Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 26
FASTEIGNIR 11 TILKYNNINGAR SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ Auglýsingum breytingu á aðalskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyt- ingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Mýrargata. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 – 2024 vegna Mýrargötu sem lítur að því að svæðið í heild verði skil- greint með blandaðri landnotkun hafnar- og athafnasvæðis og blandaðri byggð í aðal- skipulagi enda ljóst að ákvörðun um landnotkun svæðisins og mörk landnotkunar- svæða verður ekki tekinn fyrr en í deiliskipu- lagi. Svæðið sem afmarkast í grófum dráttum, eins og nánar má sjá á uppdrætti, til norðurs af sjó, Ægisgötu og götubút austan Hafnarbúðar til austurs, norðurmörkum lóða við Vesturgötu og Vesturgötu til suðurs og Grandagarði og Ánanaustum til vesturs, verður með blandaðri landnotkun hafnar- og athafnasvæðis merktu HA2 gamla höfnin annars vegar og blandaðri byggð hins vegar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur- borgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8.20 – 16.15, frá 16. apríl til og með 28. maí 2004. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 28. maí 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 16. apríl 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur GRUNNSKÓLI SNÆFELLSBÆJAR Útskriftarkennaranemar KHÍ og HA - grunnskólakennarar og námsráðgjafar ath! LAUSAR KENNARASTÖÐUR NÆSTA SKÓLAÁR: Meðal kennslugreina eru stöður umsjónar- kennara, stærðfræði í 8.-10.b, náttúrufræði í 5.-10.b, danska, list- og verkgreinar, lífsleikni, tónmennt og 50% staða námsráðgjafa með sérstakri áherslu á mótun breyttra kennslu- hátta- og námsumhverfis á unglingastigi. Grunnskóli Snæfellsbæjar er nýr grunnskóli er tekur til starfa næsta haust eftir sameiningu grunnskólanna í Ólafsvík og á Hellissandi. Skólinn verður starfræktur á 2 stöðum; á Hellissandi verða 1.-4.b en í Ólafsvík 5.- 10.b. Nemendur eru um 240. Auk skólastjóra og aðstoðarskólastjóra verða ráðnir 4 deildastjórar að skólanum. Góð þjónusta stoðaðila skólastarfsins er fyrir hendi og vinnuaðstæður með ágætum. Miklar væntingar eru um hinn nýja skóla sbr. þær forsendur sem að stofnun hans liggja. Því eru hér á ferðinni spennandi starfsmöguleikar fyrir grunnskólakennara í samheldnu og metnaðarfullu umhverfi við mótun stefnu og starfshátta nýs skóla. Umsóknir er tilgreini menntun og aðrar skyldar upplýsingar um umsækjendur berist skólastjóra, Sveini Þór Elinbergssyni, Ennisbraut 11, 355 Ólafsvík - Snæfellsbæ ellegar á netfang skólastjóra: sveinn@olafsvik.net Umsóknarfrestur er til 22. apríl 2004 Skólastjóri Opinn fundur um laxinn á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár. Landssamband stangaveiðifélga heldur opinn fund um laxveiði á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár laugardaginn 17. apríl kl 14,00 - 16,00 á Hótel Selfoss. Dagskrá: 1. Setning fundarins - formaður LS 2. Ávarp Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra 3. Sagt frá nýlegum skýrslum um aukna arðsemi vatnasvæðis Ölfusár og Hvítár 4. Magnús Jóhannsson og Sigurður Guðjónsson kynna nýja skýrslu um fiskstofna í Ölfusá og Hvítá 5. Viðhorf veiðiréttareigenda, - Þorfinnur Þórarinsson bóndi kynnir. 6. Breytingarnar í Borgarfirði - Óðinn Sigþórsson form. Landssambands veiðifélaga. 7. Viðhorf stangaveiðimannsins , - Bjarni Ómar Ragnarsson formaður SVFR 8. Áform um uppbyggingu Tungufljóts og fleiri veiðisvæða, - Árni Baldursson framkv.stj. Lax-á 9. Fundarlok Fundarstjóri verður Ásmundur Sverrir Pálsson forseti bæjarstjórnar Árborgar. Áður en fundurinn hefst, kl 13,30 verður Stangaveiðifélag Selfoss með stutta kynningu á fluguköstum á bökkum Ölfusár, neðan Ölf- usárbrúar. Veiðiáhugamenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Allir velkomnir. Aðalfundur Verslunarmannafélags Suðurnesja verður haldinn í húsi félagsins,Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ, þriðjudaginn 20. apríl kl. 20:00 DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Stjórn Verslunarmannafélags Suðurnesja Vilt þú ganga í blaðberaklúbbinn? Við viljum þakka öllum þeim blaðberum sem stóðu sig eins og hetjur í febrúar og viljum minna þá blaðbera sem eru kvartanalausir að koma og nálgast bíókortin sín hjá okkur. Vonum að næsti mánuður gangi jafn vel og fleiri verði þá í sigurliðinu. Nú vantar blaðbera í eftirtalin póstnúmer. Frétt ehf. • Skaftahlíð 24 • Dreifingarsími 515 7520 Blaðberaklúbbur Fréttablaðsins er fyrir duglegasta fólk l andsins. Allir blaðberar okkar eru sjálfkrafa meðlimir í klúbbnum og fá tilboð og sérkjör hjá fyrirtækjum eins og BT, Bónusvideo, Pizza 67, tískuverlsunum og fleirum. Árshátíð er haldin einu sinni á ári og blaðberi mánaðarins valinn í hverjum mánuði. Vertu með í hópi duglegasta fólks landsins. Einnig vantar okkur fólk á biðlista Upplýsingar í síma 515 7520 Ef þú vilt eiga möguleika á að vera í sigur- liðinu þá endilega hafðu samband við okkur. Á virkum dögum: 104-14 Drekavogur Hlunnavogur Njörvasund o.fl. 104-22 Barðavogur Eikjuvogur Gnoðarvogur 104-27 Sæviðarsund 105-13 Lerkihlíð Reynihlíð Suðurhlíð o.fl. 107-08 Tómasarhagi 113-03 Kristnibraut 200-16 Langabrekka Lyngbrekka o.fl. 200-18 Melaheiði Tunguheiði o.fl. 200-23 Furugrund 200-31 Furuhjalli Fífuhjalli o.fl. 200-36 Skálaheiði Álfaheiði Álfhólsvegur o.fl. 200-41 Álfhólsvegur 200-48 Kársnesbraut Litlavör o.fl. 210-03 Blikanes Mávanes 221-15 Kríuás 230-08 Bergvegur Greniteigur o.fl. 230-14 Austurgata Hrannargata o.fl. 230-16 Brekkubraut Mánagata o.fl. 250-02 Garðbraut 250-04 Heiðarbraut Lyngbraut o.fl. Um helgar: 101-07 Amtmannsstígur Bókhlöðustígur o.fl. 101-22 Hávallagata Hólavallagata Landakotsspítali v/T 101-33 Bauganes Skildinganes o.fl. 101-38 Sólvallagata 101-39 Bjarkargata Hringbraut 101-43 Barónsstígur Þorfinnsgata o.fl. Ný uppgert vandað skrifstofuhúsnæði til leigu í Kjörgarði Laugavegi 59, annarri hæð. Húsnæðið er misstór herbergi, með sameiginlegri kaffistofu og fundarherbergi. Á hæðinni eru fyrir arkitektar, grafískir hönnuðir ofl. Tilvalið fyrir fyrir allskonar starfsemi, einstaklinga og hópa. Í húsinu eru hönnuðir, sálfræðingar, læknir, lögfræðingar auk annarrar starfsemi, og veitingarhúsið Lóuhreiður. Næg bílastæði í nærliggjandi bílageymslu auk bílastæða á bak- lóð við Hverfisgötu. Starfið við lifandi Laugaveg. Upplýsingar gefur Vesturgarður ehf. Sími 587 2640. TILKYNNINGAR AÐALFUNDUR Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Hlífar verður haldinn kl: 20.00. þriðjudaginn 20. apríl 2004 í Skútunni, Hólshrauni 3. Hafnarfirði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning í kjörstjórn. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar. Stjórnin. Verkalýðsfélagið Hlíf Reykjavíkurvegi 64 - 220 - Hafnarfjörður Sími 5550944 - Fax 5654055 - Netfang: hlif@hlif.rl.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.