Fréttablaðið - 19.03.2004, Síða 53

Fréttablaðið - 19.03.2004, Síða 53
FÖSTUDAGUR 19. mars 2004 53 Pondus eftir Frode Øverli PETER JACKSON Leikstjóri Lord of the Rings-þríleiksins sést hér handleika eina Óskarsverðlaunastytt- una sína á sérstakri hátíð sem haldin var myndunum til heiðurs í Queens Wharf Ev- ent Centre í Wellington á Nýja Sjálandi á fimmtudag. MÚSÍKTILRAUNIR 2004 Tilraunirnar hófust í gær í Tjarnarbíói, þar sem öll undanúrslitakvöldin verða. Tilraun- irnar hefjast stundvíslega kl. 19. Músíktil- raunir 2004 Undanúrslitakvöld 2 FRAM KOMA: Zither Hugsun Phantom Screaming Glory Copy of the Clones Mammút Ómíkrón Baath Somniferum The Lumskies MYNDASAGA Aðdáendur mynda- sagnanna um kuklarann John Constantine vita að hann er snill- ingur í að koma sér í klandur. Þessi keðjureykjandi breski einkaspæjari hins dulræna er frekar dapur í bragði í þessari sögu. Honum finnst hann einskis nýtur og er byrjaður að trúa því að allar tilraunir hans til þess að hjálpa öðrum endi með ósköpum. Það versta við grunsemdir hans er að hann hefur líklegast rétt fyrir sér. Það er svo varla til þess að bæta upp á skap Constantine að djöfullinn sjálfur er á hælum hans. Lúsifer á harma að hefna þar sem Constantine lék illilega á hann í fyrri sögu. Þá hafði Con- stantine fengið þær hræðilegu fréttir að hann væri með lungna- krabbamein og ætti aðeins nokkr- ar vikur eftir ólifaðar. Þá leiddi hann Kölska í gildru, fékk hann til þess að losa sig við krabbann, og stal hjarta erkiengilsins Gabríels. Í þessari sögu þarf hann að súpa seyðið af gjörðum sínum og það gæti kostað hann sálina. Það er Preacher-tvíeykið sem gerir þessa sögu og er hún merki- lega sundurlaus miðað við það. Örugglega mikilvægur kafli til þess að tvinna þá þræði saman sem lágu í lausu lofti áður en Garth Ennis hleypti öðrum í það að hekla örlög Constantine, en sem eining er sagan ekki nægi- lega sterk. Skemmtilegust eru samtöl Lúsifers og Constantine þar sem Kölski virðist nokkuð mennskur eftir allt saman. Jæja, hver hefur sinn djöful að draga, meira að segja djöfullinn sjálfur. Birgir Örn Steinarsson Umfjöllunmyndasaga HELLBLAZER: Rake at the Gates of Hell Höfundur: Garth Ennis Teiknari: Steve Dillon Djöfullinn sjálfur Foreldrar Verjum tíma með börnunum okkar. Hver stund er dýrmæt Vá! Ég held ég fari að safna mottu eins og Ian Rush! Merkilegt... það er eins og hárin á efri vörinni myndi röð af bókstöfum! Bók- stöfum? Já, það stendur ski... skil... skilnaður... Og eitthvað um meðl... nei, þarna hvarf það!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.