Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 22
Föstudagur 16. apríl 2004 7 Fossháls 1 • 110 Reykjavík • Sími 525 0800 • www.badheimar.is Póstkassar, hurðahúnar, bréfalúgur, skápahöldur, öryggislæsingar á hurðir og glugga, stormjárn og lamir. Laugavegi 29 Sími: 552 4320 - www.brynja.is Sófalist FALLEGAR YFIRBREIÐSLUR FYRIR SÓFA OG STÓLA Síðumúla 20, 2 hæð (fyrir ofan Öndvegi) Upplýsingar um opnunartíma í síma 553 0444 og 692 8022 www.sofalist.is Hönnunarbækur: Uppspretta hugmynda Þegar fólk hyggur á flutninga eða breyting- ar heima fyrir er oft gott að geta gluggað í blöð eða bækur til þess að kveikja hug- myndir um hvernig má útfæra eldhúsið, baðið, borðstof- una og svo fram- vegis. Lífsstíls- og hönnunarblöð geta vel komið manni á sporið en oft gætir mik- illa endurtekn- inga í þeim. Það getur því verið mjög fróð- legt að líta í bækurnar sem eru til um inn- anhúshönnun ef kafa á dýpra. Sumar þess- ara bóka eru mjög sérhæfðar en aðrar fremur alhliða hönnunarbækur. Í Bókabúð Steinars við Bergstaðastræði fæst mikið af áhugaverðum bókum en Mál og Menning og Penninn bjóða einnig upp á gott úrval. Margar bækurnar eru líka mjög fallegar, áhugaverðar og eigulegar þó svo maður sé ekkert að huga að breytingum. Vorhreingerningar tíðkast enn á þrifnari heimilum þessa lands. Þá er viðrað út úr skáp- um, myndir og málverk tekin af veggjum og húsakynnin þvegin í hólf og gólf. Þeir sem ekki hafa tíma eða tök á að standa í slíkum stórþrifum sjálfir en telja þau þó nauðsynleg geta keypt sér slíka þjónustu. Meðal þeirra sem veita hana er fyrir- tækið Hreinlega. Þegar slegið var á þráðinn þangað varð fyrir svörum Ellý Emilsdóttir. Hún sagði fullt að gera í stórhrein- gerningum á þessum tíma. Fyrir utan hin venjulegu vikulegu heimilisþrif sem fel- ast í ryksugun, skúringum, afþurrkun og hreinsun á bað- herbergi er þá allt þvegið vel, veggir, loft, skápar, gluggar og bakarofn svo nokkuð sé nefnt. „Við reynum að sinna margvís- legum óskum fólks, tökum nið- ur gluggatjöld og jafnvel straujum,“ segir hún. Tímataxti í stórhreingerningu er 2000 kall en regluleg heimilisþrif kosta 1.500 krónur á tímann. Inga Rós Ingólfsdóttir, sellóleik- ari í Sinfóníuhljómsveitinni, seg- ist að sjálfsögðu eiga sér uppá- haldshorn þar sem hún hreiðrar um sig þegar hún vill slaka á og teygja úr tánum. „Ég á dásamleg- an antiksófa sem ég leggst í þeg- ar ég vil láta fara vel um mig. Sófann keypti ég í versluninni Ömmuantík og ég held að hann sé norskur eða danskur. Að minnsta kosti sá ég mjög svipaðan sófa einhvern tíma þegar ég heimsótti listasafn Ibsens í Noregi.“ Inga Rós segir ekki nóg með að sófinn hennar sé fallegur held- ur sé hann mjög stór og rúmgóð- ur og rúmi auðveldlega fimm manns. „Það kemur sér vel að hafa svona stóran og góðan sófa því hér er alltaf mjög gest- kvæmt, börnin og barnabörnin oft í heimsókn svo og vinir og kunningjar.“ Inga Rós segist líka njóta þess þegar hún er ein, að liggja í sóf- anum sínum, lesa góða bók og hlusta á fallega tónlist. Aðspurð hvað sellóleikarinn hlusti helst á segir hún Bach í uppáhaldi. „Ég hlusta líka mikið á kórtón- list og kammertónlist og legg mikið upp úr því að hafa kerta- ljós og blóm í kringum mig. Svo má ekki gleyma útsýninu úr sóf- anum út á hafið, það er eins og að hafa lifandi listaverk fyrir aug- unum og í þetta allt sæki ég frið og orku.“ Inga Rós Ingólfsdóttir lætur fara vel um sig í antíksófanum sínum þar sem hún les, hlustar á tónlist og hefur útsýni út á hafið. Uppáhaldshornið mitt: Hafsýn úr antiksófanum Þrifið fyrir sumarið Það gefur heimilinu frískandi blæ. Vorhreingerning: Viðrað út og veggirnir þvegnir Á vinnustofu tveggja textílhönnuða í Kópa- vogi stendur lýsandi plastkúlan innan um litapotta, ullarflóka, efn- isprufur og saumavélar. Ljósið er með þýska merkinu Staff Leuchten og er upprunalega fram- leitt sem kúpull á úti- ljósastaura. Þessi ljós voru framleidd bæði í egglaga og kúlulaga formi og voru til hér á landi fyrir nokkrum árum. Í dag hefur Staff Leuchten verið samein- að austurríska fyrirtækis- ins Zumtobel, og heitir nú Zumtobel Staff. Um- boðsaðili hér á landi er heildverslunin Reykjaf. Ljósin í bænum: Lýsandi plastkúla

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.