Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 15
Það er nokkuð augljóst af dagblöð-unum hvar samkeppni ríkir að einhverju ráði á Íslandi. Fyrirtæki í þeim atvinnugreinum þar sem harð- ast er bitist um viðskiptavinina aug- lýsa meira en þau sem starfa í um- hverfi slælegrar samkeppni eða þar sem fyrirtæki hafa skipt með sér markaðnum og eru hvert um sig sátt við sína sneið. Eftir einkavæðingu ríkisbankanna hafa auglýsingar við- skiptabankanna verið áberandi. Í þeim er svo til í viku hverri kynnt ný gerð af þjónustu eða betra verð á eldri þjónustu. Og í hvert sinn sem einn banki kemur með nýtt innlegg í samkeppnina svara hinir strax til með því að jafna tilboðið eða bjóða betur. Og afraksturinn sáum við í Fréttablaðinu í gær. Vextir hafa lækkað og vaxtagreiðslur almenn- ings vegna bankalána eru nú umtals- vert minni en þær voru fyrir ári eða svo. Samkeppnin í auglýsingunum er því ekki aðeins keppni í ímynd eins og við sáum fyrir fáeinum misserum síðan – sjónvarpsauglýsingar bank- anna voru þá flestar eins og stuttar landkynningarmyndir með bjarteyg- um börnum – heldur hefur sam- keppnin getið af sér kjarabót fyrir allan almenning. Það vekur nokkra furðu að á sama tíma og bankarnir okkar eru loksins vaknaðir og farnir að hegða sér eins og venjuleg þjónustufyrir- tæki sem þurfa a viðskiptavinum að halda, þá falla þeir í ónáð hjá stjórnmálamönnum. Það er eins og stjórnmálamenn hafi ótrú á sam- keppni; óttist þær breytingar sem kunni að leiða af henni – vöxt eins á kostnað annars. Það hefur lengi verið tíska hjá stjórnmálamönnum að agnúast út í matvöruverslanir og saka þær um skort á samkeppni. Lesendur dagblaðanna hafa hins vegar fylgst með samkeppni mat- vöruverslana á síðum blaðanna undanfarin ár þar sem verslanir keppast um að bjóða lægra verð en samkeppnisaðilarnir. Og þegar við förum út í búð sjáum við starfs- menn annarra búða skrá niður verð til að geta síðan boðið betur í sinni búð. Miðað við magn auglýsinga í blöðum er líklega hvergi meiri samkeppni en í matvöruverslun. Aðeins í lágverðsverslunum keppa í dag fjórar keðjur. Miðað við þróun framfærsluvísitölurnar virðist sem þessi samkeppni hafi falið í sér kjarabót fyrir allan almenning. Í mörgum öðrum geirum fer minna fyrir samkeppni. Í sumum atvinnugreinum er fátítt að sjá verðtilboð auglýst eða nýja þjón- ustu. Auglýsingum fyrirtækja í þessum greinum er ekki ætlað að laða að viðskiptavini vegna betri kjara eða bættrar þjónustu heldur aðeins að minna á vörumerkið eða nafn fyrirtækisins. Það er ef til vill vegna látleysis þessara auglýsinga og hversu lítt áberandi fyrirtækin eru í samkeppnisleysinu að þau virðast ekki ná athygli stjórnmála- manna. Þau eru hættulaus að þeirra mati. En þessar atvinnugreinar eru einmitt hættulegastar almenningi og kjörum hans. ■ Fyrir innrás Bandaríkjanna í Írakvar því spáð að herförin gæti gert illt verra og leitt til upplausnar í landinu. Upplausn ríkir nú í Írak og landið rambar á barmi borgara- styrjaldar. Innrás Bandaríkjanna í Írak var án samþykktar Sameinuðu þjóðanna og því ólögmæt. Innrásin var réttlætt með því að Írakar væru hættulegir umheiminum því þeir byggju yfir gereyðingarvopn- um og hýstu hryðjuverkamenn. Engin gereyðingarvopn hafa fund- ist í Írak og Hans Blix, fyrrverandi yfirmaður vopnaeftirlits Samein- uðu þjóðanna, telur að þau hafi lík- lega aldrei verið til. Hann telur her- förina ólögmæta. Engin tengsl Engin tengsl voru á milli Íraks og hryðjuverkanna í Bandaríkjun- um 11. september 2001. Fyrir inn- rás Bandaríkjamanna í Írak voru engin tengsl á milli Al-keida og Íraks. Írak var afhelgað ríki og ekki stjórnað eftir lögum Íslams. Osama bin Laden starfaði ekki með Saddam Hussein heldur hafði þvert á móti megna skömm á honum. Eft- ir innrás Bandaríkjanna hafa ís- lamskir bókstafstrúarmenn fyrst náð fótfestu í Írak. Bush Bandaríkjaforseti kaus að ráðast inn í Írak þótt augljóst mætti vera að það yrði aðeins vatn á myllu íslamskra hryðjuverkamanna. Taki Bandaríkjamenn nú af lífi þá leið- toga Íraka sem risið hafa upp eftir innrásina mun það virka sem olía á eldinn. Bandaríkjamenn hafa lýst yfir að þeir hyggist myrða Sjía- klerkinn Moqtada al-Sadr. Ekki mun nást viðunandi árangur í bar- áttunni við alþjóðleg hryðjuverk nema með alþjóðlegri samvinnu og samstöðu. Eftir árásirnar á tvíbura- turnana 11. september 2001 var ein- hugur meðal þjóða heims til að vinna saman í baráttunni gegn hryðjuverkum. Bush splundraði þeirri samstöðu þegar hann réðist inn í Írak án samþykkis Sameinuðu þjóðanna. Leysa þarf deilu Ísraela og Palestínumanna Enginn árangur næst í barátt- unni gegn hryðjuverkum ís- lamskra voðaverkahópa fyrr en lausn finnst í deilum Ísraela og Palestínumanna. Engin lausn finnst í deilum Ísraela og Palest- ínumanna fyrr en Ísraelar láta af ólögmætu hernámi sínu á land- svæði Palestínumanna. Ísraelar munu ekki stöðva herförina gegn Palestínumönnum nema að Banda- ríkjamenn neyði þá til þess. Her- nám Bandaríkjanna í Palestínu er kostað af Bandaríkjamönnum. Án fjárhagsaðstoðar Bandaríkja- manna væri Ísrael gjaldþrota ríki. Bandaríkjamenn hafa í hendi sér að stöðva framferði Ísraela. Þeir geta einfaldlega skrúfað fyrir frekari fjárveitingar og látið af stuðningi sínum. Nýlega beittu Bandaríkin neitun- arvaldi í Öryggisráði SÞ gegn því að kaldrifjuð morð Ísraela á leiðtogum Palestínumanna væru fordæmd. Kristin bókstafstrú er engu betri en íslömsk bókstafstrú. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um lækkun vaxta og samkeppni banka. 18 16. apríl 2004 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Hún er hálf sérkennileg um-ræðan sem farið hefur fram um framgang ESA, Eftirlitsstofn- unar EFTA, varðandi 200 milljóna dollara ríkisábyrgð sem til stóð að veita deCode. Sem kunnugt er hefur Kári Stefánsson forstjóri nú tilkynnt að deCode telji sig ekki lengur þurfa á þessari ábyrgð að halda og í framhaldi af því féll nokkuð hörð gagnrýni af vörum forsætisráðherra á vinnulag og málsmeðferð ESA, sem hann sagði hafa verið óvenju lengi að afgreiða málið. Nú eru sjónarmið forsætisráðherra gagnvart opin- berum eftirlitsstofnunum yfirleitt kannski ekki sérstaklega jákvæð, eins og endurspeglaðist í mynd- inni um Opinberun Hannesar – en í ljósi tilefnisins eru þessi við- brögð hins vegar athyglisverð. Gagnrýni á ESA Almennt væri ekki óeðlilegt eða óvænt þó Davíð Oddsson teldi ástæðu til að fara gagnrýnum orð- um um ESA. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna vinnulag stofn- unarinnar bæði hér heima og í Noregi og Halldór Ásgrímsson hefur meira að segja viðrað ákveðnar athugasemdir í þessum efnum. Þær athugasemdir hafa hins vegar beinst að því að ESA sé „kaþólskari en páfinn“, eins og sumir hagsmunaaðilar á Íslandi og í Noregi hafa kallað það, í úr- skurðum sínum og túlkunum á EES-samningnum. ESA hefur lög- sögu á EFTA-hluta EES, þ.e. í Nor- egi, Liechtenstein og á Íslandi. Sambærilegt eftirlitshlutverk á ESB-hluta EES hefur hins vegar framkvæmdastjórn ESB. Gagn- rýnin og áhyggjur manna hafa beinst að því að ekki sé samræmi milli túlkana ESA og fram- kvæmdastjórnarinnar og að ESA sé mun strangara og fylgnara bókstaf Evrópureglnanna en sjálft Vatíkan Evrópuréttarins hjá framdakvæmdastjórn ESB í Brussel. Þar með sitji menn ekki við sama borð á innri markaði EES, því EFTA-ríkin búi í raun við mun strangari reglur en ESB-rík- in. Slíkur mismunur er að sjálf- sögðu afar slæmt mál fyrir ís- lensk og norsk fyrirtæki og hvers kyns hagsmuni sem þeim tengj- ast. Raunar má segja að mismun- un af þessu tagi gæti spillt fyrir sjálfu grundvallarmarkmiði EES um einsleitni og að allir samnings- aðilar sitji við sama borð sama hvar á svæðinu þeir eru staddir. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um ástæður þessa meinta mis- munar í túlkun og eftirfylgni reglna, m.a. að hjá ESA starfi fyrst og fremst embættismenn á meðan framkvæmdastjórnin hafi meira pólitískt svigrúm. En hver svo sem skýringin er sögð vera, þá er ekki óeðlilegt að pólitískir forustumenn bæði í Noregi og á Íslandi rísi upp og tjái sig um slíka hugsanlega mismunun gagn- vart þeirra þegnum og ógnun við grundvallarsjónarmið sjálfs EES- samningsins. ESA og Samkeppnisstofnun Það vekur því óneitanlega at- hygli að forsætisráðhera og raunar fleiri úr hans dyggasta stuðningsliði hafi í vikunni kosið þetta tiltekna ríkisábyrgðarmál til að koma fram með gagnrýni á ESA. Sú gagnrýni er nefnilega ekki á þá meintu mis- munun sem felst í störfum ESA heldur á það hve stofnunin er sein að skila af sér. Það er einfaldlega vel þekktur veruleiki að það tekur talsverðan tíma að koma málum í gegnum ESA. Hins vegar skýrist það að hluta til af því að verulegt álag er á stofnuninni og aðildarþjóð- irnar Ísland, Noregur og Liechten- stein hafa tekið þá pólitísku ákvörð- un að reyna að halda mannafla og stærð innan skynsamlegra marka. Að þessu leyti er ESA undir svipaða sök seld og sambærileg stofnun hér heima, Samkeppnisstofnun. Al- þekkt er umræðan um mann- aflaskort Samkeppnisstofnunar og tímann sem hún þarf til að klára flókin mál. Sértækar og almennar að- gerðir Það er því óneitanlega hálf kindarlegt að heyra æðstu ráða- menn þjóðarinnar og ráðuneytis- stjóra þeirra vera að kýta við emb- ættismenn ESA um það hver var lengur að skila einhverjum gögn- um og hver þurfti að bíða lengur efir hinum og svo framvegis. Ekki síst vegna þess að menn eru ekki að þvarga um þetta út af almenn- um hagsmunum íslensks atvinnu- lífs heldur út af því sem margir hafa kallað eitthvert stærsta sér- hagsmuna- og fyrirgreiðslumál í íslenskri stjórnmálasögu. Það felst því í þessu ákveðið pólitískt stíl- brot hjá forsætisráðherra eða öllu heldur áberandi staðfesting eða endurtekning á stílbroti. Hið fyrra stílbrot fólst í því að þarna er póli- tíkus sem talar fyrir forgangi al- mennra leikreglna, en beitir síðan ríkisvaldinu undir háværum mót- mælum í einhverri mestu sérað- gerð fyrir einstakan aðila sem um getur. Framhaldsstílbrotið felst síðan í því að gagnrýna Samkeppn- isstofnun EFTA fyrir seinagang við afgreiðslu þessa sértæka fyrir- greiðslumáls, en þegja þunnu hljóði um meinta mismunun stofn- unarinnar gagnvart almennum ís- lenskum og norskum atvinnuhags- munum varðandi samkeppnisregl- ur. Óhjákvæmilega hljóta stílbrot af þessu tagi að draga úr trúverð- ugleika forsætisráðherra sem helsta talsmanns almennra leik- reglna í þjóðfélaginu. ■ Ekki ný stefna Þrátt fyrir að fyrir einhverjum kunni hin breytta jafnréttisstefna Sjálfstæðisflokksins að hljóma sem nýjungar er fráleitt um slíkt að ræða. Þvert á móti er forysta flokksins að leita aftur til upp- runans, þess tíma þegar karlar véluðu einir um mál hér á landi, í heiminum öllum raunar, og áhyggjur af kynjakvótum, jafnri hæfni kvenna o.þ.h. voru víðs fjarri. Sú stefna ríkti raunar í öll- um flokkum fyrr á tímum, en þó nokkuð er síðan raddir fóru að heyrast um það að sértækra aðgerða væri þörf til að jafna stöðu kvenna og karla. KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ Á MURINN.IS Tveir hópar útundan Ein helsta réttlæting jafnaðar- manna á ríkisvaldinu fyrir utan að tryggja öryggi þegnanna er að gæta hagsmuna þeirra sem minna mega sín. Nokkrir hópar í okkar ríka samfélagi verða ætíð út undan hjá núverandi ríkis- stjórnarflokkum. Þessir hópar eiga þó það sameiginlegt að að- stoð við þá er ein helsta réttlæt- ing á tilvist ríkisvaldsins. Það er ekki hægt að réttlæta önnur ríkis- útgjöld á meðan málefni þessara hópa eru í ólestri. [...] Fyrsti hópurinn er geðsjúkir ein- staklingar. [...] Annar hópurinn sem iðulega verður út undan er aldraðir. ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON Á AGUSTOLAFUR.IS Hvað meinar Mogginn? Það er ekki alveg ljóst hvað leið- arahöfundur Morgunblaðsins í gær er að fara með skrifum sín- um um bezt upplýstu og mennt- uðu þjóð í heimi. Styðja Íslend- ingar þjóðaratkvæðagreiðslur vegna þess að þeir eru beztir í heimi og jafnvel þótt víðar væri leitað eða eru þeir vel til þess fallnir að taka þátt í þjóðar- atkvæðagreiðslum af því að þeir eru beztir? VEFÞJÓÐVILJINN Á ANDRIKI.IS Umræðan EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON ■ stjórnmálafræðingur skrifar um innrásina í Írak. Stílbrot stjórn- málamanns ■ Af netinu Nokkrar staðreyndir EKKERT LÁT Á ÁTÖKUM Bandarískir hermenn berjast við íraska uppreisnarmenn við borgina Fallujah í Írak. Samkeppni lækkar verð Um daginnog veginn BIRGIR GUÐ- MUNDSSON ■ skrifar um gagnrýni á ESA.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.