Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 31
22 16. apríl 2004 FÖSTUDAGUR LJÓT TÆKLING Tæklingarnar í fótboltanum geta verið mis- kunnarlausar eins og sannaðist í leik Bordeaux og Valencia í UEFA-bikarnum. Marc Planus, leikmaður Bordeaux, braut þá harkalega á Miguel Angel Angulo, sem fékk fyrir vikið væna flugferð. Fótbolti FÓTBOLTI Liverpool hefur ekki unnið ensku deildina í 14 ár og á ekki mögu- leika á að vinna titil í ár. Þrátt fyrir það telur stjórinn Ger- ard Houllier að hann verði ekki rekinn eftir þessa leiktíð. Liverpool, sem hefur unnið flesta deildarmeistaratitla á Englandi, eða 18 talsins, er 29 stigum á eftir toppliði Arsenal. Liðið féll út úr UEFA-bikarnum og eina von þess er að ná fjórða sæt- inu sem gefur rétt á sæti í Meist- aradeildinni. Áhangendur Liverpool ætla að efna til mótmæla á leik liðsins gegn Fulham á morgun. Vilja þeir Houll- er á brott en hann er ekki á sama máli: „Mér líður vel. Ég vil berjast áfram því ég er ekki ánægður með árangurinn á leiktíðinni.“ ■ FÓTBOLTI Henry, sem bar sigur úr býtum í fyrra, mun etja kappi við samherja sinn Patrick Vieira, Alan Shearer, Frank Lampard, Jay-Jay Okocha og Steven Gerr- ard. Þeir John Terry, Glen John- son, Scott Parker, Wayne Rooney, Kolo Toure og Shaun Wright- Phillips eru tilnefndir sem besti ungi leikmaður deildarinnar. At- hygli vekur að enginn úr liði Manchester United, sem komst í úrslit ensku bikarkeppninnar í ár, var tilnefndur í hvorum flokknum fyrir sig. Henry, sem er markahæstur í ensku deildinni með 25 mörk, er tilnefndur fjórða árið í röð. Hann hefur átt stóran þátt í frábærum árangri Arsenal í deildinni þar sem liðið á sigurinn vísann. Alan Shearer, fyrirliði Newcaste, hef- ur farið fyrir sínum mönnum í baráttunni um fjórða sæti deild- arinnar og laust sæti í Meistara- deildinni að ári. Hann hefur skorað 19 mörk á leiktíðinni. Steven Gerrard var valinn besti ungi leikmaðurinn árið 2001 og hefur borið af hjá Liverpool á leiktíðinni. Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, er einn af fáum leikmönnum liðsins sem hafa átt fast sæti í byrjunarlið- inu alla leiktíðina. Hann hefur skorað átta deildarmörk og lagt önnur upp og verður að öllum líkindum í byrjunarliði enska landsliðsins á EM í sumar. Nígeríumaðurinn Jay-Jay Okocha hefur vakið mikla at- hygli fyrir frammistöðu sína hjá Bolton og sýnt skemmtileg til- þrif á köflum. Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal, hefur farið fyr- ir liðinu á frábærri leiktíð þar sem liðið er enn taplaust. Þegar Vieira er ekki í liðinu vantar það sárlega meiri vigt á miðsvæðinu. Valið á leikmönnum ársins verður tilkynnt þann 25. apríl. ■ FÓTBOLTI Chris Kirkland, mark- vörður Liverpool, verður ekki í leikmannahópi enska landsliðsins í Evrópukeppninni í sumar eftir að hafa úlnliðsbrotnað á æfingu í síðasta mánuði. Að sögn Gerard Houllier, stjóra Liverpool, mun Kirkland ekki ná sér í tæka tíð. „Chris mun ekki spila meira á þessari leiktíð. Hann er mjög óheppinn. Ég er viss um að hann hefði verið valinn í enska landsliðið fyrir EM í Portúgal,“ sagði Houllier. Meiðsl- in eru mikil vonbrigði fyrir Kirkland, sem enn á eftir að leika sinn fyrsta landsleik fyrir Eng- land. ■ Opið um helgar frá 11-17 Dalvegi 6-8 · Kópavogi · Sími 535 3515 www.kraftvelar.is Er garðurinn í þínum höndum ? Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Opið LAUGARDAG 10-14.30 Opið LAUGARDAG 10-14.30 Nýveiddur risastór humar frá Hornafirði Signa grásleppan er komin GLÆNÝ BLEIKJA OG LAX. Marineraður fiskur tilbúinn á grillið, mikið úrval af marineringum. Hafðu góðan fisk um helgina. Þorbjörn Atli Sveinsson: Til liðs við Fylki FÓTBOLTI Þorbjörn Atli Sveins- son, sem leikið hefur með Fram, er genginn í raðir Fylkis. Vonir standa til að Þorbjörn, sem er 26 ára framherji, spili sinn fyrsta leik með Árbæj- arliðinu gegn Þór í næstu viku. Þ o r b j ö r n hefur átt við þrálát meiðsli að stríða síð- ustu misseri og hefur ekki náð sér að fullu. Fram bauð Þorbirni Atla, sem er við nám í Danmörku, í æf- ingabúðir á Spáni fyrir sköm- mu, en þar varð endanlega ljóst að hann væri ekki inni í mynd- inni fyrir komandi keppnis- tímabil. ■ Kirkland í slæmum málum: Missir af EM í sumar CHRIS KIRKLAND Kirkland fær á sig mark gegn Marseille í UEFA-bikarnum. Þessi efnilegi markvörður verður fjarri góðu gamni á EM í sumar vegna úlnliðsmeiðsla sem hann varð fyrir í mars. Vinnur Henry annað árið í röð? Thierry Henry, franski snillingurinn í liði Arsenal, er einn sex leikmanna sem eru tilnefndir af enska knattspyrnusambandinu sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. THIERRY HENRY Talið er líklegt að Frakkinn Thierry Henry verði fyrir valinu sem besti leikmaðurinn á Englandi á þessari leiktíð. Hann hefur stað- ið sig frábærlega í vetur og skorað 25 mörk. JOHN TERRY John Terry, varnarmaðurinn í liði Chelsea, kemur sterklega til greina sem besti ungi leikmaðurinn. ■ Tala dagsins 14

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.