Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 43
Hrósið 34 16. apríl 2004 FÖSTUDAGUR ... fær Mist Rúnarsdóttir fyrir frábæran árangur á þjálfaraprófi KSÍ þar sem hún dúxaði með 99,5. ÁSTARGYÐJAN Tveir kynþokkafullir kettir drógu vagninn með fallegu brjóstin á flugi um himininn í leit að hinum fullkomnu höndum Þeir sem eiga miða á Placebo íLaugardalshöll, þann 7. júlí næstkomandi, hafa forgang við kaup á miða á risarokktónleika Metallica. Þetta ætti að hvetja hörðustu aðdáendur Metallica til þess að næla sér í Placebo-miða því gólffletinum í Egilshöll verður skipað í hólf. Svæði A, sem er næst sviðinu, mun rúma um 5000 manns og því verður líkleg- ast barist um þá miða. Þeir sem eiga miða á Placebo mega velja á hvaða svæði þeir verða. Ráðstafanir verða gerðar til þess að tryggja að aðeins einn Metallica-miði fáist fyrir hvern Placebo-miða. ■ Tónleikar METALLICA ■ Placebo-farar geta valið sér góð svæði. Leitin að sigurskáldinu Í dag birtast fyrstu tvö ljóðinaf átta í ljóðakeppni Frétta- blaðsins og Eddu útgáfu. Þjóðin fær nú tækifæri til að velja ann- að þessara ljóða áfram í keppn- inni um Sigurskáldið. Þó svo ummæli dómnefndar fylgi með, er það á ykkar valdi lesendur góðir að velja það ljóð sem ykk- ur þykir skara fram úr. Næstu tvö ljóð munu birtast á morgun og síðan koll af kolli uns sigur- vegarinn verður krýndur á degi bókarinnar, 23. apríl. ■ Rocky Rocky, þú verður að hætta að hugsa um hana! Þú ættir að fara í ferðalag eða eitthvað! Bleh! Einmitt! Ég fer í þriggja mánaða ferð til Indlands til að finna mitt innra sjálf með hugleiðslu! Það hljómar pass- lega aumkunarvert! Ekki þetta væl! Þetta er kannski ekki svo vitlaust hjá þér! Ef ég fer til New York í nokkrar vikur slepp ég við að leita strax að nýrri íbúð! Einmitt! Það er rosalega fínt að hafa stelpu sem vin sem maður getur talað við! Mér líður miklu betur núna... Það er af því að þú ert með höndina milli læranna á mér! Forgangur á Metallica LEIÐRÉTTING hann sagði: eia! eia pillur! eia stjörnur! stjörnurnar í bandaríska fánan- um eia skógurinn hugmyndaskógurinn hver fór í skóginn missti e-pillurnar sínar og hló e-pillur og e-pillur og fór að gráta táta kondu táta kondu litla nótintáta að kyssa rauða tindáta - eða kannski heimdellinga - útí skógi hún: svei attan! veist’ekki að pabbi minn var í æskulýðsfylkingunni? hann: títa litla grýta líkið hvíta eintóm mýta lindargullið og anorexíu- sjúklingurinn minn ó ég veit allt um þig allt hvað þú ert lítil lítil og skrýtin og þurfandi og ýtin því ég er drottning dragdrottning frá sahara í aharabíu saba í abaríu og veit allt alltalltalltalltallt því ég hef aðgang að erfðagrunninum og hann sagði: eia pillur! eia stjörnur! hollívúddstjörnur eia stelpan sem labbar á móti mér með óöryggið í hjartanu og nauðgun gærdagsins í höfðinu eia world class eia fæðubótarefni og þorgrímur þráins kveikir sér í rettu á leiðinni út eia debet eia kredit eia yfirdráttur og annar dráttur og stelpan sem labbar á móti mér hún er dráttavél eia frelsið eia barnið glasabarnið eia bönns af monní eia olía eia jarðsprengjur eia börnin sem skjóta úr skamm- byssum og fleygja handsprengjum eia ég er skógurinn skógurinn sjálfur hugmyndaskógurinn drifinn dögg demantalandið himneskur losti litháenskra súlumeyja - en ég hef engin skáldalaun að missa - eia ég er hugmyndaskógurinn og únglíngarnir drekka sig drukkna undir mínum laufum HVERNIG VELUR ÞÚ LJÓÐ? Til að kjósa þitt ljóð sendir þú einfaldlega SMS-skeyti, eitt eða fleiri Ef þú kýst ljóð Benedikts sendir þú SMS-skeytið JA L2 í númerið 1900* Ef þú kýst ljóð Kristínar sendir þú SMS-skeytið JA L3 í númerið 1900* Dregið verður úr innsendum SMS-skeytum á hverjum degi. Vinningshafi dagsins fær bók- ina Storm eftir Einar Kárason. * Hvert skeyti kostar 99 krónur Þorvaldur Þorsteinsson: Agnarsmár snóker sem felur í sér undurstóra mynd. Kristján B. Jónasson: Snarpt, flott ljóð með einfaldri mynd sem virkar eins og bein innspýting. Kolbrún Bergþórsdóttir: Myndin sem þarna er dregin upp er svo skemmi- lega samansett að maður getur ekki annað en lesið ljóðið aftur og aftur. Þorvaldur Þorsteinsson: Tímabær útgáfa af únglíngi. Kristján B. Jónasson: Hér er allt saman komið í réttu blöndunni: pólitík, póesía og keyrsla. Kolbrún Bergþórsdóttir: Þessi splunkunýja útgáfa af Únglingnum í skóginum er sérstaklega kröftug og ögrandi og einnig rík af húmor. KRISTÍN SVAVA TÓMASDÓTTIR Kvennaskólamær, fædd 1985. BENEDIKT NIKULÁS ANES KETILSSON Dagskrárgerðarmaður, fæddur 1974.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.