Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 20
Föstudagur 16. apríl 2004 5 Blonde-hárlínan: Verðlaunalína Hársnyrtivörur eru alltaf að þróast og það er til ótrúlegt úrval af ólíkum vörum með mismunandi áherslur. Framleiðandinn John Frieda státar af viðurkenndum vörum og fékk verðlaun fyrir bestu alhliða hár- vörulínuna árið 2002. Í fyrstu lagði fyrir- tækið áherslu á að mæta kröfum nútíma- konunnar með „frizz-ease-línunni“ og nokkrum árum síðar eða 1998 kom „sheer blonde-línan“ á markað, fyrir sérstakar þarfir hinnar velþekktu blondínu. Nýjasta línan frá John Frieda er „brilliant brunette“ fyrir dökkhærðar konur en einnig eru til vörur í flokknum „beach blonde“ sem gefa ljósu hári bjart og sumarlegt yfirbragð. Sokkar og sokkabuxur: Í öllum litum Núna þegar pilsatískan er óðum að styttast verða sokkabuxurnar enn meira áberandi. Kvartbuxur eru líka vinsælar og tilvalið að velja skrautlega sokka til að gægjast niður undan buxunum. Flestar tískuverslanir bjóða upp á eitt- hvað úrval af sokkabuxum sem og snyrtivöruverslanirnar og ekki má gley- ma sérvöruverslunum eins og Sock Shop. Sokkar og sokkabuxur eru yfirleitt á góðu verði og því er óvitlaust að eiga nokkrar gerðir til skiptanna við sama pilsið og skapa þannig nýjar samsetn- ingar á hagkvæman hátt. Ný verslun í Blend verslunarkeðjunni opnaði á 3. hæð Kringlunnar fimmtudaginn 1. apríl. Blend-merkið er þó ekki nýtt af nálinni hér heima því í Smáralind hefur verið rekin Blend-verslun í um það bil eitt ár. Eigendurnir þau Laufey Stefánsdóttir og Hilmar Binder hafa áður rekið verslanir þar sem Blend-vörur voru einnig á boðstólnum. Blend er dönsk verslunarkeðja sem stofnuð var 1993 og hefur hún vaxið hratt síðan. Í dag eru Blend-vörurnar seldar í yfir 35 löndum. Blend sérhæfir sig í ódýrum tískufatnaði á konur og karla, aðallega gallabuxum og bolum sem allir hafa ráð á. Mottó Blend-keðjunnar er sótt í Skytturnar þrjár: einn fyrir alla, allir fyrir einn. Turkís hnésokkar, Oroblu, kr. 586 Röndóttir netsokkar, Falke frá Sock Shop, kr. 990 Svartar sokkabuxur með hringjum, Falke frá Sock Shop, kr.1.490 Bleikar röndóttar sokkabuxur, Falke frá Sock Shop, kr. 1.290 Skræpóttir hvítir sokkar, Falke frá Sock Shop, kr. 590 Grænar munstraðar sokkabuxur, Falke frá Sock Shop, kr. 179 Frizz-ease – 5 minute manager Auðveldar blástur og greiðslu. Frizz-ease – serum finishing spray Gefur hárinu gullinn gljáa. Beach blonde – sun streaks Gefa manni náttúrlegar sólarstrípur. Gelið er borið í hárið og síðan látið þorna úti í sólinni eða þurrkað með hárblásara og árangurinn lætur ekki á sér standa. Beach blonde – lemon lights Sítrónugel sem lýsir hárið í sól eða sólarlömpum. Röndóttar legghlífar, Oroblu, 1.219 kr. Sheer blonde – sjampó Lýsir og frískar. Sheer blonde – hair repair Nærir og styrkir ljósu lokkana. Ánægðar Hilda Gunnarsdóttir, Elín Erlendsdóttir, Unnur Erlendsdóttir og Hilda Valdimarsdóttir verslunarstjóri. Blend í Kringlunni: Ódýr tískufatnaður fyrir alla

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.