fyrir að skipta um ríkisfang
og 400.000 evrur á ári fyrir að
leika með landsliðinu.
Ailton fæddist í Brasilíu í júlí
1973 og er orðinn úrkula vonar um
að leika nokkurn tímann með
brasilíska landsliðinu. Í haust bauð
hann þýska landsliðinu krafta sína
en landsliðsþjálfarinn Rudi Völler
svaraði stuttaralega „hann er
brasilískur“ og þar með voru þess-
ar framavonir Ailtons úr sögunni.
Ailton hefur ítrekað lýst því
yfir að hann langi til að keppa í
heimsmeistarakeppninni 2006 í
Þýskalandi. Katarar hafa leikið
einn leik í undankeppninni en þeir
töpuðu 3-1 fyrir Írönum í Teheran.
Auk þeirra eru Katarar með Jór-
dönum og Laosum í riðli.
Þýskir fjölmiðlar fullyrða að
Katarmenn ætli einnig að fá
Dede, brasilíska varnarmanninn
hjá Borussia Dortmund, til að
skipta um ríkisfang. ■
FÓTBOLTI „Þetta hefur verið um-
fangsmikil vinna og kjarninn í
vinnu okkar er að láta vandamálið
ekki komast úr landi,“ sagði David
Swift, yfirmaður í baráttu bresku
lögreglunnar gegn fótboltabullum.
Swift sagði í viðtali við Reuters að
Bretar ætluðu sér að koma í veg
fyrir að bullurnar vaði uppi þegar
lokakeppni Evrópumeistarakeppn-
innar fer fram í Portúgal í sumar.
Áhorfendur verði að afhenda lög-
reglunni í Portúgal vegabréf sín en
hún afhendir þau sérdeild innan
lögreglunnar sem hefur eftirlit
með fótboltabullum.
Stuðningsmenn enska lands-
liðsins efndu til óeirða í Brussel
og Charleroi í Evrópumeistara-
keppninni árið 2000 og hefur
enska landsliðinu verið hótað
brottrekstri úr keppninni ef
stuðningsmennirnir hegða sér illa
í sumar. Um 2.400 enskum fót-
boltabullum verður meinað að
ferðast til Portúgal í sumar en að-
eins voru um 100 manns í far-
banni þegar Evrópumeistara-
keppnin fór fram árið 2000. Dóm-
stólar hafa þegar bannað 2.061
manni að ferðast til Portúgal og
lögreglan hefur beðið um að 340
aðrir fái sams konar tilskipun.
„Vandamál eru ekki óhjá-
kvæmileg,“ sagði Swift. „Við höf-
um aldrei fyrr lagt á okkur jafn
mikla vinnu fyrir eitt mót og núna.
Við verðum að gera þetta með hlið-
sjón af þeim vandræðum sem hafa
komið upp á fyrri mótum. Ég
hugsa satt að segja stöðugt um
hvort það sé eitthvað annað sem
við gætum gert.“
Vináttuleikur Portúgala og Eng-
lendinga í Algarve í síðasta mánuði
lofar góðu. Portúgalska lögreglan
lagði áherslu á vinsamleg sam-
skipti við um 4.000 stuðningsmenn
enska landsliðsins, sem brugðust
við með jákvæðum hætti. „Þetta
voru mjög jákvæð teikn en við ætt-
um ekki að verða of örugg með
okkur,“ sagði Swift, sem var við-
staddur leikinn í Portúgal. „Þarna
var aðeins um tíundi hluti þess
fjölda sem mætir í sumar.“ Lög-
reglan býst við að um 50.000 stuðn-
ingsmenn enska landsliðsins mæti
á mótið í Portúgal.
Swift sagði að portúgalska lög-
reglan hefði tileinkað sér vinnu-
brögð bresku, þýsku og hollensku
lögreglunnar. Einkennisklæddir
lögregluþjónar muni reyna að eiga
frumkvæðið að vinsamlegum sam-
skiptum við aðkomumenn en
óeirðalögreglan verður aðeins til
taks ef atburðarásin fer úr bönd-
unum.
Lögreglan í Portúgal efndi til
skoðanaskipta við fótboltaáhuga-
menn til þess að draga úr tor-
tryggni. „Fótboltaáhugamenn bera
líka ábyrgð á því að einangra ein-
staklinga sem við viljum ekki fá.
Þeir eiga að tilkynna okkur um þá
sem eru þarna í vafasömum er-
indagjörðum en sjálfir eiga þeir að
vera jákvæð fyrirmynd.“
Swift sagði að vandamálið á
Englandi væri núorðið frekar
drykkjulæti á leikjum en skipu-
lögð slagsmál klíka eins og á ní-
unda og tíunda áratug síðustu ald-
ar. „Klíkurnar eru enn til og það
bendir ýmisleg til að þeir noti far-
síma til að skipuleggja atburði. En
það er í miklu minni mæli en áður
fyrr,“ sagði David Swift. ■
FÓTBOLTI Walter Smith hefur verið
ráðinn aðstoðarmaður Alex
Ferguson, framkvæmdastjóra
Manchester United. „Það var ekki
hægt að hafna boði um að ganga
til liðs við Manchester United,“
sagði Smith þegar ráðning hans
var tilkynnt. „Ég ber mikla virð-
ingu fyrir því sem Sir Alex hefur
fengið áorkað hjá United og ég
hlakka til að taka þátt í því.“ Walt-
er Smith var framkvæmdastjóri
Rangers á árunum 1991 til 1998 og
hjá Everton frá 1998 til 2002.
Smith er ráðinn til loka leiktíð-
ar en framhaldið er óljóst. Fergu-
son hefur alltaf notið liðveislu
ráðagóðra aðstoðarmanna þegar
best hefur gengið. Brian Kidd
byggði upp unglingastarf United
á fyrstu árum Fergusons hjá fé-
laginu, Steve McClaren var að-
stoðarmaður hans árið 1999 þegar
United vann þrefalt og Carlos
Queiros gegndi stöðunni í fyrra
þegar United varð meistari í átt-
unda sinn undir stjórn Ferguson.
Alex Ferguson sagðist hæst-
ánægður með að Smith hefði ákveð-
ið að ganga til liðs við United. „Fáir
hafa jafn mikla reynslu, þekkingu
og tæknilega kunnáttu og hann.
Hæfileikar hans munu koma að
miklum notum á jafn tvísýnum
hluta leiktíðarinnar.“ ■
B æ j a r l i n d 1 - 3 K ó p a v o g i S í m i 5 5 5 6 6 8 8
ÚTSALA ÚTSALA
WALTER SMITH
Aðstoðarmaður Alex Ferguson til loka
leiktíðar.
Manchester United:
Smith aðstoðar Ferguson
2.400 bullur í farbanni
Enskum fótboltabullum verður ekki hleypt til Portúgal í sumar. Portúgalska lögreglan leggur
áherslu á vinsamleg samskipti við fótboltaáhugamenn.
FÓTBOLTABULLUR
Enskar fótboltabullur brenna fána Túnisbúa fyrir leik liðanna á HM í Frakklandi 1998.
Formúlan í Sjónvarpinu:
Fjórir nýir
styrktaraðilar
KAPPAKSTUR Ríkissjónvarpið hefur
undirritað samninga við fjögur
fyrirtæki um að kosta sýningar
frá Formúlu 1 kappakstrinum
sem hefst um næstu helgi. Fyrir-
tækin eru Skeljungur, Opin kerfi,
Glitnir og Húsasmiðjan.
Sýnt verður í ár beint frá 18
mótum, sem er tveimur mótum
meira en í fyrra. Bein útsending
verður frá tímatöku á laugardög-
um og kappakstrinum á sunnu-
dögum. Útsendingarnar verða í
umsjón Gunnlaugs Rögnvaldsson-
ar og honum til halds og trausts
verða Rúnar Jónsson og Ágúst Ás-
geirsson. ■
AILTON
Fær milljón evrur fyrir að
skipta um ríkisfang.
Kvennalandsleikur á
laugardag:
A og B-lands-
lið mætast
KÖRFUBOLTI Ívar Ásgrímsson,
landsliðþjálfari kvenna í körfu-
bolta, hefur valið A-landsliðið sem
mætir B-landsliðinu, styrktu fjór-
um bandarískum leikmönnum, á
laugardaginn. Leikurinn fer fram
í Seljaskóla kl. 16.30. Nokkrir leik-
menn Hauka og Grindavíkur sem
leika bikarúrslitaleik í unglinga-
flokki kvenna á sama tíma voru
ekki valdir í liðin af þeim sökum ■
A-LANDSLIÐIÐ
Anna María Sveinsdóttir Keflavík
Birna Valgarðsdóttir Keflavík
Erla Þorsteinsdóttir Keflavík
Erla Reynisdóttir Keflavík
María Ben Erlingsdóttir Keflavík
Svava Stefánsdóttir Keflavík
Hildur Sigurðardóttir KR
Alda Leif Jónsdóttir ÍS
Lovísa Guðmundsdóttir ÍS
Signý Hermannsdóttir ÍS
Svandís Sigurðardóttir ÍS
Sólveig H. Gunnlaugsdóttir UMFG
B-LANDSLIÐIÐ
Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík
Marín R. Karlsdóttir Keflavík
Rannveig Randversdóttir Keflavík
Andrea Gaines UMFN
Auður R. Jónsdóttir UMFN
Ingibjörg Volbergsdóttir UMFN
Kesha Tardy UMFG
Lilja Oddsdóttir KR
Katie Wolf KR
Casie Lowman ÍS
Stella Rún Kristjánsdóttir ÍS
Kristrún Sigurjónsdóttir ÍR