Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 6
6 16. apríl 2004 FÖSTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 73.93 0.64% Sterlingspund 131.36 -0.82% Dönsk króna 11.83 0.60% Evra 88.05 0.57% Gengisvísitala krónu 123,11 -0,27% Kauphöll Íslands Fjöldi viðskipta 377 Velta 9.038 milljónir ICEX-15 2.660 0,22% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 3.663.517 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 483.377 Pharmaco hf. 356.891 Mesta hækkun Samherji hf. 3,85% Össur hf 2,91% Flugleiðir hf. 2,04% Mesta lækkun Líf hf -3,85% Burðarás hf. -0,93% SÍF hf. -0,72% Erlendar vísitölur DJ * 10.357,0 -0,2% Nasdaq * 1.994,5 -1,5% FTSE 4.505,5 0,5% DAX 4.004,6 -0,2% NK50 1.474,5 0,4% S&P * 1.126,2 -0,2% * Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Ítalskur maður greiddi metfé fyrir nefConcordeþotu. Hve mikið kostaði nefið? 2Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnuer í 60. sæti á styrkleikalista FIFA. En hverjir eru efstir á listanum? 3Hvaða nágrannasveitarfélag Reykja-víkur vill fá sýslumannskontór í bæinn? Svörin eru á bls. 35 Mikil viðskipti með bréf í Íslandsbanka: Milestone keypti fyrir 2,9 milljarða VIÐSKIPTI Milestone, eignarhalds- félag í eigu Karls Wernerssonar, bankaráðsmanns í Íslandsbanka, og systkina hans, hefur eignast virkan eignarhlut í Íslandsbanka. Milestone keypti 350 milljón króna hlut í Íslandsbanka með framvirkum samningi til 15. júlí á genginu 8,34 eða fyrir 2,9 millj- arða. Straumur fjárfestingar- banki fjármagnar framvirka samninginn. Karl Wernersson og fjölskylda ráða nú ríflega 12% hlut í bankanum. Fyrirvari er á viðskiptunum um samþykki Fjár- málaeftirlitsins. Fari eignarhlutur í banka yfir tíu prósent kallar það á samþykki Fjármálaeftirlitsins sem metur hæfi viðkomandi til að fara með virkan hlut í bankanum. „Þetta er langtíma fjárfesting,“ segir Karl Wernersson en vill að öðru leyti ekki tjá sig um kaupin. Gengi bankans endaði í 8,5 á markaði í gær og er nú komið yfir gengi í framvirkum samningi til 1. júní sem Helgi Magnússon og Orri Vigfússon gerðu við Lands- bankann um kaup á stórum hlut í bankanum. Helgi keypti bréf í bankanum í nafni hlutafélags fyr- ir rúma átta milljarða og gaf út yfirlýsingu um að hann hyggðist vinna að aðkomu fleiri fjárfesta að eignarhlut sínum. Þá var gengi bankans 7,7. Samkvæmt heimild- um er ekkert nýtt að frétta af að- komu annarra að hlut Helga, en sú vinna er á áætlun. Væringar voru í bankaráði bankans á síðasta ári, en sam- kvæmt heimildum blaðsins hef- ur bankaráðið ásamt forstjóra unnið að því að skerpa stefnu bankans. ■ Vanvirða við alla araba Palestínumenn segja að með stuðningsyfirlýsingu sinni við hugmyndir Ísraelsmanna um frið fyrir botni Miðjarðarhafs hafi Bush Bandaríkjaforseti drepið allar samningaumleitanir milli Ísraels og Palestínu. PALESTÍNA „Þetta er dauðadómur yfir friðarferlinu og hræðileg mistök af hálfu Bandaríkja- manna,“ segir Abbas Zaki, hátt- settur aðili í Fata-hreyfingu Yass- irs Arafat, vegna yfirlýsingar Bandaríkjaforseta um fullan stuðning við hugmyndir Ísraels- manna um frið fyrir botni Mið- jarðarhafs. „Þessi yfirlýsing gerir Bandaríkjamenn ófæra um að taka framar þátt í friðarumleitun- um og er vanvirða við alla araba.“ Yfirlýsing George Bush Banda- ríkjaforseta um marga og vænlega kosti hugmynda Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, um framtíð lands síns hefur vakið afar hörð viðbrögð innan Palestínu og arabaheimsins alls. Þykir þeim Bush hafa stigið skref afturábak í háttvísi með nánast skilyrðislausri aðdáun sinni á aðgerðum Sharons enda er um mikla stefnubreytingu að hálfu Bandaríkjamanna að ræða. Þykir Sharon hafa unnið stóran og óvæntan sigur með því að fá Bush til þess að fallast á þá friðaráætlun Ísraelsmanna sem var hvað ósanngjörnust gagnvart Palestínumönnum. Hann hefur stuðning á fleiri stöðum því Bretar og Þjóðverjar hafa einnig tekið já- kvætt í tilögurnar. Palestínumenn eru æfir yfir tillögunum en þeir hafa barist fyr- ir því að landamæri landanna tveggja frá 1967 fái að haldi sér en þá tilheyrði Gasa-svæðið og Vesturbakkinn Palestínumönnum að öllu leyti. Að mati Ísraels- manna og nú Bandaríkjamanna, er það útilokað og Palestínumenn verði að gera sér grein fyrir að forsendur hafi breyst. Ekki sé lengur forsvaranlegt að kalla tæp- lega hundrað þúsund ísraelska landtökumenn af svæðum á Gasa og Vesturbakkanum. Meðal þess sem Bush og Sharon hafa náð samkomulegi um er að Ísrael haldi að mestu því landi sem þeir hafa tekið herskildi undir ný- lendur sínar undanfarna áratugi. Samkvæmt því skal Ísrael draga landnema sína til baka að mestu leyti frá Gasa-svæðinu og frá fjór- um stöðum á norðvesturhluta Vest- urbakkans en halda öðrum sex eft- ir. Einnig tekur Bush undir hug- myndir Sharons um að leyfa palestínsku flóttafólki ekki að snúa aftur til síns heima en þúsundir þeirra dvelja í nágrannalöndum. Forsætisráðherra Palestínu, Ahmed Qurei, sagði aldeilis ó- ásættanlegt að Ísraelsmenn taki sér það bessaleyfi að ráðskast með land Palestínumanna en Qurei hefur þótt sýna Ísraels- mönnum mikla lipurð síðan hann tók við embætti. Er hann alvar- lega að íhuga að segja af sér vegna ummæla Bandaríkjafor- seta þar sem þeir hafa nú sett blessun sína yfir allt það sem Ísraelsmenn hafa gert á hlut Palestínumanna um áratugabil. albert@frettabladid.is Spánn: Vændis- hringir upprættir SPÁNN. AP Lögregla á Spáni hefur upprætt tvo stóra glæpahringi sem sérhæfðu sig í mansali á konum til vændis. Fórnarlömb glæpamann- anna voru að megninu til frá fyrr- um austantjaldslöndum á borð við Rúmeníu og Búlgaríu. Fundust þær margar í annarlegu ástandi í íbúð nálægt bænum Almería og kom í ljós að mennirnir höfðu ráð undir rifi hverju gagnvart stúlkunum. Mörgum var hótað líkamsmeiðing- um ef þær höguðu sér ekki vel en þær er verst létu voru sprautaðar niður með eiturlyfjum. ■ SHARON OG BUSH Ariel Sharon brosir breitt þessa dagana enda var stuðningur Bandaríkjamanna mun meiri en nokkur átti von á. KÆRAR ÞAKKIR SHARON Palestínumenn eru furðu lostnir og reiðir vegna stuðningsyfirlýsinga Bush við Ísraelsmenn. KARL WERNERSSON Félag í eigu hans og systkina hans er komið með virkan eignarhlut í Ís- landsbanka. Þau keyptu bréf í bank- anum fyrir tæpa þrjá milljarða í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.