Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 2
2 16. apríl 2004 FÖSTUDAGUR ,,Ég nefnilega veit það ekki en ég hyggst komast að því. “ Mist Rúnarsdóttir knattspyrnuþjálfari náði þeim einstæða árangri að fá 99,5 stig af 100 möguleg- um á þjálfaraprófi hjá KSÍ. Hún ætlar að komast að því hvað dró hana niður. Spurningdagsins Mist, hvað klikkaði? Hörð átök um völd í Húsfélagi alþýðu Í hörð átök stefnir á aðalfundi Húsfélags alþýðu. Tekist verður á um hvort stjórnin eigi að öðlast „alræðisvald“ eða ekki. Í húsfélaginu eru 170 íbúðir, sem áður voru félagslegar en eru nú á frjálsum markaði. FÉLAGSMÁL „Það hafa orðið tíð eig- endaskipti á íbúðum sem heyra undir Húsfélag alþýðu vegna ó- ánægju með einræðislega tilburði formannsins. En það þorir enginn að segja neitt opinberlega af ótta við að verða hreinlega lagður í einelti,“ sögðu tveir íbúðareigend- ur sem eru í Húsfélagi Alþýðu, þau Árni Theódórsson og Stein- þórunn Steinþórsdóttir. Gríðarleg óánægja hefur verið viðvarandi meðal hóps fólks sem er í Húsfélagi alþýðu með þá stjórnunarhætti, sem þar tíðkast. Mikil óvissa er sögð ríkja meðal íbúanna um hver séu réttindi þeirra og skyldur. Nú hefur stein- inn tekið úr, því á aðalfundi fé- lagsins sem haldinn verður næst- komandi mánudag verður lögð fram samþykkt um starfssvið húsfélagsins, þar sem stjórnin öðlast „alræðisvald,“ að sögn við- mælenda blaðsins. Samkvæmt því nær umboð stjórnar yfir ákvarð- anir hvað varðar útlit, heildarsvip og samræmi húsanna, einnig til að sinna öllu sameiginlegu viðhaldi utan húss, viðhaldi og rekstri hita- kerfa, sameiginlegra lagna svo og innheimtu hita- og húsgjalda, svo eitthvað sé nefnt. „Stjórn Húsfélags alþýðu, og enginn annar aðili hefur umboð félagsmanna til að taka allar nauðsynlegar ákvarðanir varð- andi ofangreindan tilgang hús- félagsins,“ segir í samþykktinni. Í Húsfélagi alþýðu, sem stend- ur á gömlum grunni eru hvorki fleiri né færri en 170 íbúðir. Það nær yfir félagslegu íbúðirnar sem reistar voru af Byggingarfélagi alþýðu um og eftir 1930. Þær eru við Ásvallagötu, Hofsvallagötu, Brávallagötu, Bræðraborgarstíg og Hringbraut. Íbúðirnar eru löngu komnar á frjálsan markað en húsfélagið starfar enn af krafti. Hinir óánægðu hafa leitað til Húseigendafélagsins, en í álits- gerð þess um málið, sem send hef- ur verið til allra félagsmanna, segir að samþykktir húsfélagsins sem lagðar verða fram á aðal- fundinum séu kolólöglegar. Sé þess vænst að stjórn húsfélagsins muni „sjá til sólar í þessu máli og dragi þennan óskapnað til baka,“ en láti smíða aðra samþykkt, sem standist lög, virði hagsmuni og rétt félagsmanna og kynni það vel og rækilega áður en það verður borið upp til samþykktar á fundi. Kristín Róbertsdóttir formað- ur Húsfélags alþýðu, vildi ekki svara spurningum blaðamanns síðdegis í gær. jss@frettabladid.is MÚR Í BETLEHEM Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir harðlega byggingu öryggismúrs á Vesturbakkanum. Sameinuðu þjóðirnar: Fordæma hernám Ísraela GENF, AP Mannréttindaráð Samein- uðu þjóðanna hefur fordæmt her- nám Ísraela á Golan-hæðum í Sýr- landi og meðferð þeirra á Palest- ínumönnum. Ályktun þessa efnis var samþykkt í ráðinu með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða. Í ályktuninni er fjallað um meint mannréttindabrot Ísraela á hernumdu svæðum Palestínu; af- tökur, sprengjuárásir á íbúða- hverfi og eyðileggingu heimila og ræktarlands. Bygging öryggis- múrs Ísraela á Vesturbakkanum er einnig harðlega gagnrýnd. Bandaríkin, Bretland, Ástralía, Þýskaland, Holland, Ítalía og Ung- verjaland greiddu atkvæði gegn ályktuninni. ■ Fer í fangelsi: Stal síma og leikföngum DÓMSMÁL Maður á fertugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða fang- elsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir stuld á farsíma og leik- föngum að andvirði tvo þúsund króna. Annar mánuðurinn er skil- orðsbundinn til þriggja ára. Maðurinn játaði brot sín ský- laust. Hann hefur tvisvar áður hlotið dóm og með broti sínu nú rauf hann skilorð í annað skipti. ■ Selfoss: Þrír menn handteknir LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Selfossi hefur í haldi þrjá karlmenn eftir húsleit í tengslum við innbrot í grunnskólann í Hveragerði. Í kjöl- far innbrotsins var gerð húsleit hjá mönnunum. Við leit fannst ýmis tölvubúnaður úr skólanum sem saknað var úr skólanum. Einnig fannst umtalsvert magn fíkniefna í vistarverum mann- anna. Í gær hafði ekki verið tekin ákvörðun um hvort óskað yrði eft- ir gæsluvarðhaldi yfir mönnun- um. Líklegt er að fleiri tengist málinu og rannsakað er hvort það tengist öldu innbrota í nágrenni Selfoss undanfarnar vikur. ■ Alls 24 mál sem tengjast hjúskap og dvalarleyfi útlendinga rannsökuð: Ágalli á lögum hamlar rannsóknum ALÞINGI Útlendingastofnun hefur á undanförnum árum sent mál 24 einstaklinga til frekari rannsókn- ar hjá lögreglu, að því er fram kemur í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Bryndísar Hlöðversdóttur, Samfylkingunni. Bryndís spurði um það hversu mörg mál hafi síðastliðin tíu ár ver- ið til rannsóknar hjá Útlendinga- stofnun eða lögreglu, þar sem rök- studdur grunur var um hjúskap í þeim tilgangi einum að afla dvalar- leyfis og nauðungarhjónaband. Útlendingastofnun hefur haft til umfjöllunar mál 50–60 einstak- linga á síðustu þremur árum, en vegna ágalla á lögum hefur ekki þótt fært að aðhafast frekar í þeim málum. Fæst mál hafa farið til eiginlegrar lögreglurannsókn- ar þar sem ekki hefur tekist að færa sönnur á að um refsivert athæfi geti verið að ræða. Tvö mál hafa verið tekin til rannsóknar lögreglu þar sem grunur er um að stofnað hafi ver- ið til hjúskapar til að afla dvalar- leyfis. Í fyrra tilvikinu var grunur um skipulagða starfsemi, en rann- sóknin náði til 26 fjölskyldusam- banda, eða frá átján hjónum. Eftir frumrannsókn þóttu ekki vera fyrir hendi heimildir til að halda rannsókninni áfram. Seinna málið er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Útlendingastofnun er einungis kunnugt um eitt tilvik þar sem því var haldið fram að um nauðungar- hjónaband væri að ræða. ■ BJÖRN BJARNASON Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Bryndísar Hlöðversdóttur um hjúskap og dvalarleyfi segir að tvö mál hafi verið tekin til rannsóknar lögreglu þar sem grunur er um að stofnað hafi verið til hjúskapar í þeim tilgangi einum að afla dvalarleyfis. FRUMKVÖÐULL Stytta Sigurjóns Ólafssonar af Héðni Valdimarssyni stendur við húsnæði sem hann hafði forgöngu um byggingu á um 1930. Þessar íbúðir eru löngu komnar út úr félagslega kerfinu, en Húsfélag alþýðu starfar þó af krafti. Davíð Oddsson er í New York: Ræddi við Bush um varnarmálin STJÓRNMÁL Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og George W. Bush Banda- ríkjaforseti ræddust við í síma í gær. Þeir ræddu meðal annars um stöðu varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna og ástandið í Írak. Davíð var í New York þar sem hann ávarpaði aðalfund Íslensk-am- eríska verslunarráðsins í Skandin- avíuhúsinu. Í ræðu Davíðs fjallaði hann meðal annars um varnarsam- starf Íslands og Bandaríkjanna og sagði það hafa verið farsælt. Hann sagði þó að Ísland hefði ekki áhuga á áframhaldandi samstarfi ef Bandaríkin sæju sér ekki fært að tryggja lágmarksvarnarviðbúnað á Keflavíkurflugvelli. Í ræðu sinni fjallaði Davíð um einkavæðinguna á Íslandi. Hann sagði mikilvægt að einkavæðingin hafi verið unnin á löngum tíma og fylgis við hana hefði verið aflað. Þetta hafi skilað sér í því að bank- arnir væru nú bæði framsýnir og kraftmiklir og veittu fyrirtækjum og heimilum í landinu góðan stuðn- ing. Davíð sagði í ræðu sinni að starf stjórnmálamanna væri þess eðlis að árangur starfs þeirra gætti oft ekki fyrr en löngu eftir að þeir væru horfnir af vettvangi. Taldi hann þetta sérstaklega eiga við um frjálslynda stjórnmálamenn sem treysta frjálsum markaði til úr- lausnar í samfélaginu. ■ DAVÍÐ ODDSSON Ræddi við George W. Bush Bandaríkjaforseta í síma í gær. Málverkafölsun: Hoff seldur sem Kjarval MÁLVERK Ólafur Ingi Skúlason for- vörður lét uppboðshúsið Bruun Rassmusen í Danmörku vita af því að hann teldi að málverk sem til stóð að bjóða á uppboði sem haldið var fyrir um viku síðan væri falsað. Eftir ábendinguna var verkið tekið úr sölu. „Hún var tvíseld hjá uppboðs- húsinu Bruun Rassmusen. Fyrst árið 1985 og síðan 1992. Þá var hún seld sem verk eftir Mogens Hoff svo er hún boðin aftur upp núna sem Kjarvalsverk,“ segir Ólafur Ingi. Hann segir Pétur Þór Gunnarsson hafa keypt verkið árið 1992 en það hafi verið selt tveimur árum síðar frá Gallerí Borg sem Kjarvalsmálverk. Í frétt á RÚV var haft eftir Pétri að hann kannist ekki við að hafa keypt málverk eftir Hoff hjá uppboðshúsinu en ónafngreindur heimildarmaður RÚV staðfesti að Pétur hefði keypt verk eftir Hoff árið 1992. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.