Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 34
25FÖSTUDAGUR 16. apríl 2004 Heimilissíminn – ódýrari og öruggari símaþjónusta. N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 1 8 6 7 Leyfðu þér að spjalla. 50% afsláttur af stofngjaldi heimilissíma út apríl Hringdu í 800 7000 eða komdu í verslun Símans og fáðu þér almennan heimasíma eða ISDN á tilboði. Einar Þór Daníelsson: Samdi við Eyjamenn FÓTBOLTI Einar Þór Daníelsson, sem leikið hefur með KR í fjölda ára, mun spila með Eyjamönnum í sum- ar. Einar Þór íhugaði að leggja skóna á hilluna eftir síðasta sum- ar en hefur ákveðið breyta til og spila úti í Vest- m a n n a e y j u m . Samningur inn gildir til eins árs. Einar, sem 34 ára, hefur unnið fjölda titla með KR og varð Ís- l a n d s m e i s t a r i með liðinu í fyrra. Hann hefur ein- nig leikið erlendis, m.a. með Stoke City í Englandi. Einar á að baki 21 A-landsleik. ■ EINAR HÓLMGEIRSSON Var markahæstur í liði ÍR í gær þrátt fyrir að vera tekinn úr umferð í leiknum. 8 liða úrslit Remax-deildar karla: ÍR-ingar í undanúrslit HANDBOLTI ÍR-ingar eru komnir í undanúrslit Remax-deildar karla eftir sigur á Gróttu/KR á Sel- tjarnarnesi 27-35. Staðan í hálf- leik var 7-12 ÍR-ingum í vil. ÍR tók völdin strax í upphafi leiks og náði fljótlega forystu, 5- 9. Grótta/KR tók þá kipp og náði að minnka muninn í eitt mark, 10-11. Þá skildu leiðir aftur og hálfleikstölur voru 12-17 ÍR-ing- um í vil. Grótta/KR komst aldrei nálægt ÍR í seinni hálfleik og skipti þar helst máli af- spyrnuslakur varnarleikur heimamanna. Markvarslan var heldur ekki upp á marga fiska og voru aðeins 3 skot varin í marki þeirra í fyrri hálfleik. Grótta/KR reyndi að taka Ein- ar Hólmgeirsson hjá ÍR úr um- ferð en það dugði ekki til enda var hann markahæstur þeirra með átta mörk. Þrjú þeirra voru úr vítum. Ingimundur Ingimund- arson skoraði 6 mörk og þeir Hannes Jón Jónsson og Bjarni Fritzson skoruðu 6 mörk hvor. Ólafur Gíslason varði 12 skot í marki ÍR. Hjá Gróttu/KR var Kristinn Björgúlfsson markahæstur með 12 mörk, þar af 2 úr vítum. Þor- leifur Björnsson skoraði 5 mörk og Magnús Agnar Magnússon skoraði 3. Gísli Guðmundsson varði 11skot í markinu. ■ HANDBOLTI FH-ingar unnu Vals- menn 27-24 í Kaplakrika í gær- kvöldi í öðrum leik liðanna í úr- slitakeppninni og er staðan í ein- vígi þeirra því jöfn 1-1. Liðin mætast aftur á morgun í oddaleik. Þetta var fyrsti sigur FH í úr- slitakeppninni í fjögur ár, eða síð- an 28. mars árið 2000. Síðan þá höfðu þeir tapað átta leikjum í röð í keppninni. FH-ingar byrjuðu leikinn betur og komust í 6-4. Valsmenn tóku þá við sér og skor- uðu sex mörk í röð og komust í 6- 10. Staðan í hálfleik var 12-13 Valsmönnum í vil. FH náði ekki að komast yfir aftur fyrr en tæpar fjórar mínút- ur voru til leiksloka og sigu þeir þá fram úr Valsmönnum. Heima- menn áttu lengi vel í vandræðum með framliggjandi vörn Vals- manna en síðustu 16 mínúturnar fundu þeir lausn á henni. Skoruðu þeir þá 11 mörk úr síðustu 14 sóknum sínum. Arnar Pétursson átti stóran þátt í þeim góða leikka- fla. Hann skoraði sjö mörk úr níu skotum sínum í seinni hálfleik, öll eftir einstaklingsframtak. Arnar Pétursson var marka- hæstur FH-inga með 9 mörk og Logi Geirsson skoraði 6. Elvar Guðmundsson varði 17 skot, þar af 2 víti. Alls varði hann 53% af þeim skotum sem komu á markið. Hjá Val var Pálmar Pétursson góður í markinu með 23 skot var- in. Heimir Örn Árnason var markahæstur með 8 mörk. ■ 8 liða úrslit Remax-deildar karla: Loks vann FH í úrslitakeppninni 8 liða úrslit Remax-deildar karla: Öruggur sigur Framara HANDBOLTI Framarar unnu KA- menn örugglega í 8 liða úrslitum Remax-deildar karla í gær með 31 marki gegn 25 í Framhúsinu. Liðin mætast því á ný á morgun í oddaleik. Framarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 5-0 og síðan í 9-2. Staðan í hálfleik var 18-9 fyrir heimamenn og sigur- inn nánast í höfn. KA náði mest að minnka muninn í 4 mörk í síð- ari hálfleik en það kostaði of mikla orku fyrir þá. Framarar voru sterkari á endasprettinum og gerðu þá enn út um leikinn. Það var fyrst og fremst sterkur varnarleikur og góð markvarsla sem tryggði Fram sigurinn í gær. Valdimar Þórsson var marka- hæstur Fram með 9 mörk og voru 6 þeirra úr vítum. Stefán Baldvin Stefánsson skoraði 6 mörk, Martin Larsen 5 og þeir Jón Björgvin Pétursson og Hjálmar Hjálmarsson skoruðu fjögur mörk hvor. Jón Þór Þor- varðarson skoraði 2 mörk og Guðlaugur Arnarson eitt. Egidi- jus Petkevicius varði 21 skot í markinu, þar af 2 víti. Hjá KA-mönnum var Stelmokas markahæstur með 8 mörk og var helmingur þeirra úr vítum. Einar Logi Friðjóns- son skoraði 7 mörk og Arnór Atlason 4, þar af 3 úr vítum. Sævar Árnason skoraði 2 mörk sem og þeir Jónatan Magnússon og Sævar Árnason. Annað marka Jónatans var skorað úr víti. Stefán Guðnason varði 11 skot í markinu og Hafþór Ein- arsson 9. ■ KA-MENN STÖÐVAÐIR KA-menn komust ekkert áleiðis gegn Frömurum í gær. Hér stöðva Framararnir Valdimar Þórsson (nr. 20) og Hjálmar Vil- hjálmsson KA-manninn Sævar Árnason. EINAR ÞÓR Einar Þór Daníels- son er kominn í raðir Eyjamanna eftir margra ára dvöl hjá KR. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI LOGI GEIRSSON Logi skoraði 6 mörk í gær og stóð sig með prýði. FH-ingar mæta Valsmönnum í oddaleik á morgun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.