Fréttablaðið - 19.03.2004, Page 35

Fréttablaðið - 19.03.2004, Page 35
35FÖSTUDAGUR 19. mars 2004 fermingar F í t o n F I 0 0 9 0 4 4 • hæstu vextir bankareikninga • bundinn til 18 ára • verðtryggður • fyrir 15 ára og yngri • engin þjónustugjöld eða þóknun markmið mitt er að verða forsætisráðherra Inneign á Framtíðarreikningi Íslandsbanka er fermingargjöf sem vex og gerir krökkum dagsins í dag unnt að hrinda markmiðum og draumum framtíðarinnar í framkvæmd. Peningagjöf inn á Framtíðarreikning er frábær gjöf frá ömmum, öfum, frænkum, frændum, systkinum og vinum. Gefðu fermingargjöf sem vex Þú guð sem stýrir Þú, Guð, sem stýrir stjarna her og stjórnar veröldinni, í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. Stýr mínu hjarta’ að hugsa gott og hyggja’ að vilja þínum, og má þú hvern þann blett á brott, er býr í huga mínum. Stýr minni tungu’ að tala gott og tignar þinnar minnast, lát aldrei baktal, agg né spott í orðum mínum finnast. Stýr minni hönd að gjöra gott, að gleði’ eg öðrum veiti, svo breytni mín þess beri vott, að barn þitt gott ég heiti. Stýr mínum fæti’ á friðarveg, svo fótspor þín ég reki og sátt og eining semji ég, en sundrung aldrei veki. Stýr mínum hag til heilla mér og hjálpar öðrum mönnum, en helst og fremst til heiðurs þér, í heilagleika sönnum. Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæzlu geym, ó, Guð minn allsvaldandi. Fermingin mín: Bauðst til að taka „Visa rað“ í fermingargjöf Geir Ólafsson söngvari fermdistí Árbæjarkirkju árið 1987. Hann man ekki hvað presturinn hét sem fermdi hann en man því betur hvað hann var frábær og skemmti- legur. „Hann sagði einu sinni við mig þegar ég mætti ekki í fermingar- fræðslu að Guð vildi ekki að börn fermdust sem mættu ekki í tíma. En ég fékk nú samt að fermast og er mjög trúaður í dag.“ Geir segist ekki hafa leitt hug- ann mikið að trúmálum þegar hann fermdist. Ég verð eiginlega að við- urkenna að ég fylgdi straumnum og svo voru gjafirnar stór hluti af þessu. Vísa- og Eurokort voru að verða almenn á þessum tíma og ég lét boð út ganga að ég tæki Visa rað í fermingargjöf. Það féll reyndar ekki í góðan jarðveg, en ég fékk fín- ar gjafir. Besta gjöfin var utan- landsferð sem foreldrar mínir gáfu mér. Við fórum til Kanada og þar kynntist ég Frank Sinatra, eignaðist fyrsta diskinn með honum, og þá varð ekki aftur snúið.“ Fermingarveislan var haldin í Þórskaffi og Geir státar af því að hafa fengið Gretti Björnsson í veisl- una til að leika fyrir dansi. „Það var mikil stemning, dansað og sungið og ég tók að sjálfsögðu lagið með Gretti.“ Geir segist hafa fengið peninga í fermingargjöf þótt Vísahugmyndin hafi ekki gengið upp, en pabbi hans lét peningana hverfa þangað til Geir hafði ákveðið hvað hann ætlaði að gera við þá. „Hann vildi ekki að ég eyddi þessu í bölvaða vitleysu. Ég keypti mér svo á endanum flott- ar Pioneer-græjur, og var alsæll.“ ■ GEIR ÓLAFSSON Réð Gretti Björnsson harmónikkuleikara í fermingarveisluna og tók að sjálfsögðu lagið sjálfur. ■ Heilræði Að njóta þess að hlakka til Eldra fólki sem sjaldan fer útþykir gott að vera boðið til veislu með góðum fyrirvara. Í fyrsta lagi gefst þá nægur tími til undirbúnings, að velja gjöf og þar fram eftir götunum. Engu minna máli skiptir að oft hlakkar þetta fólk mikið til að fara í veislur og með því að bjóða með góðum fyrir- vara lengist tilhlökkunartíminn. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.