Fréttablaðið - 19.03.2004, Side 36

Fréttablaðið - 19.03.2004, Side 36
matur o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Bílar o.fl... LAUGARDAGAR ÓDÝRI KJÚKLINGAPOTTRÉTT- URINN HENNAR ÖMMU 1 unghæna, soðin þar til hún losnar af beinunum, má gera daginn áður. Kjötið hreinsað af beinunum, skorið í litla bita. Soðið geymt. Bökuð upp sósa sem er krydduð með salti og pipar og bætt með rjóma. 2 laukar 1 box sveppir 2 paprikur, rauðar Allt saxað smátt og mýkt í olíu á pönnu. Kjötið og grænmetið sett saman við sósuna. Borið fram með hrísgrjónum, kínverskri soju , hrásalati og nýbökuðu brauði. Dugar fyrir fjölda manns. GRÆNMETISRÉTTUR INGU ÞYRÍAR 2 laukar, smátt skornir 4 hvítlauksrif, smátt skorin 1 paprika, rauð olía á pönnuna 1 dós tómatar í bitum 1 dós rauðar baunir, mega vera chili-baunir goudaostur eða enn bragðsterkari ostur svartur pipar salt eftir smekk pasta eða hrísgrjón 1 sykurmoli Mýkið laukinn og hvítlaukinn í olíunni. Bætið í tómötunum og baununum ásamt um einum hnefa af pasta eða hrísgrjón- um. Látið malla þar til pastað eða hrís- grjónin eru soðin. Kryddið eftir smekk og blandið osti saman við eftir smekk. Borið fram með hvítlauksbrauði. Hollt og saðsamt. Ef fleiri bætast við í mat má bæta við smátt skornum kartöfl- um og láta malla með lauknum. FLJÓTLEGUR EFTIRRÉTTUR 1 bolli hveiti 1 bolli sykur 1 tsk. lyftiduft 1 egg 1/2 dós niðursoðnir ávextir Allt sett saman í skál og hrært. Látið í smurt eldfast fat. 1/2 bolli púðursykur 1/2 bolli kókosmjöl Blandað saman og breitt yfir deigið í fatinu. Bakað við meðalhita í um 1 klst. Borið fram heitt með köldum þeyttum rjóma eða ís. YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 Lífrænt ræktaðar vörur INGA ÞYRÍ KJARTANSDÓTTIR Hefur gaman af hverskonar matargerð og finnst gaman að halda veislur. Börnin hennar sex hafa tekið mataráhugann í arf. Hvað eldar þú best? Gamla góða lambalærið Inga Þyrí Kjartansdóttir, fram-kvæmdastjóri Snyrtiskólans í Kópavogi, er matgæðingur „par excellence“ og hefur brennandi áhuga á hverskonar matargerð. Hún á sex uppkomin börn og á upp- vaxtarárum þeirra voru matmáls- tímarnir „heilagir“ og eitthvað sem allir áttu að virða. Eiginmaður Ingu, Bergþór Úlfarsson, á þrjú börn og hópurinn því stór sem safnast að matarborðinu hennar Ingu þegar barnabörnin bætast við. „Það besta sem ég elda er gamla góða lambalærið,“ segir Inga Þyrí. „Nú elda ég það alltaf á grillinu, vef það inn í mörg lög af álpappir og grilla fyrst tíu mínútur á hvorri hlið til að loka því og svo hálftíma á hvorri hlið eftir það. Ég kaupi alltaf þurrkrydduð læri og það stór,“ segir Inga Þyrí og hlær. Hún og eiginmaður hennar hafa gaman af að halda veislur og halda til dæmis alltaf stór jólaboð og „brunch“ á gamlársdag. En nú eru krakkarnir teknir við og keppast við að bjóða í mat, enda öll mikið áhuga- fólk um matargerð. „Þau hringdu mikið í mömmu og báðu um leiðbeiningar þegar þau byrjuðu að búa, en svo fékk sonar- dóttir mín þá hugmynd að gefa út matreiðslubók með uppskriftunum hennar ömmu,“ segir Inga. „Hún fékk að fara í handskrifuðu bæk- urnar mínar og bjó til tölvuunna Uppskriftarbók ömmu sem allir fengu í jólagjöf. Ég hringdi einmitt í strákinn minn um daginn og spurði hvað honum fyndist standa upp úr í bókinni og hann nefndi strax kjúklingaréttinn. „Hann klikkar aldrei,“ sagði hann. Inga Þyrí og Bergþór hafa breytt mataræði sínu undanfarin ár og borða nú mikið grænmeti. „Áður var uppistaðan alltaf kjöt eða fiskur, en nú erum við farin að leggja aðal- áherslu á grænmeti, hrísgrjón og pasta. Kjötið nota ég meira þegar ég held veislur,“ segir Inga Þyrí. Hér fylgja nokkrar uppskriftir úr Uppskriftabók ömmu. edda@frettabladid.is MOZZARELLA Á rætur sínar að rekja til tveggja héraða á Ítalíu, Lati- um og Kampanía. Þar er hann enn þann dag í dag gerður úr mjólk buffla en annars staðar er hann gerður úr kúamjólk. OSTURINN Er ferskur, mjúkur, hvítur og bragðmildur. Mótaður í kúlu og geymdir í saltvatni. Mozzarella er um 40–45% feitur. Í SALÖT Mozzarella-ostur er mjög góður í salöt, til dæmis með tómati og ferskri basilíku. Sú samsetning er mjög góður forréttur eða sem léttur hádegisverður. MOZZARELLA Mikið notaður í alls konar rétti til dæmis pitsur og lasagna

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.