Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 32
23FÖSTUDAGUR 16. apríl 2004 hvað?hvar?hvenær? 13 14 15 16 17 18 19 APRÍL Föstudagur ■ ■ LEIKIR  18.30 Grindavík og Fylkir leika í Egilshöll í deildabikarkeppni karla í fótbolta.  19.15 KA keppir við Víking í Bog- anum í deildabikarkeppni karla í fótbolta.  20.00 ÍBV og Valur keppa á Leikn- isvelli í deildabikarkeppni karla í fótbolta.  20.30 ÍBV mætir Val í Egilshöll í deildabikarkeppni kvenna í fót- bolta.  21.00 Stjarnan og Breiðablik keppa í Fífunni í deildabikar- keppni kvenna í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  16.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  16.30 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  17.25 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  17.55 Motorworld á Sýn. Kraftmik- ill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  18.20 Alltaf í boltanum á Sýn.  18.50 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Arsenal og Leeds United í ensku úrvalsdeildinni.  20.50 Meistaradeild UEFA. Frétta- þáttur um Meistaradeild UEFA.  21.20 Supercross (Silverdome) á Sýn. Nýjustu fréttir frá heims- meistaramótinu í Supercrossi. Lokuð æfing Real Madrid: 1.200 áhorf- endur FÓTBOLTI Áform Real Madrid um æfingar fjarri reiðum stuðnings- mönnum fóru fyrir lítið á fyrsta degi. Um 1.200 manns sóttu fyrstu lokuðu æfinguna en oftast eru um 300 manns viðstaddir opnar æf- ingar félagins. Real hefur gengið illa að undanförnu og háðulegt tap fyrir Osasuna á heimavelli á sunnudag fyllti mælinn hjá stuðningsmönn- unum. Leikmenn Real héldu því til La Manga, í suðausturhluta Spánar, á þriðjudag og ætluðu að búa sig undir leikinn við féndur sína í Atlético í ró og næði. Áhug- inn á æfingunni reyndist hins veg- ar mikill og gátu lögreglumenn- irnir sem áttu að gæta svæðisins ekkert hafst að þegar stuðnings- mennirnir 1.200 streymdu inn á svæðið. ■ KÖRFUBOLTI L.A. Lakers vann Portland 105-104 í framlengdum leik í NBA-deildinni í fyrrinótt og tryggði sér um leið efsta sætið í Kyrrahafsriðlinum og annað sæt- ið í Vesturdeildinni. Lakers mætir Houston Rockets í úrslitakeppn- inni sem hefst næsta laugardag. Kobe Bryant skoraði sigur- körfu Lakers á lokasekúndunni með þriggja stiga skoti. Bryant var stigahæstur sinna manna með 37 stig en tröllið Shaquille O’Neal skoraði 25 stig og tók 15 fráköst. „Þetta var frábært skot hjá hinum unga Kobe,“ sagði Shaq eftir leik- inn. „Svona á frábær leikmaður eins og hann að taka skotin. Það er fyndið að hugsa til þess að eftir allt sem hefur gengið á hjá okkur vinnum við samt Kyrrahafsriðil- inn. Við erum búnir að bíða eftir þessu augnabliki alla leiktíðina,“ sagði hann. Sacramento Kings tapaði gegn Golden State 97-91 og mætir Jóni Arnóri Stefánssyni og félögum í Dallas Mavericks í úrslitakeppn- inni. Minnesota Timberwolves lauk keppni í efsta sæti Vesturdeildar- innar eftir 107-90 sigur gegn Memphis Grizzlies. Timberwolv- es mætir Denver í úrslitunum en meistarar San Antonio Spurs mæta Grizzlies. Spurs tapaði þrisvar sinnum gegn Grizzlies á leiktíðinni og ætti því að kvíða fyrir einvíginu. Í öðrum viðureignum úrslita- keppninnar mætast Miami Heat og Charlotte Hornets, Milwaukee Bucks og Detroit Pistons, New York Knicks og New Jersey Nets, og loks topplið Austurdeildarinn- ar, Indiana Pacers og Boston Celt- ics. ■ SHAQ Shaquille O’Neal treður yfir Theo Ratliff í leik L.A. Lakers gegn Portland Trailblazers. Shaq skoraði 25 stig í leiknum og tók 15 fráköst. Úrslitakeppni NBA hefst á morgun: Lakers mætir Houston Rockets

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.